Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 114

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 114
114 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Í bókinni er meðal annars greint frá því þegar breski flotaforinginn Bruce Fraser kom til Akureyrar rétt fyrir jólin 1943 og skipulagði þar síð- ustu stórskipaorrustuna sem fram fór í Norðurhöfum. Breski flotinn hafði oft viðkomu bæði í Hvalfirði og Akureyri og þar lágu stóru orrustu- skipin oft vikum saman meðan beðið var færis að ráðast gegn þýskum herskipum sem földu sig í fjörðum Norður-Noregs. Fraser var á orr- ustuskipinu Duke of York og hafði sér til fylgdar beitiskip og tundurspilla. Annan í jólum lagði þýska orr- ustuskipið Scharnhorst úr höfn og hugðist ráð- ast að lest flutningaskipa sem voru að færa hergögn til Rauða hersins og stefndu norður fyrir Noreg og til Múrmansk á Kólaskaga. Svo fór að Scharnhorst fór erindisleysu og sneri til baka en bresk beitiskip héldu í humátt á eftir þýska brynt- röllinu. Fraser kom þá stímandi frá Akureyri og gildran um Scharnhorst lokaðist. Klukkan 16.17 birtist merki á hinni fullkomnu ratsjá Duke of York. Það var Scharnhorst. Hann mældist vera í 41,5 kílómetra fjar- lægð. Sú ratsjárnefna sem Scharn- horst bjó enn yfir var engan veginn fær um að finna Duke of York úr þeirri fjarlægð og þeirri stefnu sem um ræddi. Klukkan 16.32 var fjarlægðin frá Duke of York til Scharnhorst 27 kílómetrar. Skipin nálguðust nú hvort annað hratt. Klukkan 16.26 var fjarlægðin 12,8 kílómetrar. Mikil spenna ríkti í brúnni á Duke of York. Byssurnar biðu hlaðnar og tilbúnar eftir merki frá Fraser. Hvenær yrði hafist handa? Hann vildi bíða þar til í lengstu lög því hann vissi að strax og Scharnhorst yrði var við hann myndi hann flýja á miklu meiri ferð en Duke of York næði, hvað þá í þessu óveðri. Allt var að verða til reiðu. Fraser skipaði tundurspillunum fjórum sem höfðu fylgt honum frá Akureyri að taka sér stöðu fyrir framan hann og vera tilbúnir að gera tundurskeyta- árás en gera þó ekkert fyrr en þeir fengju skipun þar um. 16.46 var beitiskipinu Belfast skipað að lýsa upp Scharnhorst með skoteldi, það tókst ekki sem skyldi svo örfáum mínútum síðar skaut Duke of York slíkum eldi og Scharn- horst blasti við í allri sinni dýrð. Klukkan 16.51 tóku byssur Duke of York til starfa. Fremsti fall- byssuturninn á Scharnhorst, A- turninn, varð strax óbrúklegur vegna sprengjubrota. Skipverjar á Scharnhorst lýstu því síðar að þetta hefði komið mönnum algjörlega í opna skjöldu. Enginn var tilbúinn og ekkert gerðist í nokkrar mínútur. Meðan þær mínútur liðu, og sér- staklega klukkan 16.55, voru tund- urspillar Duke of York í mjög ákjós- anlegri stöðu til að skjóta tundur- skeytum sínum að Scharnhorst. Þeir voru svo nálægt og færið svo beint að það var næstum útilokað að þeir hefðu misst marks. En þeir biðu átekta af því Fraser hafði sérstak- lega tekið fram að þeir ættu ekki að skjóta fyrr en þeim væri skipað. Og nú var svo mikið að gera við að skipuleggja fallbyssuskothríð í brúnni á Duke of York að Fraser gleymdi því hreinlega að gefa tund- urspillunum skipun um að skjóta eft- ir eigin dómgreind. Ef tundurspillarnir, sér í lagi Sav- age, sem var í fullkomnu færi, hefðu hitt Scharnhorst með tundurskeyti þá þegar hefði bardaginn kannski orðið ansi miklu styttri en raun varð á. Klukkan 16.56 svaraði Scharn- horst skothríðinni. Þjóðverjinn