Morgunblaðið - 18.01.2018, Page 28

Morgunblaðið - 18.01.2018, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Nýr oddviti verður á lista eins „gömlu“ flokkanna fyrir kosningar til bæjarstjórnar á Akureyri, hið minnsta. Einn núverandi oddviti liggur undir feldi og íhugar hvort hann gefi kost á sér aftur.    Dagbjört Pálsdóttir, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar, gefur kost á sér í efsta sæti á lista flokks- ins, sem á nú tvo bæjarfulltrúa og er í meirihluta ásamt Framsóknar- flokknum og L-lista fólksins.    Sigríður Huld Jónsdóttir, sem var í öðru sæti hjá Samfylkingunni fyrir fjórum árum, ætlar að hætta og Logi Már Einarsson, oddviti í síð- ustu kosningum, er orðinn formaður flokksins og situr á Alþingi. Bjarki Ármann Oddsson, sem var í þriðja sæti, er fluttur úr bænum og Dag- björt var í fjórða sæti listans 2014.    Guðmundur Baldvin Guð- mundsson, oddviti Framsóknar- flokksins og formaður bæjarráðs, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram á ný. Athygli vekur að fyrrver- andi leiðtogi flokksins í bæjarstjórn, Jóhannes Gunnar Bjarnason, býður sig fram á ný en segist stefna á þriðja til fimmta sæti.    Gunnar Gíslason vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins áfram og kveðst munu leggja til að oddviti flokksins verði bæjarstjóraefni. „Það er ljóst af minni hálfu að ég býð mig fram í fyrsta sæti til að verða bæjarstjóri, en ekki er búið að taka ákvörðun um það innan flokks- ins,“ segir Gunnar við Morgunlaðið.    Sóley Björk Stefánsdóttir verð- ur án nokkurs vafa í efsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eins og fyrir fjórum árum en Edward Huijbens, sem var í 2. sæti síðast, er orðinn varaformaður VG og verður mjög líklega neðar á lista vegna anna í embætti varafor- manns.    Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-lista fólksins og forseti bæjar- stjórnar, liggur undir feldi. Hefur ekki ákveðið hvort hann gefur kost á sér aftur og ekki liggur ljóst fyrir hvenær verður raðað á listann.    Píratar munu bjóða fram á Akureyri í fyrsta skipti og stefnir Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, að því að skipa efsta sætið. Þá stefnir Mið- flokkurinn á að bjóða fram í bæjar- stjórnarkosningunum á Akureyri, svo og Viðreisn. Ekki hefur verið ákveðið hvort Dögun bjóði fram aftur en það ætti að skýrast mjög fljótlega.    Því er fagnað á árinu að aldar- fjórðungur er frá stofnun Lista- safnsins á Akureyri. „Það er einkar viðeigandi að á þessum tímamótum skuli gamalt og gott loforð verða efnt og safnið fái á afmælisárinu efstu hæð gamla Mjólkursamlags- ins til afnota,“ segir í tilkynningu sem send var frá safninu í gær.    Miklar breytingar standa yfir í safninu. Sýningarsalir verða opn- aðir á efstu hæðinni 17. júní og nú er unnið að viðbyggingu sem tengir Listasafnið og Ketilhúsið. Húsin mynda því eina heild.    Nýr inngangur með aðgengi fyrir hreyfihamlaða verður tekinn í notk- un ásamt safnbúð og kaffihúsi. Í nýju safni verður einnig stórbætt aðstaða fyrir safnfræðslu og skap- andi starf með börnum og full- orðnum. Fræðsla, fyrirlestrar, leið- sagnir og safnkennsla eru meðal þess sem Listasafnið hefur lagt aukna áherslu á undanfarin misseri og verður engin breyting þar á.    Sýningaárið byrjar 24. febrúar þegar tvær sýningar verða opn- aðar; á miðhæð Ketilhússins verður hin árlega samsýning starfandi listamanna og skólabarna, Sköpun bernskunnar, en á svölunum verður Kyrrð, sýning Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur. Við taka sýn- ingar á verkum Bergþórs Mort- hens, Rof, nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA og útisýn- ingin Fullveldið endurskoðað.    