Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 96

Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 96
96 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Útsölustaðir: • Guðsteinn Eyjólfsson – Laugavegi • Heimkaup.is • Hagkaup • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Laugavegi • Karlmenn – Laugavegi • Vinnufatabúðin – Laugavegi • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Kaupfélag V-Húnvetninga • Skóbúð Húsavíkur • Haraldur Júlíusson – Sauðárkróki • Blómsturvellir – Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Bjarni Eiríksson – Bolungarvík • Grétar Þórarinsson - Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Láttu þér líða vel um jólin Andrés Helgason, eigandiTónastöðvarinnar, á 60ára afmæli í dag. Tóna- stöðin er þrítug um þessar mundir en hún var stofnuð á Akranesi og hefur vaxið frá því að vera ein minnsta tónlist- arbúð landsins til þess að vera sú stærsta. „Þetta byrjaði sem hobbý hjá konunni minni, Hrönn Harðardóttur, en hún fór að selja nótur í fæðingarorlofi, en ég var þá að kenna í Tónlistar- skólanum á Akranesi. Við opn- uðum síðan verslunina í Reykjavík 1990 og svo vatt þetta upp á sig og þá gekk ekki lengur hjá mér að vera bæði að kenna og reka búðina. Tóna- stöðin var fyrst við Óðinstorg, en er núna í tæplega 600 fer- metrum í Skipholti 50D. Fyrstu árin fórum við alltaf á milli með Akraborginni, en við fluttum svo til Reykjavíkur ár- ið 1997 og búum núna þrælánægð í Garðabæ af öllum stöðum.“ Andrés kenndi í mörg ár á trompet og var lengi stjórnandi lúðrasveit- arinnar á Skaganum. Hann var einnig í þrjú ár tónlistarskólastjóri í Færeyjum. „Svo var ég líka í popphljómsveitum eins og m.a. Nafninu í Borgarnesi og Tívolí í Reykjavík og svona fjölbreytt reynsla nýtist auð- vitað vel í rekstrinum. Við höfum alla tíð þjónustað mikið tónlistar- skólanema og tónlistarfólkið sjálft, en við lítum á okkur sem þjónustu- miðstöð. Á þessum þrjátíu árum sem Tónastöðin hefur verið til hafa verið miklar breytingar í versluninni og þetta er orðið allt miklu meira rafvætt en var áður fyrr.“ Þegar tónlistinni sleppir þá er fluguveiði mikið áhugamál hjá Andr- ési. „Uppáhaldsáin er klárlega Kjarrá,“ segir hann aðspurður. „Sæmundará í Skagafirði er líka algjör gimsteinn sem ég ætti eiginlega ekki að láta vita af. Svo byrjaði kallinn að læra að fljúga og þarf að klára námið. Ég ákvað að byrja á því áður en ég yrði blindur.“ Andrés hélt upp á afmælið sitt fyrir viku, hélt stóra veislu þar sem tóku lagið Fóstbræður, K.K., Bubbi Morthens, Eyþór Ingi, Ásgeir Trausti, Hjálmarnir og fleiri. „Þetta voru gjafirnar frá þeim og það var ekki leiðinlegt, en í dag verður það tekið rólega með fjölskyldunni.“ Börn Andrésar og Hrannar eru Vala, sem er búsett í Seattle, Edda og Helgi og barnabörnin eru orðin fjögur. Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Sextugur Andrés Helgason, eigandi Tónastöðvarinnar, sem er þrítug. Fjöldi tónlistarmanna tók lagið í afmælinu Andrés Helgason er sextugur í dag R agna fæddist í Kaup- mannahöfn 14.12. 1927 og ólst þar upp. Hún var í barnaskóla í Kaupmannahöfn og menntaskóla og lauk stúdentsprófi þar árið 1946. Fjölskyldan hafði ætlað heim til Ís- lands mun fyrr en varð innlyksa í Danmörku vegna styrjaldarinnar og hernáms Þjóðverja. Auk þess voru tvær háaldraðar frænkur Rögnu á heimilinu, systur Matthíasar, afa Rögnu. Þær voru á tíræðisaldri og treystu sér ekki í langt ferðalag. Ragna flutti hingað heim að loknu stúdentsprófi, árið 1946, hóf tungu- málanám við Háskóla Íslands og lauk BA-prófum í ensku og dönsku. Ragna hóf störf við Ferðaskrif- stofu ríkisins árið 1947 og starfaði þar til 1977. Hún starfaði síðan hjá Ferðamálaráði frá 1977 og þar til hún lét af störfum árið 1990. Hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og síð- an hjá Ferðamálaráði sinnti Ragna margvíslegum verkefnum: „Ég held ég geti sagt með sanni að ég hafi komið að flestöllum störfum sem unn- in voru á þessum stofnunum, ekki síst þeim sem tengdust margvíslegri kynningu á landi og þjóð, gagnvart Ragna E. Samúelsson, fyrrv. starfsm. Ferðamálaráðs – 90 ára Fjölskyldan í Kanada Ragna með Erlu, systur sinni, Jörgen, manni hennar, og börnum þeirra í Oakland árið 2011. Tíðari ferðalög gera heiminn friðvænlegri Frænkur Ragna með Jóhönnu Hjartardóttur, systurdóttur Ásgeirs forseta. Hafnarfjörður Viktoría Sól Björg- vinsdóttir fæddist 19. nóvember 2016 kl. 6.22. Hún vó 4.312 g og var 53,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Ásta Sóley Gísladóttir og Björgvin G. Björgvinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.