Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 102

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Það tók Jóhönnu um það bil 15 ár að „koma út úr skápnum“ eins og það ferli er stundum kallað, þegar fólk horfist í augu við kynhneigð sína og stígur sem slíkt fram fyrir aðra. Það má nærri geta hversu erfitt það var á þeim tíma þegar Jóhanna var að hefja sinn stjórn- málaferil, og hef- ur gengið nærri bæði henni og aðstandendum hennar. Hún tók þá ákvörðun að opinbera ekki samband sitt við Jónínu, vegna þeirrar vissu að það myndi skaða stjórnmálaferil hennar, og jafnvel binda enda á hann, eins og vindar blésu þá í þjóðfélaginu, og líka vegna þess að hún vildi eiga einka- líf sitt fyrir sig sjálfa, er dul mann- eskja. Þessi ákvörðun tók sinn toll, eins og getið er um á öðrum stað í bókinni, og gekk nærri þeim báð- um. Það er auðvitað ekkert hægt að fullyrða um hvaða pólitísku afleið- ingar það hefði haft ef við Jónína hefðum opinberað samband okkar fyrr. Við höfðum báðar lesið bók um norska konu, þingmann, sem gerði opinbert samband sitt við aðra konu á níunda áratugnum. Það var sem við manninn mælt að hún missti sæti sitt í næstu kosn- ingum. Ég varð aldrei fyrir neinu vegna þessa sem hafði pólitískar afleið- ingar, þó tvisvar hafi verið reynt að hafa áhrif á framgang minn í póli- tík með hótunum, í bæði skiptin í aðdraganda prófskjörs. Ég man eftir því til dæmis að í gegnum stuðningsmenn eins frambjóðanda í prófkjöri var beinlínis gerð tilraun til að koma sambandi okkar Jónínu í fjölmiðla. Blaðamaður hringdi og ræddi málið við mig og ákvað síðan að gera ekkert með það, sem mér fannst virðingarvert. Kannski var líka skýringin að þegar þarna var komið sögu höfðum við náð mjög langt í laga- og viðhorfsbreytingu á Ísland gagnvart samkynhneigðum. Ég býst við að öðru máli hefði gegnt ef þetta hefði verið á fyrstu árum sambands okkar Jónínu. Þeim mun skemmtilegra er að síðustu þrjú árin eftir að hún lét af embætti hefur Jóhanna í vaxandi mæli varið kröftum sínum í þágu samkynhneigðra um allan heim, en líka haldið fyrirlestra um jafnréttis- og efnahagsmál. Þar hefur hún uppskorið heiðursviðurkenningar af ýmsu tagi og í sumum löndum er henni fagnað eins og poppstjörnu – sem er ekki alltaf auðvelt fyrir konu sem aldrei hefur liðið vel í kastljósi fjölmiðla eða með of mikla athygli á sér, og forðast sviðsljós eftir bestu getu. Ótrúlega mörg lönd, reyndar allflest, standa okkur að baki þegar kemur að réttindum samkynhneigðra og forsætisráð- herra sem er opinberlega samkyn- hneigður skiptir mjög marga mjög miklu máli. Þannig hefur Jóhanna orðið mikilvæg fyrirmynd víða um lönd. Víða þar sem Jóhanna kemur til að halda fyrirlestra er henni fagnað gífurlega, tugir manna standa í röðum til þess að fá eig- inhandaráritun hennar eða sjálfu með henni. Bréf frá öllum heims- hornum berast henni reglulega, flest aðdáendabréf sem útlista mik- ilvægi hennar persónulega fyrir bréfritara. Það er eitthvað sérlega fallegt við að þetta skuli vera loka- kaflinn í stjórnmálaferli Jóhönnu – og að hann skuli fara fram erlendis. Tvær ferðir hennar til Færeyja segja skemmtilega sögu. Sem for- sætisráðherra hélt hún þangað í mjög eftirminnilega opinbera heim- sókn í september 2010. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom til Færeyja og ég hlakkaði mjög til fararinnar, ég hafði oft ætlað mér að heimsækja þessa góðu grannþjóð okkar sem ávallt hefur verið gott og traust samband við. Ég hafði áður hitt Kaj Leo Jo- hannesen, lögmann Færeyja, þegar hann kom í opinbera heimsókn til Íslands 2009. Og það hafði verið mjög gaman að taka á móti þessum viðkunnanlega yfirmanni Lands- stjórnarinnar í Færeyjum. Í heim- sókn minni til Færeyja undirrit- uðum við viljayfirlýsingu um aukið samstarf forsætisráðuneytanna í löndunum tveim. Var þar sér- staklega um að ræða samvinnu á sviði jafnréttismála og þróun í stjórnsýslu og ráðuneytum. Kaj er mjög áhugasamur um efna- hagsþróunina á Íslandi og aðild- arumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Við Jónína áttum satt að segja ekki von á neinu óvæntu í heim- sókninni þegar við þáðum boð Kaj Leos. Annað kom á daginn. Einn þingmaður, Jenis av Rana, neitaði að