Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 60
60 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Kæru nýju þing- menn og ráðherrar. Til hamingju með embættin og megi ykkur farnast sem best því að þá farnast okkur öllum vel. Ég þykist vita að daglega herji á ykkur her hagsmunaaðila þar sem hver kallar eftir framlagi úr sameiginlegum sjóðum til síns hugðarefnis sem hver og einn telur svo göfugt að sjálfsagt sé að skatt- borgarar standi straum af því. Ef- laust er það stundum satt. Sjálfur hef ég engan áhuga á því að íþyngja ríkissjóði. Þó að þorri vinnutekna minna sé af umbroti bóka, þýðingum, yfirlestri, texta- gerð og þess háttar finnst mér eðli- legt að virðisaukaskattur sé inn- heimtur af bókum, ekki aðeins 11%, heldur full 24% eins og af öðrum afþreyingar- og munaðar- vörum á markaði. Bækur eru varla mikilvægari en lífsnauðsynleg lyf sem eru enn í efra skattþrepinu. Þetta er skoðun mín þó að ég hagnist persónulega á afnámi bóka- skattsins. Nýlega dvaldi ég á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Ég hafði of- keyrt mig svo á vinnu og yfirvinnu að ég var orðinn með öllu óvinnu- fær, að því er virtist til lífstíðar. Í Hveragerði endurheimti ég samt sem áður heilsuna og er snúinn til vinnu í stað þess að mæta á Trygg- ingastofnun með sterka umsókn um ör- orkubætur. Undanfarin ár hafa um 1.500 manns notið þjónustu Heilsustofn- unar á ári hverju en um áramót verður fækkað um 400. Her- bergjum verður lokað og hæfu fólki hefur þegar verið sagt upp þar sem stofnuninni hefur lengi verið úthlutað 250 millj- ónum minna á ári en hún þarf til þess að endar nái saman. Horfur á því að ég verði í hópi skattgreiðenda til starfslokaaldurs eru nú góðar. Lauslegir útreikn- ingar mínir benda til þess að summa þess sem ég á eftir að borga í skatta út starfsævina, ör- orkubóta, sem ég hefði ella þegið, og kostnaður við nýafstýrðar inn- lagnir og lyfjaniðurgreiðslur fari nærri þessum 250 milljónum sem NLFÍ vantar svo sárlega. Þá er eftir að reikna hina dvalargestina 1.499 með. Þó kann svo að fara að ég reyn- ist vafasöm fjárfesting, hunsi læknisráðin og verði eftir allt sam- an baggi á ríkinu. En það eru 400 manns undir niðurskurðarhnífnum. Einhver þeirra hlýtur að end- urheimta heilsuna. Jafnvel tíu. Sennilegast þó minnst hundrað. Ég var með yngri mönnum á Heilsu- stofnun svo að líklega er ekki 250 milljóna slægur í öllum og milljarð- arnir í húfi ekki alveg 25 en þó versnar afkoma ríkisins um all- marga milljarða á ári hverju í þágu þess göfuga markmiðs að spara okkur skattgreiðendum einn kvart- milljarð árlega. Fé þessu hefði ver- ið hægt að verja í eitthvað göfugt eins og ríkisrekna afþreying- armiðla, sauðfjárræktarstyrki, her- æfingar eða niðurgreiddar bækur svo að ég nefni eitthvað sem ykkur er kært (en mér ekki). Með því að reikna aðeins með 100 arðsömum dvalargestum geri ég því skóna að ekkert sé á því að græða að þjónusta öll hin, þessi 300 sem niðurskurðurinn bitnar líka á. Ég vil síður ýkja tölur. En þó að ríkið afli ekki beinharðra peninga á dvöl þeirra þá græðir samfélagið mikla gleði og hamingju því að allt er þetta fólk ákaflega verðmætt, vinir okkar ættingjar, ómetanlegir