Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði hefur sem kunnugt er undanfarin ár verið að skrá báta- og skipasögu Fljótamanna og Siglfirðinga, ekki þó á hefðbundinn máta, heldur ger- ir hann nákvæm líkön af umrædd- um fleyjum, þar sem tomman er fetið; þetta er m.ö.o. í hlutföllunum 1 á móti 12. Til að þetta sé framkvæmanlegt þarf auðvitað að leggjast í mikla rannsóknarvinnu og það hefur Njörður líka gert, og grandskoðað það sem fundist hefur. Elsta heim- ildin er frá 1430 og sú yngsta frá 1922. Og handverkið, afraksturinn, er ekkert venjulegt, heldur er allt unnið ofan í minnstu smáatriði, jafnt neðan þilja sem ofan. Í byrj- un þessa árs var hann að ljúka við enn eitt meistarastykkið, rúffskip sem nefndist Farsæll. Og þessa dagana er hann að velta fyrir sér hvaða skip hann eigi að glíma við næst. Af skipasmiðum í Fljótum Njörður fæddist á Siglufirði árið 1945 og hefur búið þar alla tíð. En hann á ættir að rekja til mikilla skipasmiða í Fljótum og er sjálfur völundur í höndum, eins og verk hans öll bera með sér. „Áhugi minn á súðbyrðingum vaknaði þegar ég var um 10 ára gamall,“ segir hann, „og mér fannst alveg skelfilegt að horfa upp á það að öll þessi skip skyldu vera eyðilögð, árabátar, trillur og annað slíkt. Þegar árin tóku að færast yf- ir fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til þess að yngra fólk, t.d. af- komendur mínir, dætur og afa- börnin mín, fengju að kynnast þessari merku sögu. Og í raun og veru fer líkanasmíðin þannig af stað.“ Veturinn 1991-1992 endursmíð- uðu Njörður og faðir hans Sig- urvin, fiskibát Gústa guðsmanns, sem var orðinn illa farinn eftir volk í tímans straumi. Hann er nú til sýnis í einni byggingu Síld- arminjasafns Íslands, Bátahúsinu. Og árið 1993 smíðaði Njörður eigin trillu í fullri stærð, úr furu og eik. Hún fékk nafnið Ósk. Þrír heimildarmenn „Ég hef þrjá heimildarmenn fyr- ir þessu nýjasta líkani mínu,“ segir Njörður. „Einn var Páll Ásgríms- son, sem var vinnumaður hjá Sveini Árnasyni, bónda og hrepp- stjóra í Felli í Sléttuhlíð í Skaga- firði, sem mikið kemur við þessa sögu. Svo hef ég heimildir sem afi minn, Jón, sagði mér. Og loks eru tvær frásagnir sem ég man eftir sem faðir hans og langafi minn, Kristján í Lambanesi, sagði mér. Og niðurstaðan er sú, að það eru hjónin Björg Jónsdóttir og Sæ- mundur Jónsson í Efra-Haganesi í Fljótum sem ákveða að byggja þetta skip, eftir að þau koma frá Felli í Sléttuhlíð. Þau eiga lítinn sexæring sem Sæmundur smíðaði og sem þau gera út og þar er ung- ur maður, sem hann hefur mikið dálæti á, sem er einmitt Sveinn Árnason frá Mói, fæddur 1864, og hann vill kenna honum allt það sem hann getur um sjómennsku. Hann eiginlega tekur Svein upp á sína arma þegar hann er í Efra- Haganesi og hann fer oft sem for- maður fyrir Sæmund þegar hann var á færi, þá voru þeir að salta fisk.“ Seinnipartinn í ágúst 1884, í Haganesvík, er byrjað að smíða Farsæl og það er ákveðið að þetta skuli verða stærsta opna skipið sem smíðað hafi verið í Fljótunum og að það skuli vera rúff að framan og aftan. Og skipið varð 45 fet á lengd og 14 fet og 8 tommur á breidd og 16 umför. „Það átti upphaflega að vera bara 14 fet en þegar var komið upp á síðurnar, vildi Sæmundur hafa meiri fláa að aftan, svo að skipið verði sig betur,“ segir Njörður. „Með Sæmundi unnu að smíðinni Kristján langafi minn, sem þá bjó að Syðsta-Mói, hafði flust þangað 1883, og einnig Jón Magnússon, sem hafði