Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRTækni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Vélmenni, vélhundar, drónar, sjálf- keyrðir rafbílar og mótorhjól, snjöll heimilistæki, sjálfvirkar ferðatösk- ur, blandveruleiki, snjallgæludýra- rúm, líkamsvarahlutir. Allt var þetta og margt fleira til sýnis á mikilli raftækjaneytendasýningu í Las Vegas í Bandaríkjunum í síð- ustu viku. Helstu tæknifyrirtæki heims sýndu þarna nýjustu afurðir sínar sem ætlaðar eru fyrir almennan markað. Rafbílar, sumir sjálfkeyr- andi, rafhjól, og drónar voru áber- andi. Einnig sáust rafknúin hjóla- bretti. Og framundan er greinilega hörð barátta ferðatöskuframleið- enda um kaupendur því ekki færri en þrjú fyrirtæki sýndu sjálfkeyr- andi ferðatöskur, sem fylgja eig- endum sínum eftir í flugstöðvum. Annað fyrirtæki sýndi einnig ferða- tösku, sem hægt er að breyta í einskonar hjólastól ef eigandi hennar verður þreyttur á að þramma um langa flugstöðvar- ganga. Mörg fyrirtæki eru að þróa tækni sem tengist læknisfræði, heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Á málþingum tengdum sýningunni ræddu læknar um leiðir til að stjórna eða draga úr sársauka, m.a. með því að nota auðgaðan raun- veruleika. Þannig hafa sýndarveru- leikagleraugu nýst við sársauka- stjórnun með því að endurskapa róandi umhverfi og einnig til að hjálpa fólki við að takast á við ann- arskonar áföll. Loftpúðaskór Skynjarar, tölvuský og gervi- greind verða æ algengari þáttur af daglegu lífi fólks. Á sýningunni mátti meðal annars sjá þessa tækni notaða í hlutum, sem ætlaðir eru öldruðum. börnum og gæludýrum. Sem dæmi um það má nefna skó, búna loftpúðum sem blása upp ef þeir, sem í þeim eru, missa jafn- vægið, Einnig gæludýralúgur, sem opnast sjálfkrafa þegar dýr nálg- ast, og snjallrúm fyrir hunda og ketti sem stillir hitastig sjálfkrafa. Áberandi á sýningunni var bar- átta stóru netfyrirtækjanna, Goog- le og Amazon, um yfirráð á sviði gervigreindartækni. Fyrirtækin sýndu ýmsar lausnir fyrir „snjöll“ heimili og borgir þar sem hurða- læsingum, öryggiskerfum og um- ferð er stjórnað með aðstoð net- tenginga og gervigreindar. Skynvæddar vélar Þá eru tæknifyrirtæki byrjuð að þreifa fyrir sér með „skynvædda“ greind þar sem vélmenni þekkja fólk og skynja tilfinningar þess og eiga við það samskipti á „mann- legum“ nótum. En eins og í sýndarveruleika var ekki allt sem sýndist á sýningunni. Einn bás, sem vakti mikla athygli, var merktur fyrirtæki að nafni Psychasec og virtist sýna einskonar líkamsvarahluti. Í ljós kom síðan að básinn var á vegum sjónvarpsveit- unnar Netflix sem notaði tækifærið til að kynna væntanlega sjónvarps- þætti sem nefnast Altered Carbon. AFP Varalíkamshlutar Það sem virtust vera varahlutir fyrir menn reyndust vera auglýsingar fyrir nýja sjónvarpsþætti Netflix. AFP Rafhjól Tilraunagervigreindarhjól frá Yamaha. Hjólið þekkir eiganda sinn og hægt er að stjórna því með bendingum. AFP Prentgripir Líkneski af Donald Trump var meðal sýningar- gripa, sem búnir höfðu verið til með þrívíddarprentara. Heimilin verða stöðugt snjallari  Helstu tæknifyrirtæki heims sýndu afurðir sínar í Las Vegas  Gervigreind, tölvuský og sjálf- virkni verða stöðugt stærri hluti af daglegu lífi fólks  Gæludýrin njóta líka góðs af tækninni Nokkrir áhugaverðir sýningargripir á CES sýningunni Listaverk: yfirlýsing um eftirlit, vald og gægjuþörf Súludansvélmenni Hátækni og hátt verð í Las Vegas Heimild: AFP Photos/ CES/companies Sjálfkeyrandi ferðataska UFO andlitsmaski Tilfinninganæm vélmenni Travelmate Omron Automation Stýrt með smáforriti í snjallsíma Getur sneitt hjá hindrunum Kemst á allt að 11 km hraða Rennur sjálf við hlið eiganda Tilfinninganæmt vélmenni sem getur spilað borðtennis Les í líkamstjáningu til að meta hugarástand og getu mótherja Veitir ráð og hvatningu Maskanum rennt yfir andlitið Fullkomin meðferð á 90 sekúndum Kostar 179-279 dali um 18-28 þúsund kr. Kostar allt að 1.100 dölum, 113 þúsund krónum Aðeins framleiddur fyrir sýninguna Kostar 199 dali, 20 þúsund kr. Kostar 129.000 dali, um 13,3 milljónir króna Þýðingartölva Lúxusrafbíll Travis Breski listamaðurinn Giles Walker Henrik Fisker Getur þýtt samtöl jafnóðum Dýr og fullkominn Rafhlaðan dugar til 644 km aksturs Tengist tölvuskýi Líkir eftir hreyfingum súludansara Búinn til úr notuðum rafbúnaði Knúinn áfram með gömlum rúðuþurrkumótorum Höfuðið er búið til úr gamalli eftirlitsmyndavél „Talar“ 80 tungumál Foreo Sjálfkeyrandi að hluta AFP Fatapressa Sjálfvirka fatapressan FoldiMate brýtur saman fötum. Félagsvélmenni Vélmenni frá Soft- Bank Robotic sem skynjar tilfinn- ingar og veitir fólki félagsskap. AFP Í húsverkunum Starfsmaður fyrirtækisins Aeolus sýnir hvað vélmenni fyr- irtækisins er myndarlegt í húsverkunum enda leiðist því ekki að ryksuga. AFP Vélmennadans Lítil vélmenni dansa af mikilli list og fjöri fyrir sýningar- gesti á raftækjasýningunni í Las Vegas í síðustu viku. Hundalíf Vélhundurinn Aibo frá Sony hefur þroskast mikið frá því hann birtist fyrst árið 1998. AFP Lesari Vélmennið Luka frá fyrir- tækinu Ling les bækur fyrir börn. VISTVÆNAR BARNAVÖRUR Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.