Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 62

Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 ÞORRINN Það er hluti af starfi Odds að borða mikið af þorramat. Hann verður jú að vakta gæði vörunnar, og svo er ágætt að skera sneið af blóðmör eða lifr- arpylsu í dagsins önn til að fá orku í kroppinn. „Þetta á jafnt við um mig og alla aðra starfsmenn, enda erum við aldrei ferskari en einmitt á þess- um árstíma,“ segir Oddur og bendir á að þorramaturinn sé meinhollur enda hélt hann lífinu í forfeðrum okkar löngu fyrir tíma næringarfræð- inga og vítamínpilla. „Þorramaturinn er orkuríkur, próteinríkur og kalk- ríkur. Hann dregur líka í sig vítamín úr mysunni, og súrinn dregur úr natríuminnihaldi vörunnar.“ Súrinn gerir þorramatinn líka auðmeltanlegan. „Ég held að fólk sæki í þorramatinn eftir þungar kræsingar jólanna, einmitt til að leyfa mag- anum að hvíla sig,“ segir Oddur. Þorramatur er ofurfæða Íslendingar taka því sem sjálfsögð- um hlut á þessum árstíma að geta gengið að þorramat úti í næstu mat- vöruverslun. Þjóðlegu kræsingarnar verða þó ekki til af sjálfu sér og hjá SS vinnur hópur fólks hörðum hönd- um að því að vinna kjöt og innmat eftir kúnstarinnar reglum, svo að þorramaturinn verði jafn ljúffengur í ár og hann var í fyrra. Oddur Árnason er kjötiðn- aðarmeistari og fagmálastjóri SS. Hann segir verkun súrmatarins hefjast strax í lok ágúst. „Maturinn er í súr alveg fram á þorra og byrj- um við að pakka fyrstu sending- unum til verslana og veitingastaða en rétt fyrir jól, og erum þá að alveg þar til þorrinn gengur í garð.“ Mysan smökkuð eins og eðalvín Um einn og hálfan mánuð tekur að vinna allt hráefnið og leggja í súr og þegar þorramaturinn er kominn í mysuna verður að vakta hann af ná- kvæmni og skipta um mysu með reglulegu millibili. „Það verður að huga bæði að hitastigi og sýrustigi og velja réttu mysuna. Sérfræðingar okkar smakka mysuna eins og fær- ustu vínsmakkarar til að greina hvort hún hafi réttu fyllinguna og réttu gerlasamsetninguna.“ Þó að allur þorramatur sé góður á sinn hátt þá er ekki sama eft- irspurnin eftir öllum réttum. „Af súrmatnum seljum við langmest af hrútspungum, í tonnum talið, þá kemur sviðasultan og síðan lunda- baggarnir. Af því að ósúra lifr- arpylsan hefur vinninginn,“ upplýsir Oddur. „Af súrmatnum selst minnst af bringukollum og er það kannski vegna þess hvað þeir eru feitir – en sjálfum þykir mér þeir samt bestir.“ Gert í höndunum Þorramaturinn útheimtir mikla verkun og þarf t.d. fimi með hnífinn, þolinmæði og nákvæmni til að pilla kjötbitana af sviðakjömmunum og gera sviðasultu. „Það eina sem er vélvætt er vakúmpökkunin, en mest af vörunni seljum við þó í fötum og er þá raðað handvirkt í fötunnar og fleytt yfir með mysu. Þorrinn er án vafa sú vertíð í kjötvinnslunni þar sem mesta handverkið fer fram.“ Starfsfólk SS veit að það ber mikla ábyrgð enda stóla landsmenn á bragðgæðin. Þá kallar þorramat- argerðin á töluverða þekkingu og er ekki starf sem hver sem er getur gengið í. „Við erum svo heppin að okkur hefur haldist vel á starfsfólki, margir starfsmennirnir eru með langan starfsaldur og búa yfir mikilli reynslu. Dugar ekkert minna til því það þarf að leggja natni í þorramat- inn allt frá upphafi til enda.“ Hefðin lifir góðu lífi Ekki þarf að óttast að íslenska þorramatarhefðin sé að deyja út. Þrátt fyrir að Íslendingar geti fund- ið mat frá öllum heimshornum úti í næstu kjörbúð, og standi til boða úr- val veitingastaða sem sinna öllum hugsanlegum matargerðarhefðum, þá rýkur þorramaturinn út. „Salan hefur haldist svipuð í mörg ár og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að unga fólkið sé að skipta þorramatn- um út fyrir pitsur og hamborgara. Að fara á þorrablót er ákveðin upp- lifun sem enginn vill missa af, hefð sem berst frá einni kynslóð til ann- arrar, og maturinn hluti af ánægj- unni sem fylgir því að gera sér glað- an dag í góðra vina hópi á þorra. Svo eru líka alltaf þeir sem eru einfald- lega aldir upp á þessum mat og nota tækifærið þegar þorramaturinn birtist í verslunum og byrgja sig upp til að eiga súrmat fram á vorið.“ Það er til marks um vinsældirnar að mikið af hefðbundna þorramatn- um selst vel árið um kring. „Sviða- sultu framleiðum vil allt árið, og sömuleiðis lifrarpylsu og blóðmör, að ógleymdu hangikjötinu og salt- kjötinu. Ekki er nóg með að þessar vörur seljist á öllum árstímum held- ur höfum við séð söluaukningu und- anfarin sumur.“ ai@mbl.is Mikil vinna er lögð í þorramatinn Ekki er sama hvernig þorra- maturinn er verkaður og þurfa flinkir kjötiðnaðar- menn að hefjast handa strax í ágúst svo allt sé klárt á réttum tíma Hefðir Oddur með skóflufylli af hollum og bragðgóðum þorramat. Morgunblaðið/Ómar Rætur Margir geta ekki staðist rétt- ina á hefðbundnum þorrabakka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.