Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 ✝ Dúa StefaníaHallgríms- dóttir fæddist á Siglufirði 9. maí 1942. Hún lést á heimili sínu 7. jan- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Hallgrímur Márusson, klæð- skeri á Siglufirði og síðar bílstjóri í Reykjavík, f. 6. nóvember 1913, d. 24. júní 1998, og Hermína Guðrún Sig- urbjörnsdóttir húsmóðir, f. 4. ágúst 1916, d. 21. mars 2008. Dúa átti fjóra bræður, Steinar, f. 17. maí 1937, Jónas, f. 17. apríl 1945, Þráin, f. 7. febrúar 1948, og Pálmar, f. 29. júní 1953. Dúa giftist 11. júlí 1964 Arnóri 7. desember 1995, Kristín Lauf- ey, f. 21. janúar 2011, og Jó- hanna María, f. 15. október 2014. Dúa ólst upp á Siglufirði til 15 ára aldurs. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1962 en þar kynntist hún Arnóri, eftirlifandi eiginmanni sínum, til rúmlega 50 ára. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskólanum árið 1963. Dúa átti langan og farsælan feril sem kennari en hún hóf kennsluferil sinn í Miðbæjarskólanum í Reykjavík á árunum 1963-1964, kenndi síðan í Laugalækjarskóla árin 1964-1969, en lengst kenndi hún við Melaskóla eða frá árinu 1969 til starfsloka. Utan kennslu starfaði Dúa um árabil í miða- sölu Listahátíðar Reykjavíkur á sumrin. Dúa og Arnór bjuggu í Vesturbæ Reykjavíkur öll sín hjúskaparár, síðustu 32 ár á Víðimel þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili. Útför Dúu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 18. janúar 2018, klukkan 13. Eggertssyni, lögg. endurskoðanda, f. 6. júlí 1941. Dætur þeirra eru: 1) Arn- dís Jóhanna, f. 31. ágúst 1962. Dóttir hennar er Hrafn- hildur Bragadóttir, f. 16. mars 1983, gift Ragnari Páls- syni, f. 8. desember 1983, dóttir þeirra er Eva Þórdís, f. 30. september 2010. 2) Jóhanna, f. 10. janúar 1969, gift Helmut Hin- richsen, f. 23. ágúst 1953. Sonur þeirra er Teitur, f. 12. maí 1997, og sonur Jóhönnu er Arnór Tumi Jóhannsson, f. 27. júní 1992. 3) Valdís, f. 6. október 1972, gift Ingólfi Gissurarsyni, f. 4. júní 1971. Börn þeirra eru Margeir, f. Í dag er elsku amma borin til grafar og um leið verða kaflaskil í lífi okkar sem vorum svo heppin að eiga hana að. Amma var ein- stök manneskja, hrein og bein, og traust sem klettur. Frá henni staf- aði kærleikur og hlýja sem áfram lifir, þótt amma hafi nú sjálf haldið á braut. Bernskuminningar mínar eru flestar tengdar ömmu á einn eða annan hátt og ávallt átti ég annað heimili og uppbúið rúm hjá henni og afa á Víðimelnum. Þar var oft glatt á hjalla. Amma var lista- kokkur og reiddi við öll möguleg tilefni fram slíkar veislumáltíðir að stundum velti ég því fyrir mér hvort hún hefði leynilegt starfslið bak við tjöldin. Ekki síður dýrmætar eru hversdagslegu minningarnar, eins og síðdegin eftir að skóladegi lauk í Melaskóla þar sem amma var kennari og ég nemandi; amma undirbjó matinn meðan ég æfði mig á píanóið og milli laga streymdu hrósin úr eldhúsinu, í bland við óminn af Þjóðarsálinni – ekki síst ef ég spilaði hennar helsta óskalag, Hagavagninn. Við áttum góðar stundir á ferðalögum um