fjársjóðir. Mín elskulegu, væruð þið til í að hafa þetta í huga við fjárlagagerð- ina? Heilsuhagfræði fyrir nýja ráðamenn Eftir Bjarka Karlsson Bjarki Karlsson » Þó versnar afkoma ríkisins um allmarga milljarða á ári hverju í þágu þess göfuga mark- miðs að spara okkur skattgreiðendum einn kvartmilljarð árlega. Höfundur vinnur með orð. bjarki@bjarkamal.is Ég tilheyri þeim stóra hópi barna að vera skilnaðarbarn. Það er samt ágætt, þá hefur maður tvo for- eldra á sitthvorum staðnum, foreldra sem maður býr hjá og for- eldra sem maður getur farið til þegar maður er kominn með nóg af dvölinni hjá hinu for- eldrinu. Það er samt einn ókostur við þetta lífsfyrirkomulag, ég er að sjálf- sögðu að tala um íslensku barnalögin sem kveða á um forræði. Í þeim lögum stendur að ef foreldri sem er með forræði yfir viðkomandi giftist öðrum heldur en blóðföður barnsins þá fær sá hinn sami öll þau réttindi sem felast í því að vera for- ráðamaður barns. Þetta eru mjög furðuleg lög af því að að sjálfsögðu á líffræðilega foreldrið alltaf að vera sá sem fær þau réttindi sem felast í því að vera foreldri viðkomandi barns. Við pabbi lentum nýverið í leiðinlegri uppákomu. Ég fór í bankann fyrir stuttu með pabba, sem ætlaði að vera svo elskulegur að sækja um debet- kort með mér og klára þetta í eitt skipti fyrir öll, en þá gátum við það ekki. Þessi blessuðu lög stóðu í vegi fyrir okkur. Pabbi minn, sem gat sýnt fram á að vera líffræðilegur faðir minn, var ekki með forræði yfir mér sökum þessara óréttlátu laga og gat hann því ekki sótt um að fá debetkort fyrir mig. Þjónustufulltrúinn sem af- greiddi okkur reyndi sitt besta og reyndi að hjálpa okkur en niður- staðan var alltaf sú sama, „computer says no“. Það sem ég vil segja með þessari grein er að þessum lögum þarf svo sannarlega að breyta. Sá eðlilegi hlutur, að fá að fara með barnið sitt í bankann og græja það sem þarf að græja, á ekki að snúast um forréttindi, heldur mannréttindi foreldra og barns. Dæmin um óréttlæti af þessu tagi, sem birtast í réttleysi foreldris án for- ræðis, komi fram víðar og á fleiri svið- um, bæði í lögum og framkvæmd opinberra aðila. Forræði – bót eða algjör vitleysa? Eftir Eið Atla Axelsson Eiður Atli Axelsson » Þessum lögum þarf svo sannarlega að breyta. Höfundur er ungur sjálfstæðismaður. eiduratli@saemundarskoli.is Fasteignir Guðmundur Arason kom frá Vestmannaeyjum ásamt foreldrum sínum og eldri bróður til Reykjavíkur á kreppuárunum. Fjölskyldan var gjaldþrota, þjóðfélagið stóð á brauðfótum og framtíðin allt annað en björt. Í höfuðborginni vann hann við sendisveinastörf en 12 ára varð hann að hætta í skóla til að leggja sitt af mörkum við kaup á lítilli íbúð fyrir fjölskylduna. Í bókinni skrifar Guðmundur um lífshlaup sitt, bernskuárin í Eyjum og lífið í Reykjavík. Hann lærði járnsmíði sem markaði upphafið að langri og farsælli starfsævi framkvæmdamanns, sem með framsýni og dugnaði byggði upp fyrirtækið GA smíðajárn, sem í dag er eitt stærsta járninnflutningsfyrirtæki á Íslandi. Ævisaga framkvæmdamannsins Guðmundar Arasonar NÝ BÓ K Fæst í Hagkaupi í Garðabæ og Skeifunni og Eymundsson /Pennanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.