mæta í kvöldverð sem Lands- stjórnin bauð okkur Jónínu til. Við fréttum af því þegar við vorum að búa okkur til kvöldverðarins, að allt væri orðið vitlaust í Færeyjum vegna þessarar framkomu Jenisar, sem þá var komin í fréttir. Jenis varð að vísu margsaga um ástæð- una. Ein útgáfan var sú að hann færi ekki út á kvöldin nema hafa konuna sína með og hin að hann teldi það ögrandi framkomu af mér að mæta með maka af sama kyni í opinbera heimsókn. Loks klykkti hann út með því að segja að við hefðum verið velkomnar heim til hans – báðar tvær. Slíkar voru þversagnirnar. Tveir þingmenn tóku undir viðhorf hans, annar þeirra samflokksmaður landstjór- ans Kaj Leo, sem var miður sín vegna þessarar uppákomu. Margir sem ég hitti í þessari ferð, til dæm- is þingmenn, sögðust skammast sín vegna framkomu Jenisar. Minnist ég sérstaklega Högna Hoydal þing- manns sem átti ekki orð yfir hneykslan sína. Færeyskir fjölmiðlar voru yfir- fullir af fréttum um málið og töldu margir þetta mikla móðgun við for- sætisráðherrahjón frá Íslandi í opinberri heimsókn. Í flugvélinni á leiðinni heim lögðu allir sig fram við að bæta fyrir þetta og vorum við sérstaklega boðnar velkomnar um borð af flugstjóranum. Við- brögð okkar við þessari óvæntu uppákomu voru aðallega undrun. Við tókum þetta auðvitað ekkert inn á okkur, fannst þetta bara bjánalegt. Við höfum síðan heyrt að þetta hafi haft áhrif til góðs fyrir sam- kynhneigða í Færeyjum, en réttindi þeirra voru lítil á þessum tíma. Við vorum þarna í september 2010 og í kjölfarið voru stofnuð samtök sam- kynhneigðra í Færeyjum, og síðan hafa verið haldnar árlegar gleði- göngur og Færeyingar segja þær fjölmennustu slíkar göngur miðað við höfðatölu. Núna í júlí 2017 tóku svo gildi lög í Færeyjum um rétt samkyn- hneigðra til að ganga í hjónaband. Jóhönnu og Jónínu var boðið að taka þátt í gleðigöngu þeirra af því tilefni 27. júlí og setti Jóhanna há- tíðina með sögulegu ávarpi. Þar rifjaði hún upp heimsóknina árið 2010, fagnaði breytingunum og þakkaði þær meðal annars Jenis av Rana, því andstaða hans hefði örugglega hjálpað til í réttindabar- áttu samkynhneigðra. Hún beindi orðum sínum beint til Jenis og sagði: „Þess vegna segi ég: Takk Jenis! Ertu kannski hérna með okkur í dag á þessari hátíðarstund? Eða fylgist þú einhvers staðar með í leyni? Ef Jenis er ekki hér í dag vil ég biðja ykkur að færa honum kveðju mína og þakklæti fyrir að hjálpa til við að gera færeyskt sam- félag betra fyrir samkynhneigða.“ Og bætir við: „En að allri kald- hæðni slepptri, þá verður þessi maður og hans líkar að átta sig á því að þeir geta ekki úrskurðað hvað sé rétt eða rangt í málefnum samkynhneigðra. Þeir hafa ekkert umboð til þess að segja hvern við megum – eða megum ekki – elska.“ Og svo sagði hún meðal annars þetta um ástina: „Ástinni verður ekki raðað í fyrsta flokk og annan flokk. Hún er ekki þannig. Ástin spyr ekki hvað sé hentugt eða hvað öðrum finnst rétt eða rangt. Ekki fremur en hún spyr um stétt, stöðu, litarhátt, trú eða kyn. Ást er einfaldlega ást – og enginn á að hafa leyfi til þess að flokka dýrmætustu tilfinningar fólks sem æðri eða óæðri. Það er brot á mannréttindum.“ Að lokum þetta: „Þegar við Jónína urðum ást- fangnar, fyrir meira en 30 árum, var ekki auðvelt að vera samkyn- hneigður á Íslandi. Hinsegin fólk átti þá nánast bara tvo valkosti: Að kveljast í einrúmi með tilfinningar sínar eða flytja af landi brott. Og margir völdu að fara til Danmerk- ur. Ég býst við að þetta hafi líka átt við marga Færeyinga, allt fram á síðustu ár. En saga okkar Jónínu sýnir að þjóðfélög geta breyst og að kær- leikurinn getur yfirstigið hindranir sem í fyrstu virðast óyfirstíg- anlegar. Já, ástin getur sigrað!“ Ást er einfaldlega ást Minn tími heitir ævisaga Jóhönnu Sigurðardóttur sem Páll Valsson ritaði. Í bókinni segir frá uppvexti Jóhönnu á pólitísku heim- ili, þingsetu hennar, ráðherraferli og forsætisráðherratíð eftir hrun. Í bókinni er einnig lýst sálarstríðinu sem fylgdi því að elska aðra konu en geta ekki gert það fyrir allra augliti. Úr einkasafni Viðhorfsbreyting Jóhanna og Jónína í fararbroddi gleðigöngunnar í Færeyjum í júlí 2017.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.