Morgunblaðið - 18.01.2018, Page 48

Morgunblaðið - 18.01.2018, Page 48
Marta María mm@mbl.is Heimilislíf er sýnt á fimmtudögum kl. 9.00 en í þáttunum fáum við að kynnast fólki og hvað skiptir það mestu máli í lífinu. Gestur dagsins er Harpa Pétursdóttir, lögmaður á BBA Legal og stofnandi félagsins Konur í orkumálum, en hún er auk þess formaður þess félags. Hún rekur einnig vefverslunina Area Art sem selur fallegar og litríkar mottur og húsgögn. Heimili Hörpu og Júlíusar Kemp, sambýlismanns hennar, er litríkt og fallegt. Þegar þau festu kaup á hús- inu þurfti að taka til hendinni. Það þurfti að skipta um eldhúsinnrétt- ingu og gólfefni á sumum stöðum og ákvað Harpa að láta hjartað ráða, velja það sem henni þótti langfallegast. Það eru því litríkar flísar bæði í eldhúsinu og í forstof- unni. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með fulningahurðum og gamaldags höldum. Ljósakrónan sem er fyrir ofan eldhúsborðið er líka guðdómleg en hana keypti Heillandi heimur Hörpu Þættirnir Heimilislíf hafa slegið í gegn á Smartlandi. Í sumar voru átta þættir sýndir á vefnum en í desember fór sería númer tvö í loftið. Þættirnir eru vinsælustu sjónvarps- þættirnir sem framleiddir eru á mbl.is. Morgunblaðið/Hanna Í fæðingarorlofi Harpa Péturs- dóttir með son sinn Egil Júlíus Kemp sem fæddist í haust. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Fylgist með okkur á faceboock Kringlunni 4c – Sími 568 4900 50% afsláttur Enn meiri verðlækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.