Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Árið 2018 byrjar vel fyrir Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Fylgis- mælingar annan mánuðinn í röð sýna ört vaxandi traust til forsetans. Er það fyrst og fremst rakið til ánægju með aðgerðir hans í efnahagsmálum og frumkvæði á alþjóðavettvangi. Macron var kjörinn forseti með um 64% atkvæða í maí í fyrra og fljótlega tók að fjara undan honum. Minnkaði stuðningur við hann úr 57% í júní og niður í 38% í nóvemberbyrjun. Var hrapið álíka og hjá forvera hans, Francois Hollande. En þá fann hann hljómgrunn á ný og tókst að setja undir lekann þann veg að fylgið jókst í 42% í byrjun desember og síðan í 44% um áramótin. Enn betur stendur hann meðal stuðningsmanna flokks forsetans, LREM, en 94% þeirra eru ánægð með Macron. Munar þessi stuðningur mestu um aukna hylli Macrons, en þó má geta þess að hann hefur líka verið að hækka í áliti meðal fylgismanna Lýðveldisflokksins (LR), eða um 1% milli mánaða í 54%, og meðal stuðn- ingsmanna Sósíalistaflokksins, eða um 10% í 45%, samkvæmt skoðana- könnun stofnunarinnar Kantar Sof- res OnePoint sem birt var fyrir helgi. Aukin ánægja með störf hans styrkir Macron í mörgum erfiðum málum sem við stjórn hans blasa heima fyrir. Þar ber fyrst að nefna eldfim innflytjendamál, endurbætur og uppstokkun á starfsnámi og iðn- menntun. Í janúarlok kveðst hann svo ætla að leiða til lykta áratuga langa deilu um flugvallarmál á norð- vesturlandinu, við borgina Nantes. Allt eru þetta umdeild mál og getur niðurstaða þeirra haft mikil áhrif á traust til forsetans, til hins betra eða til hins verra. Glímir við May í London Macron er nýkominn úr sigurför til Kína og í dag er hann í sinni fyrstu heimsókn sem forseti til Bretlands. Þar mun hann takast á við Theresu May forsætisráðherra um innflytj- endamál. Hann hét því í heimsókn til Calais í fyrradag að aldrei yrðu aftur reistar aðrar eins búðir og innflytj- endafrumskógurinn við Ermarsund- sborgina var; kofaborg sem hýsti um tíma um 10.000 flóttamenn sem freistuðu þess að komast til Eng- lands. Þótt búðirnar hafi verið jafn- aðar við jörðu 2016 halda enn hundr- uð ólöglegra innflytjenda til í Calais. Reyna þeir dag eftir dag og kvöld eft- ir kvöld, að lauma sér inn í flutn- ingabíla á leið til Englands. Innflytjendamálin eru viss áskorun fyrir Macron og Calais hefur verið ásteytingarsteinn í samskiptum Frakka og Englendinga. Hvatti for- setinn til aukins samstarfs um röð og reglu á landamærunum. Í ræðunni í Calais deildi Macron einnig hart á stefnu Evrópusambandsins (ESB) , sem glímir við metfjölda flóttafólks, og sagði hana „ófullnægjandi og sam- hengislausa“. Ítrekaði hann kröfur sínar um sérstaka skrifstofu er ann- aðist mál innflytjenda og flóttafólks fyrir sambandið. Bættist hann í stækkandi hóp gagnrýnenda Dublin- arreglunnar sem kveður á um að leiða verði til lykta málefni flótta- manna í þeim löndum sem þeir kæmu til, en það hefur reynst landamæra- ríkjum eins og Ítalíu, gríðarleg byrði. Lagðist hann þó gegn því að flótta- maður gæti sótt um hæli í ESB-ríki að eigin vali, sagði slíkt myndu svipta komuríkin ábyrgð á flóttamönnunum. Frakkar veittu 262.000 manns landvistarleyfi í fyrra eða 13,7% fleiri en 2016. Um 35% þeirra voru flótta- menn. Í fyrra