hitti aldrei en mörg skota hans fóru mjög nærri Duke of York, gegnum möstur og þess háttar. Um leið sneri Scharnhorst frá og stefndi í austur- átt, burt frá breska orrustuskipinu og fylgifiskum þess. Sett var á fulla ferð. Skothríðin hélt áfram næstu mínútur og B-turninn á Scharnhorst varð óbrúklegur. En vélar hans, sem oft höfðu verið Þjóðverjum til vandræða, virtust nú ætla að duga vel. Scharnhorst nán- ast æddi áfram gegnum rokið og fjallháar öldur og það var ljóst að Duke of York yrði að hafa hraðann á ef hann ætlaði að ná að laska Scharnhorst verulega áður en hann kæmist undan. En það virtist ekki ætla að ganga. Fjarlægðin milli skipanna jókst hratt. Frá og með 17.17 urðu skyttur Duke of York að treysta á ratsjána eina þegar þeir miðuðu byssum sín- um. Ekki sást lengur á milli skip- anna enda var dagsbirtan óðum að kveðja. Á þessum tíma hafði Scharn- horst um það bil 5,5 kílómetra á klukkustund í hraða umfram Duke of York. Og hraðinn var of mikill til að tundurspillarnir gætu gert sér nokkrar vonir um að komast upp að hliðum þýska orrustuskipsins og stilla þar upp til tundurskeyta- árásar. Um borð í breska skipinu fór bölsýni vaxandi um útkomuna. Henry Leach hét yfirmaður A- byssuturnsins um borð í Duke of York. Hann var ekki alveg hver sem var, því hann var sonur Johns Leach sem hafði verið skipstjóri Prince of Wales í orrustunni við Bismarck út af Reykjanesi í maílok 1941. Og Henry hafði verið sjóliðsforingi í bresku flotastöðinni í Singapúr þeg- ar faðir hans fórst með skipi sínu eft- ir loftárás Japana þar skammt frá í desember sama ár. Leach yngri kvaðst löngu seinna muna vel hið stöðuga og pirrandi hljóð í fjarlægð- armælinum í A-turninum þegar Scharnhorst var sífellt að færast fjær. „Ég get ekki lýst með orðum vax- andi gremju þeirra fáu sem höfðu nógu góða yfirsýn til að sjá hvað var að gerast: að þótt við hefðum náð að koma á óvart, komist svo nálægt, gengið svo vel að því er virtist, kom nú allt fyrir ekki þar sem óvinurinn brunaði hraðar en við inn í nóttina.“ Sama bölsýni var sest að í brúnni á Duke of York þótt Fraser bæri sig enn vel. Skothríðin eftir ratsjá virt- ist ekki ganga vel. Tundurspillar sem eltu Scharnhorst létu vita að stundum munaði litlu en lengi hittu ekki fleiri skot frá Duke of York flýj- andi óvininn. Fátt er vitað hvað var á seyði um borð í brúnni á Scharn- horst. Um 17.30 sá Bey ástæðu til að senda skeyti til lands þar sem sagði að hann væri „umkringdur þungum skipum“ sem var einfaldlega rangt. Hann átti aðeins í höggi við eitt orr- ustuskip og var sannarlega langt frá því umkringdur. Spurningin er því að hve miklu leyti Bey og aðrir yfir- menn í brú Scharnhorsts gerðu sér grein fyrir því hverjar aðstæður voru í raun. Hinar ýmsu þýsku deildir óðu reyndar mjög í villu og svíma um hvað væri að gerast. Kaf- bátarnir úti í hafinu náðu engum árangri, hvorki við að elta uppi skipalestina né hindra ferðir bresku herskipanna. Þeim til vorkunnar var veðrið afspyrnuslæmt fyrir svo litla báta. Eins og venjulega komu þýsku tundurspillarnir ekki að neinum not- um. Þeir þvældust um í vonskuveðr- inu en sneru á endanum heim á leið með skottið milli lappanna. Flota- stjórnin sem stýrði aðgerðum bað oftar en einu sinni um aðstoð frá Luftwaffe en fékk það svar að veðrið væri enn of vont til að vélar flug- hersins gætu farið á loft. Þannig leið meira en klukku- stund. Vélar allra skipanna