Morgunblaðið - 18.01.2018, Page 20

Morgunblaðið - 18.01.2018, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti, ásamt fylltum paprikum. Bragðlaukarnir verða ekki sviknir af þessari hollustu. gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og snjallsímanum. bakaðar kjúklingabringur Hollustan hefst á gottimatinn.is BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðgerðir og viðhald á húsinu Laugavegi 13. Jafnframt var húsið lýst upp og þessi glæsibygging nýt- ur sín mjög vel upplýst í skammdeg- inu. Gullkúnst Helgu er eigandi jarð- hæðar hússins en Hjalti Geir Krist- jánsson húsgagnahönnuður á efri hæðirnar. Hjalti Geir segir í sam- tali við Morg- unblaðið að hann hafi látið vinna endurbætur inn- anhúss í áföng- um. Kominn hafði verið tími á end- urnýjun utan- húss. Fenginn var góður og vandvirkur verk- taki, Múr og mál, sem hafi skilað góðu verki, en eftirlit með fram- kvæmdinni var í höndum Verkís. Húsið er steinað eins og mörg önnur hús í miðbænum, svo sem Þjóðleikhúsið og Arnarhvoll, og var það endurnýjað í upprunalegri mynd. Arkitekt hússins var Gunn- laugur Pálsson arkitekt, og bygg- ingameistarar voru Haraldur Bjarnason og Guðbjörn Guðmunds- son. Þá segir Hjalti Geir að ákveðið hafi verið að lýsa húsið upp með nýj- ustu tækni, LED-ljósum frá Jóhanni Ólafssyni og Co, svo það nyti sín sem best. Fyrirtæki og stofnanir eru leigj- endur í húsinu. Já viðmótsprófanir og auglýsingastofan 13 Félaga- samtök eru 2. hæð, Loftmyndir ehf. á 3. hæð og Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum leigir 4. og 5. hæð. Allt eru þetta fyrirtaks leigutakar, segir Hjalti Geir. Það var Kristján Siggeirsson, fað- ir Hjalta Geirs, sem reisti húsið ár- unum 1953-55. Kristján var fæddur árið 1894, sonur Siggeirs Torfason- ar, kaupmanns í Reykjavík, og konu hans Helgu Vigfúsdóttur. Að loknu námi í Verslunarskóla Íslands nam Kristján húsgagnasmíði hjá Jóni Halldórssyni & Co. og lauk þar sveinsprófi. Síðan stundaði Kristján framhaldsnámskeið í iðngrein sinni í Þýskalandi. Hann lauk meistara- prófi í húsgagnasmíði árið 1913. Tuttugu og fimm ára að aldri, eða nánar tiltekið 14. ágúst 1919, stofn- setti Kristján húsgagnaverslun, en hún var allt frá byrjun staðsett að Laugavegi 13, í húsnæði sem var í eigu föður Kristjáns. Á næsta ári verður því liðin öld frá stofnun verslunarinnar, sem setti svip sinn á Laugaveginn í áratugi og eldri Reykvíkingar muna vel eftir. Fyrst í stað hafði verslunin Krist- ján Siggeirsson hf. eingöngu á boð- stólum húsgögn, sem Kristján flutti sjálfur inn erlendis frá, en á þeim árum var innflutningur húsgagna frjáls. Þetta kemur fram á vefnum 101reykjavik.is, þar sem saga versl- unarinnar er rakin. Mest var keypt inn frá Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, en í tengslum við versl- unina var lítið verkstæði til að setja saman húsgögn sem voru ósamsett. Strax á fyrstu árum fyrirtækisins var þó hafin framleiðsla á hús- gögnum, en verkstæðið var í bak- húsum að Laugavegi 13. Þar unnu um tíu til fimmtán menn við fram- leiðslu. Þá voru einkum framleiddar ýmsar tegundir af stofuskápum, kommóðum, grindum fyrir sófasett og fleira, því að bólstrun var einn þáttur starfseminnar. Einnig var um skeið rekin málaravinnustofa, þar sem húsgögn voru máluð. Árið 1922 keypti Kristján hús- eignina að Laugavegi 13 af föður sínum, sem hafði rekið þar matvöru- verslun. Kristján reisti steinsteypt hús austan við það sex árum síðar. Á neðstu hæð þess húss var húsgagn- verslunin. Á þeim árum seldi versl- unin um þrjú þúsund stóla á ári, sem var gríðarlega mikið á þeirra tíma mælikvarða. Árið 1937 var byggt hús að Smiðjustíg 6 fyrir framleiðsl- una og aftur var byggt við húsið 1942. Í þessu húsi voru síðar veit- ingastaðir, m.a. Grand Rokk. Húsið var rifið og á lóðinni stendur nú ný- bygging hótelsins Canopy by Hilton. Byrjað á nýbyggingu árið 1953 Jafnframt þessum auknu um- svifum fjölgaði starfsmönnum fyrir- tækisins og það hafði meira umleikis en áður. Árið 1953 var hornhúsið að Laugavegi 13 flutt í heilu lagi að Efstasundi 100 og byggt á lóðinni verslunar- og skrifstofuhús, sem var eitt hið stærsta í miðbænum. Fram kom í frétt Vísis á þessum tíma að Kristján Siggeirsson hafi upp- haflega fengið fjárfestingarleyfi fyr- ir kjallara og einni hæð „og má vafa- laust vænta þess, að framhalds- fjárfestingarleyfi fáist til þess að unnt verði að halda áfram smíði hússins.“ Kristján stýrði fyrirtæki sínu allt þar til hann lést 1975. Síð- ustu árin naut hann þó dyggrar að- stoðar sonar síns, Hjalta Geirs, við stjórnun fyrirtækisins. Árið 1983 opnaði fyrirtækið húsgagnaversl- unina Habitat að Laugavegi 13 í samstarfi við Habitat-fyrirtækið í Bretlandi. Húsgagnaverslanirnar eru horfnar á braut, en að Lauga- vegi 13 er nú meðal annars rekin Gullkúnst Helgu. Kristján Siggeirsson hf. samein- aðist Gamla kompaníinu hf. árið 1990 og stofnað var nýtt stórfyrir- tæki í íslenskum húsgagnaiðnaði, GKS, sem enn starfar með miklum myndarbrag. Glæsihús við Laugaveg lýst upp  Lokið er endurbótum á Laugavegi 13  Húsið var endurnýjað í upprunalegri mynd  Það er nú upplýst með nýjustu ljósatækni  Kristján Siggeirsson reisti húsið 1953 og rak þar húsgagnaverslun Morgunblaðið/RAX Laugavegur 13 Glæsilegt hús sem setur mikinn svip á götuna. Húsið nýtur sín enn betur eftir að það var lýst upp. Morgunblaðið/RAX Eigandinn Hjalti Geir Kristjánsson á skrifstofu sinni á Laugavegi 13. Kristján Siggeirsson Gamla húsið Það var flutt í heilu lagi í Efstasund 100 og stendur þar enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.