Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 52

Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84% prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldlega hollt og gott snakkHVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir kryddogkaviar.is kryddogkaviar@kryddogkaviar.is Sími 515 0702 og 515 0701 „Ástæðan fyrir breytingunum er í raun einföld, okkur langaði í meira fjör, meira partí, skemmtilegri og öðruvísi mat og bara einhverja smá tilbreytingu í veitingum hérna í kringum okkur, segir Aníta Ösp Ing- ólfsdóttir, yfirmatreiðslumeistari RIO. „RIO er suðuramerískur staður en við leggjum svona mesta áherslu á Brasilíu, Argentínu, Mexíkó og Perú, en Perú er einnig þekkt fyrir að vera með mikið asískt tvist í matnum hjá sér. Við ákváðum að halda því þannig og hleypa asískum straumum með þessu öllu saman. Við notumst auðvitað við frábæra hráefnið okkar hérna á Íslandi eins mikið og við getum. Við erum með mikið af bæði fisk- og grænmetis- réttum, sem margir hverjir eru veg- an líka, svo það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Fyrir fólk með valkvíða „Eitt af því sem við leggjum upp með eru smáréttir og hliðardiskar. Aðalréttirnir eru þannig uppsettir að við mælum með að taka hliðar- disk með þeim þótt það sé alls ekki nauðsynlegt, en þannig er hægt að setja máltíðina upp eftir eigin höfði. Svo hentar þetta sérlega vel þegar margir fara saman út að borða og vilja deila.“ Aníta segist sjálf vera með valkvíða á háu stigi og þetta fyrirkomulag henti vel fólki eins og henni sem langar helst að bragða á öllu á seðlinum. Viðtökurnar hafa að hennar sögn verið virkilega góðar. „Fólk tekur matnum ótrúlega vel! Þetta er mik- ið, skemmtilegt og oft öðruvísi bragð eða öðruvísi samsetning á bragðteg- undum sem ekki allir þekkja og þetta hefur algjörlega fallið í kramið hjá kúnnunum, ungum sem öldn- um.“ Elskar allan mat Aníta hefur staðið við eldavélina frá fermingaraldri og eftir að mat- arástin kviknaði af alvöru varð ekki aftur snúið. Hún hefur ferðast um heiminn og unnið á fjölda staða með það að markmiði að læra og sjá sem mest. Aðspurð hvað henni þyki skemmtilegast að elda segir hún að það sé svipað og að spyrja foreldri hvaða barn sé í mestu uppáhaldi. Það sé ekki hægt. „Ég elska að elda sjávarrétti, ferskan fisk, hörpuskel, humar og þar fram eftir götunum. Hins vegar finnst mér líka fáránlega gaman þegar mér dettur eitthvað smá klikkað og öðruvísi í hug og ég hætti ekki fyrr en ég er búin að ná að elda það nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Eins og þegar ég ákvað að hafa kolkrabba á seðli tók það mig níu daga að finna hina full- komnu eldunaraðferð á honum, en guð hvað það var geggjað þegar ég loksins náði honum eins og ég vildi, enda heldur fólk varla vatni yfir hon- um.“ Markmiðið að skemmta sér „Mér finnst skemmtilegast að elda fyrir fólk sem er ævintýra- gjarnt og tilbúið að prófa alla þá skemmtilegu vitleysu sem mér dett- ur í hug. Einnig hressa og skemmti- lega hópa þar sem ég get farið fram og spjallað við kúnnana, sagt þeim uppruna réttanna og haft þetta skemmtilegt, það er alveg mark- miðið með þessu öllu saman, að þetta sé gaman!“ Myndi líklega aldrei elda naggrís Áhugasviðið núna er rosalega mikið á þessum suðuramerísku slóð- um, enda búin að vera með höfuðið í gríðarlegri undirbúningsvinnu fyrir þennan matseðil. Það er ótrúlega gaman að skoða svona nýja matar- menningu og grafa svona djúpt í hana og finna ástæður og gunn- hugmyndir á bak við marga af þess- um þjóðarréttum þeirra. Eins hvað það kom skemmtilega á óvart hvað asískir straumar eru sterkir eins og í Perú. Núna þrái ég bara að fara að ferðast á þessa staði og borða á mig gat. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún myndi aldrei elda segir hún að líklegast væri það einn af þjóðar- réttum Perúmanna. „Það er heileldaður naggrís sem þykir lostæti. Ég hugsa að ég sleppi því bara alfarið.“ Ferðamenn finnst mér langmest sækjast í fiskinn okkar, enda ekkert eðlilega gott hráefni. Eins lamba- kjötið, en mér finnst yfirleitt skemmtilegast að fá þá til að smakka sem mest. Við hérna á RIO erum náttúrlega ekki með hinn týpíska ís- lenska mat, þótt hráefnið sé íslenskt þá finnst ferðamönnum oft gaman að smakka t.d. lambið í öðruvísi útsetn- ingu en þeir hafa verið að smakka annars staðar. thora@mbl.is Skemmtilegri og öðruvísi matur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Það blása ferskir og framandi vindar við höfnina í Reykjavík þar sem opnaður hefur ver- ið nýr veitingastaður sem leitar á suðrænar slóðir í mat og drykk. Það má með sanni segja að RIO komi eins og ferskur andvari inn í ís- lenska veitingaflóru. Elskar að elda Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirmatreiðslumeistari RIO.  SJÁ SÍÐU ??

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.