Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 48

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 48
48 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 SVIÐSLJÓS Atli Rúnar Halldórsson ritstjorn@mbl.is Logandi eldar hér og þar, reykur og sviti. Grímuklæddar valkyrjur með griptengur að sýsla við heimagerðan ofn þar sem „bakað“ var eða öllu heldur brennt við þúsund gráður á celsíus. Staður og stund: Malarplan við heimili Ingibjargar Klemenz- dóttur í Ölfusi í september. Þarna komu saman níu starfandi leirlistakonur af höfuðborgarsvæð- inu, úr Dölum, frá Ólafsfirði og af Suðurlandi, á nokkurra daga nám- skeið sem Ingibjörg undirbjó og skipulagði ásamt stöllum sínum úr Hveragerði, Hrönn Waltersdóttur og Steinunni Aldísi Helgadóttur. Listakonurnar voru daga langa innan eða utan dyra á Hellugljúfri 2, fræddust um litameðferð, mótun, efnafræði og glerungagerð, báru saman bækur sínar, sköpuðu list- muni og brenndu í ofni sem sér- staklega var reistur af þessu tilefni. Grófu holur í jörðu til leirbrennslu með lífrænum efnum, málmum og söltum. Þekktur sænskur keramiker og kennari í glerungagerð og leir- brennslu, Anders Fredholm, var leiðbeinandi á námskeiðinu. Hann býr í Ölserrud og býr til nytjahluti úr steinleir sem hann meðal annars vinnur með saltbrennslu í viðarofni og selur í Svíþjóð eða Japan. Þessi brennsluaðgerð á rætur að rekja til Japans og kallast rakú. Iðja kvenna að miklu leyti Á sumrin ferðast Anders um Sví- þjóð, efnir til námskeiða og kennir réttu handtökin við að búa til rakú- viðarbrennsluofna og líkir því á eng- an hátt saman að brenna leir yfir eldi frá viði eða gasi. Hann hefur bú- ið til um 30 rakúofna í Svíþjóð en engan utan Svíþjóðar fyrr en nú, í Ölfusi. Hleðslusteinarnir á Íslandi eru minni en Anders er vanur að fá heima fyrir. Fyrsti rakúofninn á Ís- landi var því í styttra lagi en gegndi samt hlutverki sínu fullkomlega. Svíinn brosti út að eyrum þegar byrjað var að brenna leirmunina, hvað þá valkyrjurnar níu. Þær líkt- ust helst börnum á aðfangadags- kvöldi – áður en pakkar eru opnaðir. Þá ályktun er auðvelt að draga að leirlist sé að miklu leyti iðja kvenna á Íslandi og Anders segir svipaða sögu að segja frá Svíþjóð. Hann merkir samt aukinn áhuga karla í seinni tíð. Samsýning 2018 Námskeiðið var heilmikið fyr- irtæki og til að halda sem mestu af þekkingunni eftir í landinu, þegar Anders Freholm hyrfi á braut, ákváðu stöllurnar þrjár, Steinunn Aldís, Hrönn og Ingibjörg, að ráða kvikmyndagerðarmenn til að taka upp námskeiðið. Afraksturinn verð- ur kennslu- og kynningarmyndbönd um að búa til brennsluofn og um mismunandi aðferðir við undirbún- ing og framkvæmd leirbrennslu. Hveragerðisbær, Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga og Svensk-- Islänska samarbetsfonden styrkja verkefnið. Þá hefur tekist samstarf við Listasafn Árnesinga um samsýn- ingu valkyrjanna níu á árinu 2018. Það er því góður hiti enn í lista- glóðunum frá því í Ölfusi forðum. Ofnbökuð leirlist við þúsund gráður  Leirlistakonur víða að af landinu á námskeiði í Ölfusi  Sænskur leiðbeinandi í leirbrennslu mætti og kynnti sérstaka aðferð sem á rætur sínar að rekja til Japans  Bjó til fyrsta rakúofninn á Íslandi Ljósmyndir/Atli Rúnar Halldórsson Námskeið Hópurinn við rakúofninn, f.v. Hrönn Waltersdóttir, Anders Fredholm, Hólmfríður Arngrímsdóttir, Þór- dís Sigfúsdóttir, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Katrín Karlsdóttir, Ólöf Sæmundsdóttir, Stein- unn Aldís Helgadóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir. Hrönn, Steinunn og Ingibjörg skipulögðu námskeiðið í Ölfusi. Leirlist Katrín Karlsdóttir tekur leirgrip úr ofninum að brennslu lokinni. Áhugi Leirlistakonurnar fylgjast grannt með handbrögðum Anders. Hveragerði frá 2013 og 2016 gerði sveitarstjórnin samning þar að lút- andi við félagsskap sem kennir sig við sjálfan bakgrunn bæjarmynd- arinnar, Handverk og hugvit undir Hamri. Hamar er klettahrygg- urinn sem skagar fram úr Kömb- um og skilur að Ölfusdalinn og þéttbýlið í Hveragerði. Húsið á sér annars merkilega sögu. Það var reist á árunum 1930- 31 til að taka við börnum berkla- sjúkra foreldra í sumardvöl. Af- mælisfélagið stóð að framtakinu, félag sem stuðlaði á ýmsan hátt að Mikil orka, óþrjótandi sköpunar- kraftur, samstaða og lífsgleði er í húsinu Egilsstöðum við Skólamörk i Hveragerði. Þar eru vinnustofur myndlistarmanna og handverks- fólks á tveimur hæðum. Myndlist og handverk af öllu tagi verður til á daginn í samfélagi fólks úr Myndlistarfélagi Árnesinga, á kvöldin æfa hljómsveitir ung- menna og veggir nötra undan hljóðbylgjum úr mögnurum músíkantanna. Húsið Egilsstaðir hefur verið hjartastaður handverks og lista í velferð barna og hafði tekjur af því að senda félagsmönnum sínum afmæliskort á árlegum tímamótum gegn greiðslu. Síðar var þarna barnaskóli og heimavist í eigu Ölf- ushrepps og loks vinnustofur lista- fólks. Náttúruleg orka skapar bæj- armyndina að stórum hluta. Það kraumar í hverum og gufa stígur upp af bullandi vatni hér og hvar. Í Egilsstaðahúsinu er líka kraum- andi listahver, mikill og góður við- auki orkubúskapar Hveragerðis í seinni tíð. Ljósmyndir/Atli Rúnar Halldórsson Handverk Fríða Margrét Þorsteinsdóttir t.v. og Violette Meyssonnier. Kraumandi hver undir Hamri  Myndlistar- og handverksfólk starfar undir einu þaki Myndlist Þau starfa á efri hæð Egilsstaða, frá vinstri: Sæunn Freydís Grímsdóttir, Ásta Þórey Ragnarsdóttir, Hjör- dís Alexandersdóttir, Kristín Dagbjört Ólafsdóttir, Pjetur Hafsteinn Lárusson og Þorbjörg Sigurðardóttir. Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.