landið, þótt mér þættu amma og afi stundum helst til upptekin af því að hlýða mér yf- ir örnefni, þegar mig langaði að hlusta á vasadiskó. Tillögur úr aft- ursætinu um að stoppa í vega- sjoppu féllu vanalega í grýttan jarðveg; slíkar óskir urðu reyndar ekki margar enda vissi ég vel að ekkert sem hægt væri að kaupa í sjoppu stæðist samanburðinn við veisluna sem beið í farangrinum. Norðurlandið átti sérstakan stað í hjarta ömmu. Þar var allt framúrskarandi: veðrið, maturinn og berin í Böggvisstaðafjalli. En þótt amma væri dreifbýlisstúlka inni við beinið var hún líka víðför- ull heimsborgari og var eins og klippt út úr bíómynd þegar hún sveif um stræti stórborga. Hún var falleg kona og einstaklega smekkvís og þegar ég rakst einu sinni á gamlar passamyndir af henni hrökk ég við – hún hafði yngst með árunum. Þegar ég var unglingur fórum við tvær saman í ferðalag til Spánar og ég man eftir að hafa hugsað með sjálfri mér hvað ég ætti óvanalega og skemmtilega ömmu þegar við vor- um skyndilega, nánast án þess að ræða málið, komnar um borð í ferju á leið yfir Gíbraltarsundið til Marokkó. Amma var hispurslaus og skóf ekki af hlutunum. Hún var lítið gefin fyrir tilfinningasemi; sagði það sem hún meinti og meinti það sem hún sagði, þótt kaldhæðni væri um leið hennar aðalsmerki. Nú síðustu daga, í miðri sorginni sem fylgir andláti hennar, hafa endurtekið hljómað í huga mér meitlaðar og afdráttarlausar yfir- lýsingar ömmu um allt milli him- ins og jarðar – þar á meðal um sjálfa sig og endalok sín – bland- aðar þeim sérstaka húmor og glettni sem einkenndi allt hennar fas. Og við það líður mér umsvifa- laust betur. Einhvern veginn kemur það mér ekki á óvart að amma, sem ávallt hugsaði fyrir öllu hjá okkur afkomendunum, taki sjálf að sér að hressa mann við eftir dauða sinn. Við kveðjustund er mér efst í huga þakklæti og gleði yfir að hafa fengið að vaxa úr grasi undir verndarvæng ömmu og fyrir að hafa alla tíð átt hana að sem bandamann og vin. Hennar verð- ur sárt saknað. Hrafnhildur Bragadóttir. Nú þegar elsku amma mín hef- ur yfirgefið þennan heim er ým- islegt sem kemur upp í hugann. Sorg og missir er þess á meðal, en í hinu stóra samhengi vegur þyngst ánægja með að hafa fengið að verja mörgum og góðum stund- um með jafn frábærri ömmu og hún var mér. Það var alltaf gaman með ömmu enda var hún fyndin, hlát- urmild og hlý. Amma var mikið gefin fyrir ferðalög og ég var svo heppinn að slást nokkrum sinnum með í för. Þegar við mamma og Teitur bróðir minn bjuggum í Þýskalandi, kom amma oft í heim- sókn og þá þveruðum við borgina á reiðhjólum og gerðum vel við okkur á betri kaffihúsum bæjar- ins. Heima á Víðimel var aldrei annað en kræsingar á boðstólum, enda var amma afbragðskokkur og mikill matgæðingur. Frá því ég man eftir mér hefur amma, ásamt Arnóri afa mínum, verið sannkallaður klettur í tilveru minni. Heimili þeirra hefur verið mitt annað heimili og gilti það um fleiri fjölskyldumeðlimi. Einlæg velvild, væntumþykja og stuðn- ingur í hvívetna einkenndi sam- band okkar ömmu, og það kann ég betur að meta en