Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Dáðleysimeirihlut-ans í borg- inni í húsnæðis- málum hefur blasað við um nokkurt skeið. Ofuráhersla á þéttingu byggðar hefur leitt til þess að framboð á húsnæði er langt frá því að fullnægja eftirspurn, en fjölgun lóða nánast verið forboðin og það hefur orðið til þess að sprengja upp verðið, sem hef- ur hækkað langt umfram laun og verðlag. Samtök atvinnulífsins hafa nú tekið húsnæðismarkaðinn fyrir. Í greiningu efnahags- sviðs samtakanna á honum kemur fram að í árslok 2016 hafi skort að minnsta kosti tvö þúsund íbúðir á höfuðborgar- svæðinu. Ásdís Kristjánsdóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Morgun- blaðið í gær að miðað við taln- ingu SA og áætlaða íbúðaþörf á næstunni megi ekki betur sjá en að skorturinn á fram- boði muni fara vaxandi á næstu þremur árum. „Það þarf því að grípa til einhverra ráða strax til að auka framboð íbúða til að unnt sé að mæta væntri íbúðaþörf,“ segir Ásdís. „Að öðrum kosti mun skortur á framboði ein- faldlega áfram ýta undir frek- ari hækkun íbúðaverðs.“ Ásdís nefnir í viðtalinu að aðrir hafi metið framboðs- skortinn meiri en efnahags- svið SA og bendir á að Íbúða- lánasjóður telji að nú vanti 4.700 íbúðir til að mæta þörfinni. Ljóst sé að þús- undir íbúða vanti. Oft hefur verið bent á að meiri tíma taki að þétta byggð en reisa íbúðir á nýjum lóðum og Ásdís staðfestir það. „Ef miðað er við tvær síðustu talningar Samtaka iðnaðarins þá er að hægja á áætluðu framboði um 800 íbúðir fram til ársins 2020,“ segir hún í viðtalinu og bætir við að þótt æskilegt sé að þétta byggð þurfi einnig að fjölga lóðum innan borgar- markanna. Í greiningunni kemur einnig fram að minna hafi verið byggt á umliðnum árum en ár- unum 1984 til 2008. Að auki megi gera ráð fyrir að gangi ný mannfjöldaspá Hagstofu Íslands eftir muni meðalþörf íbúða aukast verulega á næst- unni. Þörfin verði væntanlega 2.100 nýjar íbúðir á ári 2017 til 2020 á höfuðborgarsvæðinu, en hafi verið 1.800 íbúðir í fyrra og enn minni árin á und- an. Þessi greining SA er mjög tímabær. Það verður að snúa þróun húsnæðismála í Reykja- vík við þannig að borgin anni þörfinni fyrir nýjar íbúðir. Það þarf að láta af hinni kreddu- kenndu rörsýn á þéttingu byggðar á kostnað annarra úr- ræða, sem eru skilvirkari og líklegri til að draga úr þrýst- ingnum. Það er ekki nóg að íbúðum fjölgi á loforðamark- aði, þeim þarf líka að fjölga í alvörunni. Haldi fram sem horfir mun íbúða- skortur í höfuðborg- inni fara vaxandi á næstu árum} Dáðleysi í íbúðamálum Rex Tillerson,utanrík- isráðherra Banda- ríkjanna, tilkynnti í gær að Banda- ríkjastjórn væri reiðubúin til þess að hefja viðræður við norð- urkóresk stjórnvöld til þess að létta á spennunni á Kóreuskag- anum, án þess að það skilyrði væri fyrir viðræðunum, að markmið þeirra væri að gera skagann að kjarnorkuvopna- lausu svæði á ný. Þetta þykir til marks um nýja stefnu í Washington, þar sem utanríkisráðuneytið hafði áður krafist þess að Norður- Kóreumenn hæfu afvopn- unarferli sitt, jafnvel áður en nokkrar viðræður myndu hefj- ast um ástandið á Kóreuskag- anum. Óvíst er, hvað veldur stefnubreytingunni nú eða hvaða alvara sé að baki, en Til- lerson og Trump Bandaríkja- forseti hafa ekki alltaf virst á sömu línunni gagnvart Norður-Kóreu. Tilboð Tillersons kann einnig að vera runnið af öðr- um rótum. Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu hefur nú staðið í rúman áratug. Landið hefur verið beitt viðskiptaþvingunum á þvinganir ofan, án þess að stjórnvöld í Pyongyang hafi látið sér segjast. Nýlega kom í ljós, að Norð- ur-Kóreumenn hafa fundið upp á hugvitsamlegum leiðum til þess að komast framhjá refsi- aðgerðum og hafa jafnvel bandarískar fjármálastofnanir óafvitandi átt í viðskiptum við þá. Meðal annars í því ljósi verður tilboðið um viðræður án skilyrða varla túlkað öðruvísi en svo, að þær leiðir sem hing- að til hafa verið reyndar dugi ekki. Tillerson opnar á viðræður við Norð- ur-Kóreu án skilyrða um kjarnorkuvopnin} Veikleikamerki eða nauðsyn? Í dag er 148. löggjafarþingið sett á Al- þingi Íslendinga. Nýr meirihluti hefur störf nú rétt fyrir jól og þingsins bíður það mikilvæga verkefni að klára fjár- lög næsta árs um hátíðirnar. Grund- vallaratriði er að í þeirri vinnu verði það sam- eiginlegt markmið okkar allra til að byggja upp til framtíðar. Þannig þarf að forgangsraða í þágu grunnstoða samfélagsins og á sama tíma draga verulega úr skuldum ríkissjóðs. Hægt er að gera hvort tveggja með ábyrgri stjórn ríkis- fjármála samhliða því sem stjórnvöld tryggja að atvinnulífið í landinu fái að blómstra í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi vöxt hag- kerfisins. Við höfum í gegnum tíðina séð of mörg dæmi þess að ekki sé hugsað til framtíðar og engin inneign sé fyrir útgjöldum stjórn- málamanna. Of auðvelt hefur reynst að senda reikninginn á skattgreiðendur framtíðarinnar. Það sem er spennandi við framtíðina er að við höfum öll tækifæri í höndunum til að vera áfram framúrskarandi þjóð á fjöl- mörgum sviðum og gera enn betur. Til að svo megi verða má ekki gleyma að skoða hvernig krónum ríkisins er varið og hvort þær séu vel nýttar. Það er ekki sjálfgefið að gæði opinbers rekstrar aukist með auknu fjármagni. Sú þjón- usta sem ríkið ákveður að veita verður ávallt að vera með besta móti. Á meðan umtalsverð orka hefur farið í það að ræða tekjuhlið ríkisfjármála, skattheimtu og fleira þá gleymist oft að ræða og skoða enn frekar útgjaldahliðina. Það skipt- ir máli að rýna með sama hætti í þær tölur og tryggja að hvergi sé verið að sóa fjármunum. Það á við um öll útgjöld ríkisins. Við þurfum að tryggja að það fjármagn sem varið er til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála sé vel nýtt og gagn- ist sem flestum. Ef sóun á sér stað í kerfinu munu aukin fjár- framlög lítið gagnast viðkomandi málaflokkum og alls ekki þeim sem á þá treysta, almenningi í landinu. Það sama á við um samgöngumál, stjórnsýslu og þannig mætti áfram telja. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmála- manna, hvar sem þeir raðast á hinu pólitíska litrófi, að vilja nýta það fjármagn sem til staðar er með sem bestum hætti. Síðustu ár hafa ver- ið góð þegar tekið er mið af öllum helstu hag- tölum. Að öllu óbreyttu verða næstu ár það líka, svo lengi sem við fylgjum ábyrgri fjár- málastefnu. Við þurfum því að hafa kjark til að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. Við þurfum að horfa til sölu ríkiseigna sem nauðsyn- legrar leiðar til að grynnka á skuldum og lækka vaxta- greiðslur ríkissjóðs. Ríkissjóður er betur í stakk búinn til þess að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar vegna þess að gengið hefur vel að lækka skuldir ríkissjóðs, en betur má ef duga skal. Fjármunum hins opinbera er betur varið í menntun, velferð, heilbrigðismál og innviði en vexti. Það má öllum vera ljóst og því gildir það sama hvað þetta varð- ar, við erum öll ábyrg fyrir því að grynnka á skuldum rík- isins. Pistill Ábyrgð fyrir framtíðina Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsd. