Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 18
„Reykjavík er að skrapa botninn í þjónustu “ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Meirihlutinn ákvað að þæfa mál- ið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Frið- riksdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks. Áslaug lagði fram tillögu í borg- arstjórn á þriðjudag þess efnis að Reykjavíkurborg myndi kaupa þann hluta þjónustukönnunar Gall- up er snýr að borginni. Gallup ger- ir árlega könnun á þjónustu meðal 19 stærstu sveitarfélaganna en Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár ekki tekið þátt. Tillögu Áslaug- ar var vísað til borgarráðs. Vefritið Kjarninn greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg mælist langneðst í könnuninni þegar kem- ur að þjónustu bæði leikskóla og grunnskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlaða. Þetta megi lesa í samanburðar- kafla könnunarinnar sem vefritið hafi undir höndum. Reykjavík mun einnig vera neðst í mælingu á heildaránægju íbúa af sveitarfélagi sínu. Áslaug telur slæmt að Reykvík- ingar fái ekki þær upplýsingar sem fást með niðurstöðum könn- unarinnar. „Mér finnst eins og þetta sé feluleikur. Það er eins og meirihlutinn hafi ákveðið að hætta að kaupa þessa könnun til að láta óþægilegar upplýsingar hverfa.“ Hún segist telja að eðlilegt væri að kaupa könnunina og taka af- stöðu til þess sem þar kemur fram. Í framhaldi væri hægt að setja af stað vinnu, kanna hvað valdi því sem að er og reyna að bæta það. „Eru það ekki eðlileg vinnu- brögð?“ spyr Áslaug. „Umræðan í borgarstjórn var á þá leið að svona könnun gæfi okk- ur ekki neitt, að aðferðafræðin væri ómöguleg. Mér finnst það bara fáránleg afsökun fyrir því að horfast ekki í augu við stöðuna. Svo kemur á daginn að Reykjavík er að skrapa botninn í þjónustu í samanburði við aðra.“ Líf Magneudóttir, forseti borg- arstjórnar, kveðst ekki hafa séð fréttir af niðurstöðum könnunar- innar og vildi því ekki tjá sig um þær. Hún sagði að ástæðan fyrir því að Reykjavíkurborg keypti ekki könnunina af Gallup vera þá að ákveðið hefði verið að mæla þjónustuna með öðrum hætti. „Við mælum hjá raunveruleg- um notendum þjónustunnar enda þurfum við stundum að mæla tiltekna þjónustuþætti eða ný verkefni sem ekki eru annars staðar. Við mættum hins vegar kannski gera betur í að koma á framfæri upp- lýsingum um það sem er í gangi í Reykja- vík.“ Morgunblaðið/Hari Reykjavík Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er ósáttur við að borgin kaupi ekki þjónustukönnun sveitarfélaga.  Höfuðborgin mælist neðst í þjónustukönnun sveitarfélaga 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðar fallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. PÁSKA- FERÐ27. mars - 7. apríl VERÐ 293.950.- á mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Sambandið á milli bókmennta- fræði og læknisfræði er áhugavert, það er bæði gamalt og nýtt. Margir læknar hafa verið frábærir rithöf- undar og bókmenntirnar geta lýst vonum og gleði, samskiptum sjúk- linga og lækna og á hátt sem aðrir miðlar ekki geta,“ segir Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræð- ingur. Hún var fundarstjóri á mál- þinginu Sagt frá sársauka á Læknaþingi í gær. Þar var m.a fjallað um sárs- aukann og sorg- ina í bók- menntum. „Þessi mál- stofa var undir formerkjum læknamannfræði sem er kennslu- grein í háskólum víðast hvar og kemur aðeins inn í læknanámið hér á fyrsta og öðru ári. Það er vett- vangur fyrir lækna og hugvísinda- fólk til að tala saman og læra hvert af öðru. Það er gríðarlegt álag á læknum og mikill þrýstingur á þá að hugsa um líkamann eins og vél og sjúklingana eins og hluta af þessari vél. Það er alltaf hætta á að afmennska fagið þegar svo er. Því er mikilvægt fyrir lækna