voru 26.000 hælisleit- endur sendir til baka til heimkynna sinna, sem er 14% aukning frá 2016. Alls lögðu 100.412 manns fram beiðni um hæli í Frakklandi í fyrra, sem er met. Aðsóknin er mest frá Albaníu sem Frakkar líta á sem öruggt ríki og hafa því aðeins 6,5% Albana hlotið hæli. Í öðru sæti eru afganskir flótta- menn, eða 5.987, og hlutu 83% þeirra landvist í fyrra. Harðnandi afstaða Macron í inn- flytjendamálum hefur sætt harðri gagnrýni frá samstarfs- og banda- mönnum. Í flokki hans (LREM) ríkir klofningur. Einn af fyrrverandi helstu ráðgjöfum forsetans, Jean Pis- ani-Ferry, skrifaði í fyrradag harð- orða grein í blaðið Le Monde og skor- aði á Macron að breyta í samræmi við frönsk gildi hvað flóttamennina varð- aði. Samhöfundar að greininni voru nokkrir vinstrisinnaðir verkalýðs- leiðtogar og álitsgjafar hugveitna. Sögðu þeir ímynd Macrons sem húm- anista í hættu. Honum væri nær að „breyta í samræmi við hugsjónir okk- ar“ og láta af aðgerðum sem ætlað er fæla hælisleitendur frá því að leita til Frakklands. Sjálfur svarar forsetinn því til að hann vilji auka á brottvísun innflytjenda sem eru í leit að betra lífi og hraða umfjöllun hælisleitenda, með „skilvirkum“ aðgerðum og „mannhyggju“. Sem stendur tekur að meðaltali 18 mánuði að fjalla um og afgreiða umsóknir um hæli í Frakk- landi en Macron hét því í fyrradag að stytta þann tíma niður í mesta lagi sex mánuði. Maðurinn til að fylgjast með Ljóst þykir að Macron hafi styrkt stöðu sína sem þjóðarleiðtogi á al- þjóðavettvangi að undanförnu. Virð- ist hann hafa notið fjarveru Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, úr sviðsljósinu vegna langvarandi erf- iðleika hennar að koma saman nýrri ríkisstjórn. Á meðan hefur Macron ferðast um heiminn og verið kraft- mikil rödd Evrópu og alþjóða- samstarfs. Fréttaskýrendur segja hann „manninn til að fylgjast með“ þegar þjóðarleiðtogar, stjórnmála- frömuðir og viðskiptajöfrar ráða ráð- um sínum á Davos-ráðstefnunni í Sviss í næstu viku. Þar muni hinn nýi og vinsæli franski leiðtogi verða for- ingi Evrópu. Fréttaskýrendur búast við að hann tali þar fyrir aukinni sam- þættingu í álfunni og umbótum og auknu viðskiptafrelsi. Antonio Bar- roso, rannsóknarstjóri og greinandi hjá hugveitunni Teneo Intelligence, sagði við CNBC stöðina, að Macron væri „algjörlega“ maðurinn til að fylgjast með í Davos, þótt búast mætti við að Donald Trump Banda- ríkjaforseti yrði aðalnúmerið. „Í fyrra var Xi Jinping Kínaforseti stjarna ráðstefnunnar, en nú sjá menn Macron sem lykilleiðtoga Vest- urlanda, sem hið staðfasta andlit Evr- ópu,“ sagði Barroso. Franski forset- inn væri holdgervingur yfirskriftar ráðstefnunnar í ár; „sköpun sameig- inlegrar framtíð í brotnum heimi“. Hann væri talsmaður alþjóðavæð- ingar og meiri opnunar markaða en um leið varðmaður gagnkvæmni í al- þjóðaviðskiptum. Á þær nótur hafi hann hamrað í Kínaheimsókn sinni 8. til 10. janúar sl. „Hann talar fyrir opnun samfélaga og hnattvæðingu en um leið vill hann vernda almenning við þessu og takmarka neikvæðar af- leiðingar,“ sagði Barroso. Macron vill með í silkileiðina Macron er fyrsti evrópski leiðtog- inn til að heimsækja Kína eftir flokks- þing kínverska kommúnistaflokksins í október. Þar var Xi útnefndur for- seti til annars kjörtímabils