orð fá lýst. Ég sakna ömmu, enda var hún bæði stórskemmtileg og góð manneskja. Þegar söknuðurinn hjaðnar standa eftir stórkostlegar minningar sem ég met mikils og munu fylgja mér alla tíð. Fyrir þær er ég ævinlega þakklátur. Arnór Tumi Jóhannsson. Mynd í huganum sýnir Dúu aka barnakerru um götur Sigló. Ég er í kerrunni. Dúa og frænkur mínar hafa það sérkennilega hlutverk að aka um með þennan stóra dreng. Það er vandræðalegt að útskýra hvað þetta stóra barn er að gera í allt of lítilli kerru. Ég var eitthvað fótaveikur. Ég á líka stórkostleg minn- ingarbrot frá bílferð um Siglu- fjarðarskarð í kolvitlausu hríðar- veðri haustið 1956 þegar fjölskyldan flutti suður. Pabbi sat við stýrið en mamma varð að fara út úr bílnum hvað eftir annað og ganga fyrir framan hann þegar við fórum um vegleysur Fljótanna. Ég var skíthræddur í aftursætinu. Ekki í fyrsta sinn í fjölskyldunni sem góðar konur leiða karla í vanda á rétta braut. Einn farþegi í bílnum haggaðist ekki og lét þetta ofsaveður ekkert á sig fá. Það var Dúa. Allt í gegn- um snjóskaflana í Skarðinu og yfir Fljótin, sveitina þeirra pabba og mömmu, söng hún lagið sem Doris Day gerði ódauðlegt. „Qué sera, sera, whatever will be will be.“ Sumarið 1960 fékk ég aftur að reyna ævintýri á æskuslóðum. Að vera sumar í síldarbænum hjá Frigga frænda mínum og fjöl- skyldu. Þá vann Dúa á síldarplani. Mik- ið var maður stoltur af þessari fal- legu, stóru systur. Dugleg og fylgdist með bróður sínum. Alltaf að passa upp á þá sem næst henni stóðu. Góð vinkona í fjölskyldu okkar, sagði um Dúu unga að hún hefði óvenjusnemma orðið mjög ákveð- in. Kjaftfor, sagði hún. Það var ekki illa meint. Þegar hún sagði sögur af Dúu þá kom í ljós að þetta var hrós. Það var eitthvað í hana spunnið, þessa stelpu. Hún svar- aði alltaf fyrir sig. Þá átti enginn neitt inni hjá henni. Allt fram á fullorðinsár voru þau Arnór, mágur okkur fyrir- myndir. Alltaf vandað til alls hvort sem það voru fyrstu bílakaupin eða ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Stefnan var snemma tekin á að mennta sig og hvetja aðra til mennta. Gestrisni og einstakan höfðingsskap hafði hún frá for- eldrum okkar. Við skulum halda stúdentsveisluna, Þráinn minn. Þú mátt bjóða bestu vinum þínum, sagði hún, þegar hún bauðst til að halda veisluna. Það var eftirminni- legur dagur að verða stúdent og eiga svona góða að. Þegar heilsu foreldra okkar hrakaði og þau urðu heimilisfólk á Sunnuhlíð, kynntist ég nýrri hlið á Dúu systur. Við hittumst nær dag- lega á Sunnuhlíð fyrst hjá pabba og síðan hjá mömmu í nærri ára- tug. Nærgætnin og trúfestin sem hún sýndi foreldrum okkar var einstæð og bar henni fagurt vitni. „We will have rainbows day af- ter day,“ söng Doris Day. Dagar hennar Dúu systur síðustu árin voru ekki undir regnbogalitum. En þá kom í ljós í alvarlegum veik- indum að uppgjöf var ekki til í orðabókinni. Allt til enda. „Will I be pretty? Will I be rich?