að hlúa að sinni mannhyggju og hugvísindin hafa líka gott af jarðtengingu og muna það að við erum öll staðsett í einhverjum líkama,“ segir Dagný, spurð hvaða erindi bókmenntir eigi á Læknaþing. Á að fela eða flagga örum? Dagný flutti sjálf erindið Ör ... falin eða umbreytt í listaverk. „Ég fjallaði um ör sem eru vitnisburður um það að mörkin á milli þess ytra og innra hafi verið rofin og þó sár- in grói skilja þau eftir ör eftir áfall- ið hvort sem það er andlegt eða lík- amlegt. Ég talaði um sjálfsmeiðingar sem hafa færst svo mikið í vöxt og um menninguna, trúna og tískuna í því fyrirbæri. Ör eru eins og ævisaga sem er skráð í húðina og þó að þeir sem eru í sjálfsmeiðingum gera þetta sjálfir af frjálsum vilja kann að vera að þeir verði ekki sáttir við þessa sögu eða ummerki um hana seinna meir. Þá er hægt að leita til húð- flúrmeistara sem hafa gert fallega hluti í því að vefja ör inn í mynd- list. Svo eru aðrir listamenn sem eru ekki að fela örin eða reiði sína yfir sjúkdómnum, eins og breska mynd- listakonan Joe Spence sem fékk brjóstakrabbamein. Hún gerði þrjár stórar sýningar um krabba- meinið á níunda áratugnum þar sem hún sýndi myndir tengda sjúk- dómnum. Sýningar hennar höfðu mjög mikil áhrif á að upplýsa kon- ur um hvað brjóstnám væri og hvort það þyrfti að gera það. Inn- legg hennar var heróp, að konur ættu ekki bara að éta pillur og láta skera sig í tætlur heldur að þær ættu að vera gerendur í eigin veik- indum og ekki fela þau. Krabba- mein breytir lífinu og það átti að sýna það að mati Joe Spence,“ seg- ir Dagný. Ör hafa alltaf verið feimnismál því hinn heilbrigði líkami er hinn slétti fullkomni líkami að sögn Dag- nýjar. Meira að segja auglýsingar um sjúkdóma og frá lyfjafyrir- tækjum sýna alheilbrigt fallegt fólk. „Sú mynd af heilbrigði getur verið jafn kúgandi og mynd af þeim sjúka og deyjandi,“ segir Dagný. Ör eru eins og ævisaga sem er skráð í húðina  Samtal bókmennta og lista og lækn- isfræði rætt á Læknadögum í Hörpu Morgunblaðið/Júlíus Listaverk Sumir velja að fela ör með húðflúri að sögn Dagnýjar. Dagný Kristjánsdóttir Jóna Karen Sverrisdóttir, við- skiptastjóri hjá Gallup, segir að þjónustukönnun meðal sveitarfélaga hafi verið gerð síðastliðin tíu ár. Ekki fæst uppgefið hversu mörg sveitar- félög kaupa hana, allur gang- ur hafi verið á því í gegnum tíðina. Sveitarfélögin vita ekki niðurstöðurnar þegar þau samþykkja að taka þátt. Verð eru stöðluð eftir stærðum sveitarfélaga. „Þetta er hagkvæm vara sem við bjuggum til í kringum hrunið. Hug- myndin var að gera stutta og einfalda könnun. Við áttum okkur á kostum og göllum hennar en það er hægt að kafa dýpra, það er hægt að kaupa og skeyta ítar- legri spurn- ingum aftan við.“ Vita ekki nið- urstöðuna ÞJÓNUSTUKÖNNUN Í 10 ÁR Áslaug María Friðriksdóttir Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur. Hótelið verður til húsa á Sléttuvegi 12 til 16 sem liggur samsíða þjóðvegi 1. Að- standendur byggingar og rekstrar Hótels Kríu í Vík í Mýrdal eru þeir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pét- ursson og Sigurður Elías Guðmunds- son. Vilhjálmur og Hjálmar hafa reynslu af hótelrekstri en þeir eiga og reka Hótel Laxá í Mývatnsveit. „Við sjáum mikil tækifæri í upp- byggingu hótels í Vík í Mýrdal enda fjölfarinn ferðamannastaður sem skartar ægifagurri náttúru. Það er mikil eftirspurn eftir gistingu á svæðinu og við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna um gistingu hjá Hótel Kríu þótt formleg sala og markaðssetning sé ekki hafin,“ segir Vilhjálmur í fréttatilkynningu eig- enda. Framkvæmdir hafn- ar við nýtt hótel í Vík  Eigendur sjá mikil tækifæri á svæðinu Framkvæmdir Hótel Kría verður á Sléttuvegi 12-16, rétt hjá þjóðvegi 1.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.