Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 47

Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Frá því var greint í Morgunblaðinu í síðustu viku að Borgarsögusafn Reykjavíkur hefði eignast Haka, hinn gamla hafnsögubát Reykjavík- urhafnar. Hyggst safnið gera bátinn upp þegar fram líða stundir. Margir Reykvíkingar kannast vel við Haka enda hefur hann staðið um margra ára skeið í Vesturbugt við Gömlu höfnina, þar sem hann hefur grotnað niður. Báturinn hefur nú verið fluttur til bráðabirgða á báta- geymslusvæði við Eyjaslóð í Örfir- isey. Haki var smíðaður í skipa- smíðastöð Daníels í Reykjavík árið 1947 og varð því sjötugur í fyrra. Daníelsslippur heyrir nú sögunni til en hann stóð í Vesturbugtinni, ein- mitt þar sem báturinn hefur verið geymdur síðustu árin. Haki er eik- arbátur, 21 rúmlest. Saga Haka hefur hvergi verið skráð en ýmsar upplýsingar um bát- inn má finna hér og þar á vefnum. Ekki er vitað hver átti bátinn árin 1947-1950. En í október 1950 kaupir Reykjavíkurhöfn Haka og notar hann sem hafnsögubát, tollbát og dráttarbát. Reyndist Haki drjúgur í verkefnum fyrir höfnina. Nýr Haki I hafði verið smíðaður í Þýskalandi ár- ið 1982 og fékk gamli báturinn þá nafnið Haki II. Árið 1989 er bát- urinn seldur til Grindavíkur og fékk hann þá nafnið Villi. Haki var tekinn af skipaskrá árið 2000 og honum var endanlega lagt 2008. Ýmsar breytingar voru gerðar á Haka í gegnum tíðina. Upphaflega var sett í hann Kahlenberg-dísilvél (væntanlega ný), 120 hestöfl. Árið 1955 var sett í hann 150 ha Deutz díselvél og árið 1976 er sett í hann 1000 hestafla Cummins-dísilvél og jókst geta bátsins verulega við það. Sama ár, 1976, var sett á Hakann nýtt stýrishús samkvæmt hönnun Jóns Þorvaldssonar. Eftir smá skakkaföll, sem Haki fékk við aðstoð stærri skipa, var ákveðið að endur- skoða lunningar bátsins því ef hann lenti innundir skipssúð gerðist það oft að bitarnir brotnuðu eða klofn- uðu langt niður í skrokk. Nýjar lunningar voru svo settar á Haka ár- ið 1979 samkvæmt hönnun Vignis Albertssonar sem sá um viðhald hafnsögubáta á þessum tíma. Nú eru sem sagt bjartari tímar framundan hjá Haka. Guðbrandur Benediktsson, forstöðumaður Borg- arsögusafnsins, segir að báturinn sé talinn hafa verðveislugildi. Næstu skref séu þau að fá sérfróða menn til að skoða bátinn og meta ástand hans. Síðan stendur til að gera hann upp en óljóst sé hvenær af því getur orðið. Gamli Haki mun fá nýtt líf Morgunblaðið/Styrmir Kári Haki í Vesturbugt Til eru nokkrar myndir af bátnum Haka í myndasafni Morgunblaðsins. Síðustu myndirnar eru hálfnöturlegar enda sýna þær bátinn grotna niður við Gömlu höfnina. Haki var smíðaður í Daníelsslip árið 1947 en slippurinn stóð einmitt í Vesturbugt. Hann var aflagður fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Örtröð í Reykjavíkurhöfn Kaupskip sigla út hafnarmynnið í júní 1975. Haki aðstoðar eitt þeirra að snúa. Gamla höfnin var ennþá aðalflutningshöfnin. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Frost og ísing Mynd frá í Reykjavíkurhöfn. Hafnsögubáturinn Haki og gamli Herjólfur. Það er sjaldgæf sjón í dag að sjá menn berja ís af bátum. Tollverðir á landamærastöðvum í Norður-Noregi lögðu í fyrra hald á 4,4 tonn af fiskflökum, sem verið var að reyna að smygla úr landi. Það er veruleg aukning frá árinu á undan þegar hald var lagt á 2,6 tonn. Þá var í fyrra gerð tilraun til að smygla úr landi 159 kílóum af kónga- krabba á móti 45 kilóum árið á und- an. Í Fiskeribladet í Noregi er haft eftir yfirmanni í norsku tollgæslunni að erfitt sé að fullyrða hvort meira sé um smygltilraunir eða hvort toll- verðir séu betur á verði en áður. Í heildina sé staðreyndin þó sú að í Noregi hafi tollverðir tekið meira af fiskflökum heldur en árin á undan. Á tollsvæðinu Mið-Noregur voru tekin 3,2 tonn af flökum og sama magn á Oslóarsvæðinu. Þar munu fiskflök meðal annars hafa verið gerð upptæk í ferjunni sem gengur milli Oslóar og Kiel í Þýskalandi. Í blaðinu kemur fram að almenna reglan sé sú í Noregi að heimilt sé að taka 10 kíló af flökum með úr landi. Finnist of mikið af fiski í farangurs- rými bifreiða þurfi aðeins að greiða 10 krónur norskar eða um 130 krón- ur íslenskar fyrir hvert kíló umfram. Sektarupphæðin hafi verið óbreytt í nokkur ár. Stærsti einstaki fengurinn sem tollverðir í Norður-Noregi náðu var við Neiden í byrjun september þeg- ar hald var lagt á 323 kíló. Sektar- upphæðin fyrir það magn hefur væntanlega numið um 42 þúsund krónum. aij@mbl.is Aukið smygl á fiski í Noregi Í nyrstu fylkjum Noregs hefur talsvert af fiski verið gert upptækt við tilraunir til að smygla flökum úr landi. Magnið hefur vaxið frá ári til árs. Morgunblaðið/Alfons Fiskflök Á færibandi í frystihúsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.