og völd hans aukin. Í ferðinni lýsti Macron stuðningi við gríðarleg áform Kín- verja um að opna silkileiðina svo- nefndu að nýju til umfangmikilla vöruflutninga. Varaði hann þó við drottnun Kínverja og sagði að ávinn- ingi af samgöngubótinni yrði að deila með öllum. „Framtíðin þarf Frakk- lands, Evrópu og Kína,“ sagði Mac- ron. Helstu ríki heims hafa haft efa- semdir um áformin en Macron hefur tekið forystu fyrir þeirra hönd og hvetur ESB-ríkin til samstöðu um þátttöku í samgönguverkefninu. Áforma Kínverjar að leggja nýja vegi og járnbrautir í vesturátt gegn- um 65 lönd og reisa hafnarmannvirki meðfram nýjum siglingaleiðum gegn- um Indlandshaf og Rauða hafið. Mannvirkjagerðin mun eiga sér stað á svæði þar sem 60% íbúa heimsins búa og þriðjungur allrar vörufram- leiðslu veraldar verður til. Um er að ræða fjárfestingu upp á þrjár millj- ónir milljóna dollara. Macron hvatti Kínverja til að opna markaði og stuðla þar með að aukn- um jöfnuði í milliríkjaviðskiptum. Í stað aukins og greiðari aðgangs franskra fyrirtækja inn á markaði í Kína bauðst hann til að opna fyrir fjárfestingar Kínverja í Frakklandi. Macron fór ekki tómhentur heim frá Kína, heldur með samninga um kaup Kínverja á 184 Airbus A320- farþegaþotum. Er hann hið minnsta talinn að verðmæti 18 milljarðar doll- ara. Önnur stórviðskipti í ferðinni var samningur franska orkurisans Areva um byggingu hreinsistöðvar fyrir kjarnorkueldsneyti í Kína. Þá er Macron hælt fyrir að hafa fengið Kín- verja til að aflétta innflutningsbanni á franskt nautakjöt innan hálfs árs. Uppgangur og björt framtíð Franskt efnahagslíf virðist spjara sig mun betur en fyrir ári jafnvel þótt atvinnuleysi sé mjög mikið. Tímaritið Le Point lofar í síðustu viku að hag- vöxtur sé að festa sig í sessi við 2% og forsvarsmenn framleiðslufyrirtækja sjá framtíðina bjartari nú en nokkru sinni frá 2007. Til vansa sé þó að at- vinnuleysið sé nálægt 10% og halli á fjárlögum sé 97% af vergri lands- framleiðslu, sem séu hrikalegar skuldbindingar. Hinir ríku hlæi alla leið í bankann því 40 stærstu fyrir- tæki landsins séu 9% verðmætari í árslok 2017 en 2016. Þrír fjórðu bandarískra fjárfesta sjái Frakkland sem álitlegan stað til að geyma fé sitt miðað við 25% árið 2013. „Við erum öll bjartsýnni og göng- um í fylkingu á eftir hinum djarfa, greinda og unga forseta til betri tíma,“ segir Le Point. En minnir í leiðinni á að fagna ekki um of því skuldirnar hverfi ekki eins og dögg fyrir sólu og stjórnendur fyrirtækja segjast eiga erfitt með að finna rétt- indafólk til að geta stækkað við sig. Þýski heimsspekingurinn Peter Slo- terdijk segir í ritinu, að vissulega hafi bjartsýnisbylgja borist inn yfir Frakkland með kjöri Macrons; þjóð- arstoltið og orkan hefði aukist. En hann minnir svo á að hin pólitíska fallöxi sé aldrei langt í burtu í Frakk- landi og hún geti ógnað Macron skili hann ekki góðum árangri. Rauði þráðurinn í stefnu fjárfest- ingarbankamannsins fyrrnefnda hef- ur verið „endurreisn Frakklands“. Brúkaði hann sérstakt tilskip- unarvald sitt í september sl. til að stokka upp atvinnulöggjöfina, lög um kjarasamninga, og tókst að brjóta á bak aftur andstöðu vinstri öfgamanna og nokkurra verkalýðssamtaka. Með lögunum var frelsi á vinnumarkaði aukið og sveigjanleiki, og vald