Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 99

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 99
DÆGRADVÖL 99 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is Skoðið glæsilegt úrval á carat.is Sendum frítt um allt land Ekkert jólastress Hjá okkur er opið allan sólarhringinn á www.carat.is HÁLSMEN – ARMBÖND – HRINGIR – EYRNALOKKAR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki hugfallast þótt sumar hug- myndir þínar hljóti ekki strax framgang. Hví prófarðu ekki að vera ferðamaður í eigin borg? 20. apríl - 20. maí  Naut Það er nóg að gerast í kollinum á þér og þú ert ánægð/ur með undirtektirnar sem þú færð. Leyndir og ljósir aðdáendur sýna þér áhuga um þessar mundir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefðir gott af því að breyta um umhverfi, en að umgangast nýtt fólk væri enn betra. Leitaðu tækifæra til að tjá vænt- umþykju þína til annarra á næstunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er algjörlega undir sjálfum þér komið hvort hamingjan er þér hliðholl eða ekki. Ekkert er of mikil fyrirhöfn um þessar mundir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er hætt við að spenna sem hefur verið að safnast upp í þér að undanförnu brjótist fram í dag. Haltu þínu striki, þrátt fyr- ir alla áhættu (höfnun og allt það). 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið. Reyndu bara ekki að slá ryki í augu fólks. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér hættir til að vera eitthvað annars hugar þessa dagana en verður að taka þér tak og einbeita þér að því sem fyrir liggur. Leitaðu nýrra leiða og nýr stíll fæðist. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur kostað nokkur óþæg- indi að leita nýrra leiða til lausnar vanda- málum. Talaðu við fólk um þær bætur sem þú vilt gera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert reiðubúin(n) til að leggja hart að þér vegna þess að þú getur bætt heimilishaginn á komandi ári. Nú þarftu á þessum kostum að halda og allt gengur vel. 22. des. - 19. janúar Steingeit Notaðu innsæið til þess að ákveða hvort þú eigir að láta eitthvað verða að veru- leika eða ekki. Fjallið virðist bara sátt við að þurfa að koma til Múhameðs, ef svo má segja. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að finna hinn gullna með- alveg og þá mun allt ganga upp. Vertu ekkert að velta þér upp úr þessu heldur njóttu þess bara í einlægni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er aldrei hægt að gera svo öllum líki né segja það sem allir samþykkja. Sér- staklega þegar óréttlát afbrýðisemi heltekur þig eða ómótstæðileg löngun. Sigurlín Hermannsdóttir skrifará Leir að svifrykið fari illa í suma þessa dagana: Hún Vanda var oftsinnis veik við veikindin rjúkandi smeyk var andstutt og móð á öndinni stóð því alltaf var vaðandi reyk. Gústi Mar var fljótur til svars og mætti vel verða borgarstjóra til umhugsunar: Andrúmsloft sem angrar þig er ekki í góðu standi. Betra er og borgar sig að búa úti á landi. „Mér er allri lokið,“ segir kerl- ingin á Skólavörðuholtinu: Nú liggja í bælinu líkar mér best mér leiðist skammdegisdrunginn, gengið er hér af göflunum flest og Góði hirðirinn sprunginn. Þetta féll kettinum Jósefínu Meulengracht Dietrich vel og hún malaði:: Ef úti ríkir myrkra magt mestu varðar, eikin spanga, í góðu rúmi að geta lagt gula rófu undir vanga. Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrk- ir á Boðnarmiði: Kvartsáru fólki, alltaf ég á það bendi að ekki er til neins að hugsa um von- brigði og stress. Þjóðskáldið sagði: „allt sem innt er af hendi í öfugu hlutfalli er metið við gildi þess“. Jónas Þór Jóhannsson er holl- ráður: Allt er gott á okkar góða landi er því rétt að vera alltaf hress. Vonbrigði og stress er vondur fjandi og vissulega betra allt án þess. Jón Arnljótsson yrkir um Blönduhlíðarsólina: Sólin baðar Blönduhlíðarfjöllin, en bara efst og varla nokkra skepnu nema kannski tófuna og tröllin, sem teljast annars síst til þeirra heppnu. Þessi vísa gaf Ólafi Stefánssyni tilefni til að rifja upp vísu sem Magnús á Vöglum orti þegar séra Lárus á Miklabæ féll frá: Sankti Pétur var í vanda, vildi þóknast gestinum byrjaði strax að blanda handa Blönduhlíðarprestinum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Svifrykið, Góði hirðirinn og stress „ÞÚ ERT NÆRSÝNN – SEM GÆTI ÚTSKÝRT HVERS VEGNA ÞÚ ERT LABBANDI UTAN Í ALLT.“ „KLÁRAÐU! ÞAÐ ER EKKERT VIT Í AÐ FARA AÐ ÓHREINKA LEIRTAUIГ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þrá að kúra með þér þar til yfir lýkur Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER RÉTT! ÞEIR ERU ALLIR MEÐ SÍTRÓNUBRAGÐI HRÓLFUR! ÞEIR ERU AÐ HENDA Í OKKUR SLEIKJÓUM Í STAÐ GULLS ÞETTA ER ÓVIÐUNANDI! ODDI HEFUR UPPGÖTVAÐ LEYNDARDÓM HAMINGJUNNAR ÉG HELD ÉG HALDI DEPURÐINNI ÁFRAM Víkverji og frú ákváðu að bregðaundir sig betri fætinum um síð- ustu helgi og skelltu sér til Glasgow, stærstu borgar Skotlands. Útkoman var ein skemmtilegasta ferð Vík- verja til útlanda, kannski þvert á þær væntingar sem hann hafði gert sér fyrirfram. x x x Víkverji hafði til að mynda aðeinseinu sinni áður komið til Glasgow, til þess að horfa á íslenska karlalandsliðið leika við það skoska fyrir margt löngu. Úrslit þess leiks verða ekki rifjuð upp hér, en ljóst er að gæfuhjólið hefur heldur betur snúist Íslendingum í vil síðan þá. x x x Víkverji hafði hins vegar fá tæki-færi til þess að kynnast borginni Glasgow þá. Hann áttaði sig því ekki á því fyllilega fyrr en nú um helgina, að miðborg Glasgow er nánast eins og ein risastór verslunarmiðstöð utandyra. Víkverji hafði þó heyrt flökkusögur um það, hvernig heilu hjarðirnar af Íslendingum gerðu áhlaup á borgina fyrir hver einustu jól, svo að minnti helst á upphaf vík- ingaaldarinnar. Vildi hann þó ekki trúa því fyrr en hann tæki á, að ástandið væri þannig. x x x Ástandið er þannig. Víkverjiheyrði oftar íslensku í miðborg Glasgow en hann heyrði síðast þegar hann fór í miðborg Reykjavíkur. Voru hann og Frú Víkverji nánast hætt að tjá sig á íslensku, svona ef ske kynni að einhver gæti hlerað samtal þeirra, því að alls staðar voru Íslendingar í kring. Þeir voru í versl- unarkjörnunum, þeir voru í litlu hliðargötunum, þeir voru á matsölu- og veitingastöðunum. Alls staðar mátti heyra hið ástkæra ylhýra. x x x Og það er kannski bara mjög skilj-anlegt. Glasgow hefur orð á sér fyrir að vera hrjúf borg, heimili Taggarts lögregluforingja úr sjón- varpinu og ýmissa rustamenna. Vík- verji og frú upplifðu borgina hins vegar sem ágæta hvíld frá amstri hversdagsins í desember og gætu jafnvel hugsað sér að fara aftur á næsta ári. vikverji@mbl.is Víkverji Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni (Sálm 34:2)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.