Listasafninu verður lokað í maí og fram til 17. júní þegar nýtt safn verður formlega tekið í notkun. Þá verða opnaðar hvorki meira né minna en sjö sýningar samdægurs: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Hug- leiðing um orku; Sigurður Árni Sig- urðsson, Hreyfðir fletir; Aníta Hir- lekar, Bleikur og grænn; Svipir – valin verk úr safneign Listasafns ASÍ, Hjördís Frímann og Magnús Helgason; Hugmyndir, Úrval – val- in verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri og yfirlitssýningin Frá Kaupfélagsgili til Listagils.    Haldið verður upp á 25 ára af- mæli safnsins í lok ágúst en nánari útlistun á því verður kynnt síðar. Gjörningahátíðin A! er á sínum stað í dagskránni og í ár verður Lista- safnið í fyrsta sinn þátttakandi í Iceland Airwaves á Akureyri.    Síðustu sýningar ársins verða svo yfirlitssýningar á verkum Þor- valdar Þorsteinssonar, Heima, og Arnar Inga, Lífið er LEIK-fimi, ásamt einkasýningu franska mynd- listarmannsins Ange Leccia, Hafið. Pólitík og myndlist í deiglunni Ljósmynd/Ragnar Hólm Breytingar Miklar framkvæmdir standa yfir í Listasafninu á Akureyri og hlutar hússins eru nánast óþekkjanlegir. Ljósmynd/Ragnar Hólm Öryggi Fjölmiðlamenn fengu að skoða framkvæmdir á Listasafninu í gær þegar dagskrá ársins var kynnt og öryggið var að sjálfsögðu sett á oddinn. Tveir sendifulltrúar Rauða krossins eru komnir til Cox́s Bazaar í Bangla- dess, þeir Ríkarður Már Pétursson og Róbert Þorsteinsson. Þeir bætast þannig í hóp Sigurjóns Arnar Stef- ánssonar svæfingalæknis og Guð- bjargar Sveinsdóttur geðhjúkrunar- fræðings sem eru nú að störfum þar í landi. Þeir Ríkarður og Róbert eru sautjándi og átjándi sendifulltrúinn sem Rauði krossinn á Íslandi sendir til starfa á tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Bangladess, að því er fram kemur í frétt frá Rauða krossinum. Róbert fór í sína fyrstu sendiferð fyrir Rauða krossins fyrir 23 árum, en þá starfaði hann í Tansaníu. Sú ferð reyndist honum örlagarík þar sem þar kynntist hann núverandi konu sinni. Í kjölfarið fluttu þau til heimalands hennar, Japans, þar sem þau hafa búið síðan. Róbert er við- skipta- og hagfræðingur og starfaði nú síðast í Hargeisa í Sómalíu fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins (ICRC). Róbert mun starfa sem fjár- málastjóri tjaldsjúkrahússins næstu vikur. Ríkarður sem er rafiðnaðarfræð- ingur að mennt er margreyndur sendifulltrúi. Árið 2015 kom hann tjaldsjúkrahúsi upp í Nepal í kjölfar jarðskjálfta þar í landi og tók það niður og var þannig við störf allan starfstíma þess. Ríkarður á að baki fjölmagar sendiferðir fyrir Rauða krossinn m.a. til Afganistans, Súd- ans, Úganda og Kenía. Sl. ár hefur Ríkarður starfað í Kenía og El Salvador við uppbyggingu jarð- varmavirkjana sem og á Erítreu. Ríkarður mun starfa sem tæknimað- ur á tjaldsjúkrahúsinu í Cox́s Baza- ar, segir í frétt RKÍ. Neyðarsöfnun enn í gangi Rúmlega 600.000 manns hafa flúið heimkynni sín í Mjanmar yfir landa- mærin til Bangladess og aðhafast nú í búðum þar í landi. Neyðarsöfnun vegna ástandsins stendur enn yfir. Fara til hjálpar- starfa í Bangladess  Sendifulltrúar Rauða krossins nú 18 Ríkarður Már Pétursson Róbert Þorsteinsson Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALAN ER HAFIN 30-70% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.