verka- lýðshreyfingarinnar skert. Hvort sem það hefur verið ætlun hans eða ekki hefur Macron tekist að kljúfa raðir verkalýðshreyfingarinnar og riðlað samstöðu hennar. Það hefur meðal annars sýnt sig í mun fámenn- ari og máttlausari mótmælum á göt- um úti en í tíð fyrri forseta Frakk- lands. Macron hefur ætíð bent á að hann hafi verið kosinn forseti til að breyta landinu og ekkert aðhafst ann- að en að hrinda kosningaloforðum sínum í framkvæmd. Væri það ekki í verkahring „götunnar“ að stjórna landinu, en Frakkar hafa einmitt átt því að venjast að valdhafarnir hafi bognað og slakað á þegar hart hefur verið mótmælt á götum og torgum borga og bæja. Hvatning til stækkunar Samkvæmt nýju lögunum geta fyr- irtæki fækkað starfsmönnum auð- veldar og með minni tilkostnaði en fyrir breytinguna. Vitandi það var þess vænst að fyrirtæki sæju sér hvatningu í nýju lögunum til að fjölga starfsfólki. Allt er þetta gert til að gera efnahagslífið áhugaverðara í augum fjárfesta. Andstæðingar Mac- rons segja þetta aftur á móti draga úr starfsöryggi og lagalegri vernd. Tak- mark forsetans er að ná niður at- vinnuleysinu. Hefur það verið að minnka en stendur engu að síður í 9,2%, eða hálfu prósenti hærra en að meðaltali í löndunum á evrusvæðinu, og langt yfir 3,6% atvinnuleysi í Þýskalandi. Franski bílsmiðurinn PSA, sem framleiðir Peugeot, Citroën, Opel og Vauxhall-bíla, er fyrsta stórfyr- irtækið til að nýta sér lögin. Vegna endurskipulagningar hefur fyrir- tækið boðið 1.300 starfsmönnum starfslokasamning. Stéttarfélög rúm- lega helmings starfsmanna PSA hafa þegar samþykkt þessa áætlun bíl- risans. Eru stærstu samtökin klofin í málinu og ósammála um hvort um uppsagnir sé að ræða eða boð til starfsmanna um að hætta störfum sjálfviljugir. Harðlínusamtökin CGT segja um blákaldar uppsagnir vera að ræða en önnur stór samtök, CFTC, eru á öðru máli. Segja þau PSA vera aðlaga sig breyttum aðstæðum á markaði og því standi 1.300 sjálfvilj- ugum starfsmönnum til boða starfs- lokasamningur í stað uppsagna. Gjörbreytt viðhorf Samkeppnisfærni, frumkvöðla- og sprotastarfsemi, nýjungasemi og margt fleira hefur aukið á aðdrátta- rafl Frakklands í augum alþjóðlegra fyrirtækjastjóra. „Í fyrsta sinn nýtur Frakkland já- kvæðrar og mjög möguleikamikillar ímyndar í augum alþjóðlegra fjár- festa,“ segir forstjóri greiningafyrir- tækisins IPSOS, Brice Teinturier. Eftir áralangan andróður þykir ljóst að á fyrstu sjö valdamánuðum Mac- ron sé tónninn að breytast og bjart- sýni sem erlendir forstjórar og kaup- sýslumenn láti í ljós eigi sér tæpast fordæmi. Í nýrri könnun segja 60% fjárfesta Frakkland áhugavert til við- skipta samanborið við aðeins 36% fyrir ári. Allt er á uppleið hjá Macron  Ímynd Frakklands í augum alþjóðlegra fjárfesta hefur gjörbreyst frá því Emmanuel Macron var kosinn forseti  Ánægja ríkir með aðgerðir hans í efnahagsmálum og frumkvæði á alþjóðavettvangi AFP AFP Leiðtogar Emmanuel Macron, Angela Merkel og Donald Trump í Hamborg á síðasta ár. Búist er við að þeir Macton og Trump berjist um athyglina á ráðstefnu Alþjóðaviðskiptaráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Forseti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í Calais í síðustu viku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.