Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 84

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 84
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í Mosfellsbæ má finna heillandi lítið fyrirtæki sem býr til fallega konfekt- mola og fleira gotterí. Elín Guðný Hlöðversdóttir er konan á bak við Kökur & konfekt (facebook.com/ kokur.konfekt) og er þessa dagana ið- in við að gera jólakonfektmola sem hún skreytir með sérstakri prent- tækni. Elín uppgötvaði sérmerktu súkku- laðimolana árið 2012. „Ég gifti mig það árið og leitaði uppi fyrirtæki á Akureyri sem útbjó fyrir mig sér- merkta mola í brúðkaupið. Mér þótti þessir molar alveg hreint æðislegir og þegar ég sá fyrirtækið auglýst til sölu í janúar 2013 sló ég til og keypti reksturinn. Síðan þá hef ég verið að dunda mér við þetta,“ segir hún en ásamt konfektgerðinni útbýr fyr- irtækið snittur og annað góðgæti fyr- ir veislur. Auk þess að gera konfektmola framleiðir Elín sérmerkta súkku- laðisleikipinna og kökumyndir sem fólk getur pantað og lagt yfir eigin kökur. „Við prentum á sykurmassa með matarlit og getum prentað hvaða myndir sem er á sykurmassann. Í til- viki konfektmolanna þá er prentað á sykurfilmu og hún síðan sett í þar til gert form, og hvítu súkkulaði hellt yf- ir til að fylla formið til hálfs. Ég bæti síðan fyllingu við og loks fer dökkt súkkulaði ofan á í lokin.“ Bragðgóð gjöf á jólum Elín segir lakkrís- og karamellu- fyllingarnar vinsælastar en einnig má fá mola með núggat- og pralínfyll- ingu. Nostrað er við molana og þess gætt að þeir séu bæði góðir á bragðið og líti fallega út. Matarlitarprent- arinn hefur nokkuð góða upplausn og segir Elín t.d. hægt að prenta myndir af fólki eða landslagi, ellegar skreyta molana með vörumerki fyrirtækis eða jólakveðju. „Í brúðkaupum eru molarnir oft notaðir sem þakkargjöf til gesta eða sem sætamerki og tölu- vert er um það að fyrirtæki kaupi merkta mola í kringum jólin til að gefa starfsmönnum og dyggum við- skiptavinum sínum,“ upplýsir Elín. „Er þá t.d. hægt að setja vörumerki fyrirtækisins á átta mola sem koma í fallegu boxi, eða setja 2-3 mola í selló- fanpoka og gefa með matarkörfu.“ Ekki þarf að hafa langan fyrirvara á pöntunum og segist Elín yfirleitt geta afgreitt sérmerkta súkku- laðimola á tveimur dögum nema pantaðir séu þeim mun fleiri molar. Ekki þarf að geyma molana í kæli en gott að gæta þess að þeir hitni ekki því þá gæti súkkulaðið tekið að linast. Hver moli kostar ekki nema 200 kr. og segir Elín að lágmarkspöntun sé 8 molar. Súkkulaðisleikipinnarnir geta einnig verið skemmtileg viðbót við jólapakkann eða matarkörfuna, eða verið glaðningur fyrir börnin í jóla- boðum. „Hvolpasveitarsleikjóarnir eru mjög vinsælir í barnaafmælum um þessar mundir og geta sleikjóar í afmælisþemanu líka verið falleg skreyting fyrir veisluborðið.“ Margt er hægt að segja með molanum Jólakonfektmolarnir frá Kökum & konfekti eru skemmtileg gjöf. Það má sér- panta súkkulaðimola með mynd og kveðju eftir óskum kaupandans Ástríða Elín notaði molana í eigin brúðkaupsveislu. Búnaður Buna af bráðnu súkkulaði til að fylla mótin. Handverk Vandað er til verka við molagerðina. Möguleikar Hvítu súkkulaði sprautað ofan á áprentaða sykurmassa. Bitar Brúna súkkulaðinu er bætt við síðast, ofan á fyllinguna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eigulegt Molana má meðal annars fá átta saman í fallegri öskju. 84 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Jólamatur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.