voru þandar til hins ýtrasta. Vélstjórar þeirra allra máttu vera hreyknir af frammistöðunni. En það þýddi líka að Scharnhorst færðist sífellt fjær. Duke of York skaut enn af byssum sínum eftir ratsjánni og 18.15 hæfði eitt skotið og skemmdi loft- þrýstibúnað B-byssuturnsins á Scharnhorst svo byssurnar urðu ónothæfar. Það þurfti ekki að skipta ýkja miklu máli því þýska skipið var í þann veginn að sleppa burt. Hrað- inn var stöðugur, 47 kílómetrar á klukkustund eða 26 hnútar. Það var feiknaferð af svo stóru skipi í svo vondu veðri. Klukkan 18.24 skaut Duke of York því sem hefðu getað orðið kveðjuskotin. Skömmu síðar eða rétt fyrir 18.40 sá Fraser sitt óvænna og gafst upp. Það hlýtur að hafa verið skelfilegt áfall fyrir hann en hann lét þó ekki á neinu bera þegar hann skipaði svo fyrir að Bur- nett yrðu send eftirfarandi skilaboð: „Sé litla von um að ná Scharn- horst og mun nú halda til verndar skipalestinni.“ Síðar viðurkenndi Fraser að á þessari stundu hefði hann vissulega verið búinn að gefa upp alla von um að ná óvininum. Raunar var uppgjöf Frasers samt ekki algjör. Hann ákvað fljótlega að vera ekkert að æða í átt að skipa- lestinni, enda var hún á góðri leið með sínum fylgdarskipum, heldur datt honum í hug að snúa í átt til Noregs í von um að skipstjórnendur Scharnhorsts teldu sér óhætt að snúa líka í átt til lands og gæfu þannig tundurspillunum bresku (og Stord) færi á sér. Sú von var þó ekki mjög beysin, enda gæti Scharnhorst sem hægast haldið áfram á fullri ferð í austurátt nógu lengi til að hrista af sér alla hættulega óvini og snúið svo í átt til hafnar í Noregi þegar Þjóðverjum sjálfum hentaði. Að auki myndi Fraser leggja sig í aukna hættu með að stefna lengi í átt til Noregs. Eftir því sem hann færðist nær ströndinni hlytu að aukast líkur á að kafbátur kæmist í færi við hann, auk þess sem einhvern tíma hlyti veðrið að batna og þá færi Luftwaffe á stjá frá flugvöllunum í Norður-Noregi. En hvað var annað að gera? Þetta var búið spil. Fraser gat huggað sig við að árás Scharnhorsts á skipa- lestina hefði þó verið hrundið og næstöflugasta skip þýska flotans síðan verið hrakið á flótta. En þá bárust óvæntar fréttir. Tundurspillarnir sem höfðu þanið sig á eftir Scharnhorst, og rétt náð að halda í við hann í stórsjónum, til- kynntu nú skyndilega að þýska orr- ustuskipið færðist nær og nær. Og um borð í Duke of York urðu menn brátt varir við að fjarlægðin milli þeirra og Scharnhorsts minnkaði sí- fellt. Hvað hafði gerst? Gildran um Scharnhorst Ísland var í miðpunkti sjóhernaðarins á Norður-Atlantshafi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í bókinni Til orrustu frá Íslandi, sem Sögur gefa út, segir Illugi Jökulsson frá sjóhernaði og sjóslysum við Ísland á stríðsárunum, jafnt frá orrustum í hafinu umhverfis landið og eins frá skipsköðum og þrekraunum. Wikimedia Commons Bryndreki Herskipið Duke Of York var tekinn í notkun í nóvember 1941 og er helst minnst fyrir það að hafa grandað þýska herskipinu Scharnhorst. Mannfall Scharnhorst og Tirpitz í Altafirði. 36 mönnum var bjargað af 1.968 manna áhöfn þegar Scharnhorst var grandað. Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 UH Vandaðar jólagjafir frá sænska fyrirtækinu Bengt & Lotta Opið í desember: Virka daga kl. 11.00-18.00, laugardaga kl. 11.00 til 17.00, sunnudaga kl. 13.00 til 16.00.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.