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Reyndar er það svo að hug-takið flugdólgur hefurmjög óræða merkingu ogrétt væri frekar að ræða um atvik þegar ónæði eða ólæti verða af völdum farþega, eins eða fleiri, sem geta orðið af ýmsum ástæðum. Oft leikur þreyta, und- irliggjandi flughræðsla eða andlegt ástand, tímabundið eða af ein- hverjum tilfallandi aðstæðum, hlut- verk. Því miður kann einnig að vera um viðvarandi andleg veikindi að ræða, en engin leið er að svara neinu um það án þess að kanna heilbrigð- issögu viðkomandi sem lætur illum látum í flugvél,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suð- urnesjum. Árið 2016 komu til meðferðar lögreglunnar á Suðurnesjum 11 mál tengd svonefndum flugdólgum, þar af voru fjórir handteknir um borð í flugvélum. Tvö málanna voru af- greidd með sekt, eitt er í afgreiðslu og rannsókn var hætt í átta málum. Árið 2017 fram að þessu, komu 23 mál til lögreglunnar á Suðurnesjum, þar af voru fimm handteknir um borð í flugvélum. Sjö mál voru af- greidd með sekt, sex eru til af- greiðslu en rannsókn var hætt í tíu. „Óspektir á almannafæri eru því miður algengar, en kunna að koma illa við farþega í flugvélum, eins og geta má nærri,“ segir Ólafur Helgi. „Ýmis álitamál vakna. „Flug- dólgur“ er ekki skilgreint hugtak í lögum, en í samantekt sem unnin var hér voru tekin til skoðunar þau mál þar sem höfð voru afskipti af fólki og það handtekið í flugvélum eða innan haftasvæðis flugverndar. Í þeim til- vikum er um að ræða flugfarþega sem eru annaðhvort að koma eða fara eða eru á milli flugferða yfir Atlantshafið, í „transit“ og eru komnir inn á öryggissvæði vegna flugsins og haga sér á þann veg að um metna öryggisógn er að ræða. Í sumum tilvikum er viðkomandi meinað að halda för sinni áfram vegna ástands síns.“ Langflestir haga sér vel „Ég hef reyndar ekki mikið til málanna að leggja og ekkert sér- stakt frá okkur að frétta hvað þetta varðar. Langflestir farþegar hegða sér óaðfinnanlega, en stöku sinnum verða árekstrar. Það er misalvarlegt og oftast eitthvað sem leyst er far- sællega án eftirmála. Einstaka al- varlegri tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er gjarnan um að ræða farþega sem eiga við veik- indi að stríða eða eru undir áhrifum vímuefna. Það er því varla hægt að setja þetta í einn flokk „flugdólga“. Hvert mál er afgreitt sérstaklega og með tilliti til aðstæðna,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og segir félagið ekki eiga neinar tölur yfir atvik. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, segir að félag- ið skrái öll slík atvik og að viðbrögð félagsins séu trúnaðarmál af örygg- isástæðum. Allir flugliðar fái þjálfun í að bregðast við og viðbrögðin, fari eftir alvarleika tilfella. Verkferlar og skoðun á farþegum fyrir brottför minnki líkur á að slíkir farþegar komist um borð. Svanhvít segir það vera metið hverju sinni hvort farþegar sem verða fyrir tjóni eða óþægindum vegna hegðunar annarra far- þega fái bætur frá félaginu. Eftirmál fyrir flugdólga gagn- vart WOW air geti verið að lenda á bannlista hjá fé- laginu. Flugdólgur er ekki skilgreint hugtak Örþrifaráð Stundum dugir ekkert minna en að setja bönd á farþega sem hegða sér óstjórnlega í þröngu rými flugvéla af öryggisástæðum. Fjöldi alvarlegra atvika þar sem drukknir eða ofbeldisfullir farþegar valda uppnámi í flugi eykst og oft hafa áhafnir flug- véla ekki aðra möguleika en að koma böndum á þá. Árið 2016 voru tilkynnt 169 slík atvik á móti 113 árið 2015. Frá því seg- ir í nýrri skýrslu Alþjóða- sambands flugfélaga, eða Int- ernational Air Transport Association (IATA). Skv. tölfræðilegum upplýs- ingum frá IATA, lækkaði heild- arfjölda tilkynntra atvika um truflandi hegðun farþega um borð í flugvélum ár- ið 2016 um tæp 10% í 9.837. Fjölgun sé þó á tilfellum sem fela í sér ofbeldisfulla eða ógeðslega hegðun, hót- anir og þegar átt er við neyðar- eða örygg- isbúnað, úr 11% árið 2015 í 12% árið 2016. Slæmum at- vikum fjölgar NÝ SKÝRSLA IATA Ólafur Helgi Kjartansson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.