“ spurði Doris. Dúa systir átti auð sem lifir hana og fjölskyldu þeirra Arnórs. Þann auð sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Fjársjóð sem hún skilur eftir. Þökk sé henni fyrir allt sem hún var okkur. Þráinn og Kara. Dúa Stefanía Hallgrímsdóttir ✝ Nína Erna Ei-ríksdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1935. Hún lést á Dvalarheimili Stykkishólms 7. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ei- ríkur Helgason raf- virkjameistari, f. 14.12. 1907, d. 24.10. 1983, og Unnur Jónsdóttir húsmóðir, f. 10.8. 1912, d. 19.6. 1984. Systk- ini Nínu eru: 1) Auður Lella, f. 20.10. 1932, d. 11.3. 2015, gift Benedikt Eyfjörð Sigurðssyni, d. 31.5. 2008. 2) Helgi, f. 27.6. 1936, kvænt- ur Elínborgu Karlsdóttur. 3) Sesselja, ekkja, f. 22.8. 1941. 4) Þorsteinn, f. 25.2. 1945, kvæntur Jóhönnu Gunnarsdóttur. 5) Að- alheiður Steinunn, f. 14.11. 1951, gift Erni Alexanderssyni. Nína Erna giftist 14. desem- ber 1957 Þorvaldi Ólafssyni, f. 15.12. 1937, d. 10.12. 2016. For- Guðríður, f. 3.12. 1962, gift Gísla Björgvini Konráðssyni. Börn þeirra eru Bryndís, gift Mouha- med Boutaayacht, Björgvin, kvæntur Apríl Adkisson, og Nína Björk, sambýlismaður Jón Gunnar Björnsson. 5) Jónína Þórunn, f. 12.11.1967. Börn hennar eru Jóhanna Sandra, sambýlismaður Ríkharður B. Ríkharðsson, Sigurður og Guð- björg Svava, sambýlismaður Gauti Hreinsson. 6) Aðalsteinn, f. 2.10. 1969, kvæntur Helgu Hilmarsdóttur. Börn þeirra eru Erla Dögg, Aron Már og Tinna Sif. Langömmubörnin eru 23. Fyrstu ár ævi sinnar ólst Nína Erna upp á Hverfisgötu 90 í Reykjavík en árið 1938, þá þriggja ára að aldri, fluttist hún ásamt foreldrum sínum og systkinum til Stykkishólms. Nína vann almenn verkakvenna- störf í Stykkishólmi ásamt því að sinna stóru og barnmörgu heimili. Árið 1992 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem hún starfaði við ræstingar og sem matráður á leikskóla. Árið 2008 fluttu þau heim í Hólminn og bjó hún þar til æviloka. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 18. janúar 2018, klukkan 14. eldrar hans voru Ólafur Jón- atansson, f. 16.2. 1907, d. 24.2. 1970, og Guðríður Guð- mundsdóttir, f. 27.8. 1908, d. 15.10. 1982. Börn Nínu Ernu og Þorvaldar eru: 1) Guðný, f. 13.2. 1956, gift Poul Erik Boel. Synir hennar eru Þorvaldur, sambýliskona Celia Navarro, og Daníel, sam- býliskona Halla Birgisdóttir. 2) Magni Rúnar, f. 28.1. 1959, kvæntur Valborgu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Elínborg, gift Rúnari Sigurðssyni, Erna Rún, gift Torfa B. Kristleifssyni, Guð- jón, sambýliskona Sara Lind Sigmarsdóttir. 3) Ólafur, f. 11.3. 1961. Börn hans eru Berglind Eva, sambýlismaður Magnús Vésteinsson. Þorvaldur, Arnar Þór, kvæntur Eddu Unnsteins- dóttur, og Brynja Ýr, sambýlis- maður Davíð Guðmundsson. 