fylgt Sæmundi og konu hans úr Sléttuhlíðinni, og svo áð- urnefndur Sveinn Árnason. Og svo voru tveir vinnumenn að auki sem ég hef ekki nöfnin á. Það snjóaði frekar snemma þetta haust svo að það var ekki hægt að klára skipið; það var búið að byrða það og benda, setja allar þóftur í það og borðstokkinn, en eftir var að smíða rúffin og lifrarkassana. Ákveðið var að bíða með það til vors. En það átti að halda áfram vinnunni við skipið í nóvember, desember og janúar, þá átti að smíða allar árar, það átti að ganga frá seglum, möstrum, vinna þannig að þetta yrði búið snemma árs 1885. En í byrjun mars gerist það að Sæmundur fær miklar innvortis kvalir og veikist og hann deyr 25. þess mánaðar. Þá tekur Sveinn Árnason að sér að klára verkið. Hann er þá um tvítugt. Málin æxl- ast svo þannig að þau fella hugi saman, hann og Jórunn, dóttir Bjargar og Sæmundar, sem var árinu yngri en Sveinn, og nið- urstaðan verður sú að þau ákveða að gera Farsæl út í sameiningu. Þau eru þá öll flutt að Minna- Grindli í Fljótum en eru með ver- búð í Haganesvík. Þetta er upphaf- ið að þessu skipi og þetta var stærsta rúffskip sem smíðað var í Fljótum, rúmlega 13, 5 metra langt. Það var aðallega gert út til þorskveiða, þá var fiskurinn blaut- saltaður, honum ekki pakkað, og seldur til Gránufélagsverslunar- innar, en einnig fór það í margar hákarlalegur. Það eina sem ég veit svo meira um þetta skip er það sem Páll hef- ur eftir Sveini, í sambandi við síð- una, hvernig hún mátti aldrei vera bein, hún þurfti alltaf að breikka út og skipið varð þar af leiðandi breiðara ofan við sjólínu heldur en það átti upphaflega að vera og gerði það að góðu sjóskipi.“ Steypustykki og keðja Þegar Sveinn og Jórunn flytja að Felli í Sléttuhlíð, árið 1891, fer hann með skipið þangað, gerir það út frá Fjalli, sem er við sjávarsíð- una hinum megin, þar sem hann var með sjóbúð. „Þar var hann búinn að steypa þykkar þrær, sagði mér Páll Ás- grímsson, og þar pækilsaltaði hann fisk sem svo var borinn út og þurrkaður. Sjórinn nagaði þetta allt í burtu löngu síðar. En fyrir ekki svo mörgum árum komu í ofsabrimi nokkur steypustykki upp í fjöruna þarna. Og svo var annað, sem er dálítið merkilegt, að það var maður, skipasmiður, sem m.a. var inni á Lónkotsmöl í Skagafirði, í Fljótunum og á Siglufirði, og er talið að hafi smíðað um 70 árabáta, hann var mikill járnsmiður líka, Jón hét hann og var Þorleifsson frá Minna-Felli í Sléttuhlíð, hann smíð- aði keðju fyrir Svein Árnason sem var notuð í legufæri þegar skipin voru úti á legunni, því hann gat ekki sett þetta alltaf, og núverandi bóndi á Felli fann fyrir ekki löngu restina af þessari keðju. Þetta er það eina sem við vitum að er til frá þessum tíma Farsæls. Það var eitt sem Kristján langafi minn sagði mér, sem situr alveg fast í höfðinu á mér, og það var það, að það hefði verið árið 1887, rúma viku af febrúar, að þá hafi þeir farið með Sveini á Farsæl í hákarl á Strandagrunnið, og þeir hafi verið níu um borð. Það var nístingskuldi en eiginlega alveg logn, svo kom vestanátt, þungur sjór og ísing og kul. Sveinn vildi ekki leysa upp og slá undan veðr- inu, því það var komið myrkur, svo að þeir þurftu að vera fjórir að andæfa á stjórann þegar verst lét, þangað til að hann sagði: „Nú verð- um við að hætta þessu, leysa upp.