Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 72

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 72
Einfalt Aðferð Alberts gerir grautarsuðuna auðvelda. Ljúffengt lostæti Jarðaberjaostakakan svíkur engan. Mikilvægt mauk Gott mauk getur gert góða máltíð enn betri. Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um uppskrift þar sem auðveldlega má minnka sykur- magnið verulega. Upphaflega upp- skriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir. Best finnst mér að útbúa jarðar- berjafyllinguna og smakka hana til áður en hún fer yfir botninn. Jarð- arber eru missæt – þess vegna er enginn sykur gefinn upp í uppskrift- inni að fyllingunni. Gott er að hafa mascarpone við stofuhita, þá fer hann síður í kekki. Jarðarberjaostaterta Botn: 120 g smjör, lint 2⁄3 dl dökkur púðursykur 2 dl hveiti 2 dl möndluflögur 2 msk góð matarolía ½ tsk salt. Hrærið saman smjör, púðursykur, hveiti, möndluflögur, matarolíu og salt. Setjið í ca 20 cm form og bakið við 175°C í 12-14 mín. Látið kólna í forminu. Fylling: 1 dl mascarpone (við stofuhita) 1 tsk. vanilla 1 peli rjómi – þeyttur 2 b. fersk íslensk jarðarber, skorin í fernt Skraut: 1 b fersk jarðarber 40 g hvítt súkkulaði Þeytið mascarpone og vanillu í hrærivél. Bætið þeyttum rjóma og blandið vel saman. Setjið jarðarberin allra síðast og hrærið smástund. Sykrið ef ykkur finnst þurfa. Setjið botninn á tertudisk og hringinn aftur utan um hann. Setjið fyllinguna á botninn. Skraut: Skerið jarðarberin í tvennt og setjið ofan á fyllinguna. Bræðið súkkulaðið í í vatnsbaði og setjið í plastpoka. Stingið gat á pokann með nál og sprautið yfir jarðarberin. Geymið í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund. Losið hringinn frá með hnífi rétt áður en tertan er borin á borð. Apríkósukryddmauk og döðlu- mauk. Kryddað mauk eins og þetta á vel við með ýmsum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum. Svo má líka nota það ofan á (ristað) brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði kryddmauk með mat í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu. Apríkósukryddmauk 3-4 dl þurrkaðar apríkósur 1 tsk. kúmín 1 tsk. kóríander 1 tsk. kardimommuduft 2 cm fersk engiferrót vatn Setjið allt hráefnið í pott, látið vatn rétt fljóta yfir og sjóðið í u.þ.b. 15 mín. Setjið í matvinnsluvél og mauk- ið. Berið fram volgt eða geymið í ís- skáp, í glerkrukku með loki. Döðlukanilmauk með steikinni 1 b. döðlur, saxaðar gróft 1 tsk. kanill 1⁄3 tsk. salt 2 dl vatn Setjið allt í pott og sjóðið í um 15 mínútur. Setjið í matvinnsluvél og maukið. Í mínu ungdæmi var möndlugraut- urinn í hádeginu á aðfangadag, sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af disk- unum í von um að finna möndluna. Síðan er fólk ekki orðið svangt aftur fyrr en verður heilagt. Möndlugjöfin. Það er ágæt þumal- puttaregla að hugsa möndlugjöfina þannig að sá sem hana fær deili gjöf- inni með öllum strax að lokinni máltíð. Aðferðirnar við að elda góðan graut eru margar og engin ein réttust. Þessa aðferð má rekja til Þýskalands. Hún er sú að setja allt í pott, láta suðuna koma upp á lágum hita á 45-60 mínútur. Þá er slökkt undir, pott- urinn einangraður mjög vel með handklæðum, svuntum eða öðru og hann látinn standa þannig í að minnsta kosti þrjár klukkustundir (moðsuða). Rétt áður en grauturinn er borinn á borð er hrært í. Það er lítil hætta á að grauturinn brenni við, það þarf ekki að standa yfir honum og hræra stöðugt í. Síðast en ekki síst þarf mun minna af grjónum – aðeins einn desílítra á móti lítra af mjólk. At- hugið að ekki þarf að sjóða grjónin fyrst í vatni áður en mjólkin fer sam- an við. Ég hvet ykkur til að prófa þessa að- ferð við möndlugrautinn og næst þeg- ar þið eldið hrísgrjónagraut. Möndlugrauturinn 1 l mjólk 1 dl grautarhrísgrjón 1 msk sykur 1 tsk salt smá vanilla Setjið allt í sæmilega stóran pott. Látið suðuna koma upp á mjög lágum hita (á 45-60 mín), hrærið við og við í á meðan. Slökkvið undir pottinum þegar suðan er komin upp, einangrið pottinn mjög vel t.d. með hand- klæðum og látið standa þannig í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. Eftir þrjár klukkustundir er graut- urinn tilbúinn, silkimjúkur og fínn. thora@mbl.is Aðventukræsingar Alberts Albert Eiríksson, matar- bloggari og meistara- kokkur með meiru, reið- ir hér fram girnilegar kræsingar sem eiga einkar vel við á aðvent- unni. Albert fer víða í þessum uppskriftum sem allar eiga þó sam- eiginlegt að vera sér- deilis ljúffengar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Ef gleymist að kaupa af- hýddar möndlur eru hér tvær aðferðir til að afhýða: A. Hellið sjóðandi heitu vatni yfir möndlurnar, látið standa í hálfa aðra mínútu. Hellið á sigti og kælið með því að láta kalt vatn renna á. Eftir það er auðvelt að taka hýðið af. B. Látið möndlurnar liggja í köldu vatni í um klst. Eftir það er auðvelt að taka hýðið af. Hvernig á að afhýða möndlur? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flinkur fagurkeri Albert Eiríksson er flinkari en flestir í matargerð og réttirnir eru sannkallað augnayndi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.