4) Mig langar að nota þessa grein til þess að þakka henni Nínu ömmu minni allt það sem hún gaf mér þessi ár sem við áttum sam- an. Hún, ásamt afa, átti stóran þátt í því að ala mig upp og í gegnum það uppeldi tengdumst við sterkum böndum sem fjar- lægð og tími gátu síðar meir ekki veikt né slitið. Allt byrjaði þetta á Silfurgöt- unni þar sem Nína sá til þess að allt gengi sem best fyrir sig. Ótal minningar um köku-, ís-, og mat- argerð; handa-, sauma-, og heimavinnu; og jól, páska, og sumar á því sem fyrir mér virtist besta heimili sem nokkur gæti al- ist upp á. Trén sem þú gróður- settir. Sólböð úti á túni. Eldhúsið á sjúkrahúsinu. Ég get ekki ítrekað nógu oft hvað þú áttir stóran þátt í því að minningar mínar af Silfurgötunni eru upp- fullar af sólskini, hlátri, og skemmtun. Takk fyrir öll kvöldin sem við spiluðum rommý. Berlínarbollurnar. Svo liðu árin, þið afi voruð kominn til Reykjavíkur. Þar skiptust á skin og skúrir og sam- band okkar hafði breyst en samt er sá tími uppfullur, í minning- unni, af einlægum samræðum við og kaffidrykkju með því fólki sem best var heim að sækja. Takk fyr- ir tupperware-ið. Allt það sem þú bróderaðir. Leiðarljósið. Allt í einu breyttistu svo í ferðagarp, fljúgandi út um allan heim að heimsækja fjarlæga og framandi staði. Nú varst það þú sem komst og heimsóttir mig inn á milli þessara fjarlægu ferða- laga. Þú heillaðir Ítalina upp úr skónum þegar þú komst og sýnd- ir þeim hvernig ætti að njóta lífs- ins. Spánverjarnir eru enn þann dag í dag agndofa yfir ævintýra- þránni, lífsgleðinni, og að þú hafir gengið Madríd þvera og endi- langa. Hvert sem þú komst snert- irðu líf þeirra sem hittu þig, þau hugsuðu hlýtt til þín og eru þakk- lát fyrir að þú hafir stoppað við hjá þeim. Takk fyrir að sýna mér hvern- ig á að lifa lífinu. Takk fyrir að hafa lifað lífinu til fullnustu með- an þú hafðir heilsu til. Takk, amma. Þorvaldur Konráðsson. Enn er höggvið skarð í syst- kinahópinn, Nína mín látin. Nína var næst elst af sex syst- kina hópi, elst var Auður Lella, látin, Nína, látin, Helgi, Sesselja, Þorsteinn og Aðalheiður Stein- unn. Ég man glöggt þegar Nína og Valdi fóru að draga sig saman, ég var þá á 12. ári. Margs er að minnast og ég var hjá Nínu þegar Guðný var að taka tennur. Valdi var þá á sjón- um og við Nína skiptumst á að hugga stelpuna. Svo komu börnin eitt af öðru, sex stykki takk fyrir, öll falleg og myndarleg börn. Sumarið 1969 þá var Nína hjá okkur Óla með börnin, þau voru að byggja í Hólminum og búin að selja Blönduhlíðina. Þetta var yndislegt sumar og Nína ófrísk að Alla, hún var svo létt á sér að þau Óli kepptu um hvort yrði fyrra til upp á þriðju hæð og Óli hafði ekki roð við henni. Alli fæddist 2. október 1969, þá átti Kata mín sjö ára afmæli og ég sagði henni að hún hefði fengið frænda í afmælisgjöf, sú stutta þagði lengi en sagði svo: „En mamma, hvernig á ég að gefa honum að borða, ég er svo lítil.“ Nína fór til Siglufjarðar á síldarplan. Helgi bróðir og Valdi voru á síld þetta sumar og ég fékk að fara líka, þá aðeins 15 ára, en með því skilyrði að Nína pass- aði stelpuna, sem hún og gerði. För okkar til Búlgaríu, Nínu, Valda, Óla og mín, var yndisleg. Svo stoppuðum við nokkra daga í Kaupmannahöfn á leiðinni heim. Ég tala nú ekki um Kínaferð sem við systurnar Nína og ég fór- um í. Kína, þar upplifðum við ýmislegt sem var okkur ógleymanlegt. Nínu var margt til lista lagt; saumaskapur, að orkera sem hún lærði af mömmu okkar, að baka kökur og skreyta tertur, það