“ Hann lét setja upp fokku og aft- ursegl og sigldi beina leið í kol- svarta myrkri í átt að landi. Þetta var róleg sigling, í um tvo og hálf- an tíma, en þá beitti hann skipinu þannig að hann hálsaði kvikuna og hélt skipinu svona nokkurn veginn kjurru á sama stað. Og svoleiðis var hann með það í einn og hálfan tíma eða svo og sagði síðan: „Nú er kvikan farin að minnka, setjum út stjórann.“ Og það var gert. Og hann bætir við: „Höfum 30 faðma yfirvarp og setjum fast.“ Þarna var aldimmt og þeir höfðu ekkert nema lugtir með bræddu þorskalýsi, það ósaði síður af því en öðru lýsi, ef það var mjög hreint. Svo þegar birti brá mönnum heldur mikið, því ekki voru nema um 500 faðmar í land. Langafi sagði að Sveinn hefði verið svo mikið náttúrubarn að hann hefði fundið þegar hann var að koma upp að grynningunni hvernig sjólagið breyttist. Og hann sagði mér líka að Sveinn hefði ver- ið afar lipur sem skipstjórn- armaður og stýrimaður, að stýra undir seglum, og hann vildi meina að þetta hefði komið beint frá Sæ- mundi en ekki föður hans.“ Saga skipsins er svo þannig, að öðrum hvorum megin við 1900 sel- ur Sveinn það kaupmönnum á Sauðárkróki. „Honum fannst skipið vera orðið lúið, vegna þess að hann var búinn að salta um borð, í lifrarkassana, og það náttúrulega lak pækill nið- ur, og hann var hræddur um að naglar væru orðnir ryðbrunnir undir pöllum og öðru slíku. Þar er það úti á legunni og það gerir suð- vestan rok og það slitnar upp og rekur skáhallt yfir Skagafjörðinn, rétt sleppur við Þórðarhöfðann, kemst yfir og inn á Málmeyj- arfjörðinn og byrjar að brotna í fjörunni rétt norðan við Lónkot; þeir eru þá búnir að eiga það í ár eða svo. Brakið dreifðist síðan út með fjörunni. Og þá sögðu gömlu karlarnir að nú væri Farsæll kom- inn heim. Endalokin urðu svona,“ segir Njörður. Fjölmörg líkön Fyrsta líkanið sem Njörður smíðaði var Úlfur, sem Þorsteinn í Haganesvík átti. Svo gerði hann lítinn árabát handa sjálfum sér og ætlaði að hætta eftir það, en gat ekki. Þá komu Marianna, Bæringur SK 5, sem Páll Árnason á Ysta-Mói smíðaði 1898 fyrir Einar Her- mannsson á Molastöðum, og síðan annar Bæringur sem langafi Njarðar í föðurætt, Ásgrímur Sig- urðsson, smíðaði upphaflega 1894, og eftir það gerði hann Vonina og Óskina, þá Sigurvin, bát Gústa guðsmanns, síðan Blíðhaga, Skaga- strönd, Hraunaskipið, Hákarl/ Haffrúna, Fljóta-Víking, Álku, Ugga, Jóhönnu, Blika og Lata- Brún. Og það nýjasta er rúffskipið Farsæll. Í það fóru 6.264 kop- arnaglar og um 900 klukkutímar og er þá seglavinna Bjargar Einars- dóttur, eiginkonu Njarðar, talin með. Nú er það rúffskipið Farsæll  Njörður S. Jóhannsson gerir enn eitt líkanið af sögufrægu Fljótaskipi  Á sjöunda þúsund kopar- naglar og um 900 klukkustundir fóru í verkið  Með áhuga á súðbyrðingum frá 10 ára aldri Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skipasmiður Hagleiksmaðurinn Njörður S. Jóhannsson og nýjasta líkanið hans, rúffskipið Farsæll. Verð 78.900 kr. á mann í 2ja manna herbergi Flug með tösku, hótel með morgunmat, rúta til og frá flugvelli. Sími 588 8900 transatlantic.is Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin, söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði - þá finnur þú það í Riga. Gamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO þar sem minjar borgarinnar þykja þvílíkar gersemar. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast á milli í gamla hluta Riga á steinilögðum strætunum þar sem sagan liggur í loftinu. 11.-15 apríl 2018 Stórkostleg miðaldaborg Riga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.