Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri  Hluti Game of Thrones tekinn upp í janúar  Stökkbreyting eftir I’ll show you  Mosinn eftirsótt- ur en viðkvæmur  82% fjölgun ferðamanna milli ára  Landvörðum fækkað um átta á landinu öllu Ljósmynd/Umhverfisstofnun Fjaðrárgljúfur Ferðamenn njóta fegurðar Fjaðrárgljúfurs í stilltu en köldu vetrarveðri. Átroðningur ferðamanna þegar leysa tekur eykur líkur á nátt- úruspjöllum. Myndband Justins Biebers kom gljúfrinu laglega á kortið. Íslandsvinur Glaður Justin Bieber nýt- ur lífsins í fallegri íslenskri náttúru. SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ferðamönnum sem komu í Fjaðrár- gljúfur sem er skammt vestur af Kirkjubæjarklaustri hefur fjölgað um 82 % milli áranna 2016 og 2017. „Það er freistandi að álykta að myndband Biebers hafi haft áhrif. Það varð að minnsta kosti ákveðin stökkbreyting eftir að myndbandið birtist og ferðamönnum fer stöðugt fjölgandi á svæðinu,“ segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Um- hverfisstofnunar. Hann segir svæðið vera á náttúruminjaskrá en ekki frið- lýst. Myndbandið sem um ræðir, I’ll show you, hefur fengið yfir 400 millj- ónir áhorfa á Youtube frá nóvember 2015. ,,Svæðið komst á kortið upp- haflega vegna myndbands Justins Biebers sem tekið var upp í Fjaðrár- gljúfi,“ segir Hákon Ásgeirsson, verkefnisstjóri Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. Hákon segir að eftir að mynd- bandið fór á netið sé svæðið vinsælt til kvikmyndatöku. Meðal annars er áætlað að hluti af Game of Thrones verði tekinn upp á svæðinu í janúar. „Það er alltaf verið að taka upp myndbönd á svæðinu og mikið óskað eftir því að fá að taka upp kynningar- efni fyrir erlendar ferðaþjónustur. Ferðamenn eru að uppgötva feg- urðina hér og setja athugasemdir inn á Tripadvisor þar sem við fáum al- mennt góða einkunn,“ segir Hákon. „Skaftárhreppur hefur óskað eftir því að svæðið verði friðlýst. Málið er í ferli og næsta skref Umhverfisstofn- unar er að kanna afstöðu einkaaðila sem eiga landið, “ segir Hákon og bætir við að verði landið friðlýst fari það í umsjá Umhverfisstofnunar. Hákon segir að stöðugildi átta landvarða hafi verið lögð af vegna skorts á fjármagni en nauðsynlegt sé að hafa landverði allt árið við fjölsótt- ar náttúruperlur. Fjöldi gesta í Fjaðrárgljúfur Janúar 2018: Upptökur hefjast fyrir Game of Thrones 82% fleiri gestir árið 2017 en 2016 Ágúst 2015: 17.492 gestir Nóvember 2015: Myndbandið „I’ll Show You“ með Justin Bieber kemur út Ágúst 2016: 31.651 gestur 81% fleiri en ágúst 2015 Ágúst 2017: 49.633 gestir Byggt á gögnum frá Umhverfisstofnun Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, boðar til ár- legs átaks dagana 17. janúar til 4. febrúar. Frá þessu segir í tilkynn- ingu frá félaginu. „Þetta er vitundarvakning um krabbamein og ungt fólk, en eins til að vekja athygli á að krabbamein kemur öllum við, snertir alla á einn eða annan hátt,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts. „Einn af hverjum þremur á Ís- landi greinist með krabbamein ein- hvern tímann á lífsleiðinni. Um 1.400 manns greinast árlega með krabba- mein, þar af eru um 70 á aldrinum 18-40 ára. Krabbamein er að stórum hluta sjúkdómur hinna eldri, en yngra fólk er oft með ung börn og miklar fjárhagslegar skuldbindingar og sjúkdómurinn sligar auðveldlega fjölskyldur því lyfjakostnaður og meðferð geta verið dýr. Flestir þekkja einhvern sem hefur fengið krabbamein. Frá árinu 1970 hefur lifun ungra krabbameinssjúklinga, þ.e. 18 til 40 ára, aukist um 25%, en það er þegar sjúklingar lifa fimm ár eða lengur eftir að krabbameinið greinist, og það er auðvitað mikið gleðiefni,“ segir Ragnheiður. Krabbamein snertir flesta Tilgangur átaksins er að vekja at- hygli á málefnum ungs fólks með krabbamein og aðstandenda og afla fjár til að halda úti víðtækri þjónustu félagsins. Með átakinu vill Kraftur benda á hvað krabbamein snertir marga með einum eða öðrum hætti. Kraftur fékk í lið með sér 22 ein- staklinga til að stíga fram og deila reynslu sinni. Birtar verða myndir af þessum ólíku einstaklingum með sín skilaboð skrifuð á spjald á sam- félagsmiðlum sem og öðrum miðlum. „Alþjóðadagur gegn krabbameini er 4. febrúar. Þá verðum við með við- burð í Hörpu þar sem almenningi er boðið að koma og perla armbönd með okkur sem tengjast átakinu og eru seld í fjáröflunarskyni fyrir fé- lagið. Sjálfboðaliðar hafa hjálpað okkur að perla armbönd sl. ár en við vonum samt að sem flestir mæti. Jafnframt hvetjum við almenning til að deila sínum persónulegu sögum á samfélagsmiðlum til að sýna sam- stöðu,“ segir Ragnheiður. „Liður í starfsemi Krafts er að styrkja ungt fólk með beinum fjár- hagsstuðningi. Það er skemmtilegur viðburður að koma saman og perla en nú er stefnt á Íslandsmet. Heilu fjölskyldurnar koma saman og það verða listamenn að skemmta, Amabadama, Valdimar, Úlfur úlfur og svo DJ Sóley, en hún er Kraft- félagi sem hefur deilt reynslu sinni af því að fá krabbamein.“ Stefnt á Íslands- met í perlun  Kraftur með vit- undarvakningu gegn krabbameini Ljósmynd/Kraftur Gísli Ein af myndunum sem verður deilt í tilefni átaks Krafts. Sjálfstæðisflokkurinn www.xd.is Í kvöld 18. janúar, fer fram opinn kynningarfundur á vegum Varðar með þeim fimm frambjóðendum sem gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:00 í golfskálanum í Grafarholti og verður með því sniði að hver frambjóðandi flytur fimm til sjö mínútna kynningu um sjálfan sig en að framsögum loknum gefst fundargestum tækifæri til að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr. Heitt á könnunni og allir velkomnir. Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Kynningarfundur með frambjóðendum Draumur að hoppa í mosa ÞJÓÐGARÐSVÖRÐUR Fanney Ás- geirdóttir, þjóðgarðs- vörður í Vatnajökuls- þjóðgarði, segir mjög vinsælt að rölta um í mosanum í Eldhrauni eftir að myndband Bieber kom út. Hún sem íbúi hefur áhyggjur af umhverfisspjöllum sem af slíku hljótast. ,,Mosinn hefur verið mikið trampaður niður en Katla jarðvangur og sveitarfé- lagið vinna nú að stefnumótun um hvernig hægt er að bregð- ast við mikilli ásókn ferða- manna á viðkvæmt svæðið,“ segir Fanney og bætir við að uppi séu hugmyndir um að út- búa góðan útsýnisstað fyrir ferðamenn til þess að skoða hraunið. Fanney Ásgeirsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.