voru sko listaverk, rósirnar hennar og glerlistaverkin hennar og margt fleira. Síðustu árin átti Nína mín við veikindi að stríða en ávallt varð hún glöð að sjá okkur og síðasta ferðin okkar allra systkinanna í Skorradalinn í sumarbústað Þor- steins er okkur ógleymanleg og falleg minning. Já, margs er að minnast og margs að sakna en eins og við vit- um veit enginn sína ævi fyrr en öll er. Nína mín, ég þakka þér fyrir allt og allt, hvíl í friði hjá Valda þínum. Þín systir Sesselja. Nú er hún Nína frænka dáin. Þegar ég hugsa um þig og til baka kemur upp í huga mér mikið ofboðslega getur ástin verið sterk, mér fannst þú deyja líka þegar hann Valdi þinn dó fyrir rúmu ári. Þú varst mér sem önn- ur móðir þegar ég var að alast upp hér í frelsinu í Stykkishólmi. Við frændurnir vorum oft að leika okkur á höfðanum fyrir ofan Silfurgötu 24, og þá var gott að vita af þér heima. Þú huggaðir okkur er við höfðum meitt okkur og gafst okkur að borða þegar við vorum svangir, enda ert þú lista- kokkur og bakari. Ég man enn eftir kransakökunni í ferming- unni minni sem ég sé ennþá fyrir mér sem risa turn, hana bakaðir þú og mamma. Ég man líka vel eftir þér og mömmu að baka sam- an fyrir stórveislur í fjölskyld- unni, en þið voruð svo heppnar að vera ekki aðeins mágkonur held- ur líka vinkonur. Núna í seinni tíð hitti ég þig stundum þegar ég fór upp á dvalarheimili. Þá sast þú í stól í matsalnum og horfðir kannski á sjónvarpið eða hlustað- ir á fólkið. Alltaf heilsaði ég þér og faðmaði, þá sagðir þú alltaf við mig „á ég afmæli í dag?“ og brostir enda komin með alzheim- er og þekktir mig ekki nema í hjarta þínu. Nú ertu hjá honum Valda þínum. Takk fyrir allt, Nína mín. Við vottum börnum þínum og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúðarkveðjur og kveðjum með þessum orðum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Eiríkur og Unnur. Seinni part vetrar árið 1967 hittust nokkrar ungar konur og stofnuðu saumaklúbb. Við vorum nokkuð margar í fyrstu en svo urðum við átta sem hittumst reglulega. Fyrstu árin vorum við duglegar handavinnukonur en síðar frekar svona hannyrða-, hlátra- og skemmtiklúbbur. Nú er enn ein af hópnum dáin, það er sú fjórða sem við kveðjum. Samt erum við ekki orðnar mjög aldr- aðar, þannig að okkur hefur fundist þetta frekar óréttlátt. Nína Erna Eiríksdóttir andaðist á Dvalarheimilinu hér í Stykkis- hólmi, en hún var okkar elst. Þó að við kveðjum hana með söknuði fylgir því líka gleði yfir að hún fékk að fara. Hún var orðin mikið veik og hugurinn löngu farinn frá okkur. Nínu fylgdi alltaf mikil gleði, hún var hláturmild og hláturinn smitandi. Hún var líka mikil hús- móðir og matgæðingur. Pavlov- urnar hennar gleymast ekki. Handavinna lá vel fyrir henni og við minnumst þess sérstak- lega hvað hún var flink að orkera, þessa fínu dúka. Hún reyndi ítrekað að kenna okkur orker- ingu, án sýnilegs árangur. Eins minnumst við sérstaklega og það er hversu hreinskilin hún var og sagði alltaf meiningu sína, hver Nína Erna Eiríksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.