Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 75
haldsskólanámi. Eftir nám í Dan- mörku fluttu Ingólfur og fjölskylda hans heim til Íslands. Hann starfaði fyrst um sinn hjá Þorgeir & Ellert hf. en síðan hjá Framleiðni sf. Ingólfur og eiginkona hans hófu eigin rekstur um 1990 en nú starf- rækja þau systurfyrirtækin Skagann hf. og Þorgeir & Ellert hf., á Akra- nesi, og 3X Technology ehf., á Ísa- firði. Ingólfur er framkvæmdastjóri þessara fyrirtækja undir sameig- inlegu vörumerki þeirra, Skaginn 3X. Ingólfur hlaut nýverið við- skiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar Verslunar fyrir árið 2017. Auk þess fengu fyrirtækin Útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands, 2017, og Nýsköpunarverðlaun Íslands, 2017. Ingólfur hefur fyrst og síðast áhuga á starfi sínu og fjölskyldu:„Ég er heppinn að þessu leyti. Ég hef fyrst og fremst áhuga á nýsköpun og tækniframförum og hlakka til að mæta til vinnu á hverjum degi. Auk þess eru þetta dæmigerð fjölskyldu- fyrirtæki þar sem eiginkona mín og börn vinna öll við fyrirtækin. Það má því segja að starfið snúist um og tengist því sem mér er helst annt um.“ Fjölskylda Eiginkona Ingólfs er Guðrún Agnes Sveinsdóttir, f. 23.1. 1960, fjár- málastjóri. Móðir hennar var Una Jónmundsdóttir, f. 22.6. 1933, d. 29.8. 2013, húsfreyja á Akranesi, en maður hennar er Guðjón Jóhannes Hafliða- son, f. 21.8. 1938, vélfræðingur á Akranesi. Faðir Guðrúnar Agnesar er Sveinn Gunnar Hálfdánarson, f. 23.7. 1939, prentari og verkalýðsfor- ingi í Borgarnesi en kona hans er Ása Baldursdóttir, f. 14.9. 1941, ritari í Borgarnesi. Börn Ingólfs og Guðrúnar Agnesar eru 1) Árni Ingólfsson, f. 3.7. 1980, verkstjóri á Akranesi; 2) Jónmundur Valur Ingólfsson, f. 19.7. 1981, tækni- stjóri á Akranesi en kona hans er Helga Sjöfn Jóhannesdóttir sjúkra- þjálfari og eru barnabörnin Guðjón Valur, f. 2011, Una Guðrún, f. 2014, og Jóhannes, f. 2015; 3) Una Lovísa Ingólfsdóttir, f. 16.12. 1987, aðstoð- armaður framkvæmdastjóra á Akra- nesi en maður hennar er Arnfinnur Teitur Ottesen ráðgjafi og eru barna- börnin Daníel Árni, f. 2011, Ingólfur Thor, f. 2014, og Jón Agnar, f. 2016, og 4) Margrét Ingólfsdóttir, f. 2.9. 1999, nemi á Akranesi en unnusti hennar er Árni Snær Fjalarsson nemi. Systkini Ingólfs eru 1) Jón Árna- son, f. 7.1. 1960, innkaupastjóri og hestaræktandi í Hvalfjarðarsveit; 2) Marta Árnadóttir, f. 31.3. 1963, kaup- kona í Reykjavík, og 3) Helga Árna- dóttir, f. 22.5. 1973, kaupkona í Reykjavík. Foreldrar Ingólfs: Árni Ingólfsson, f. 31.7. 1929, d. 24.6. 2016, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir í Reykjavík, og k.h., Margrét Þóra Jónsdóttir, f. 28.11. 1934, kaupkona í Reykjavík. Ingólfur Árnason Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Vestmanna eyjum Guðný Marta Hannesdóttir saumak. í Rvík Jón Lárusson vélstj. í Rvík Margrét Þóra Jónsdóttir kaupk. í Rvík Guðríður Pálsdóttir húsfr. í Rvík Lárus Jónsson háseti í Rvík Þóra Hannesdóttir húsfr. í RvíkGuðmundur Guðjónsson fyrrv. yfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra Gísli Hannes Guðjónsson fyrrv. yfirréttarsálfræðingur Lundúnaháskóla Hannes Sigurðsson b. og uppfinningam. í Eyjum, systursonarsonur Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns, af Presta-Högnaætt Tómas Sigurðsson b. á Barkarstöðum í Fljótshlíð Marta Tómasdóttir húsfr. í Rvík Grétar Haraldsson hrl. í Rvík Sigurður J. Grétarsson prófessor í sálfr. við HÍ Ólöf Eldjárn þýðandi í Rvík Halldóra Kr. Ingólfsdóttir Eldjárn, forsetafrú Kristján Andri Stefánsson sendiherra Stefán Hallur Stefánsson leikari Þórarinn Eldjárn rithöfundur Ari Eldjárn uppistandari Kristján Eldjárn gítarleikari Brynjólfur Jónsson læknir í Rvík Jón H. Hannesson rafvirki og vélstj. í Vestmannaeyjum og í Kópavogi, lést sl. nóvember, 105 ára, elstur íslenskra karla Árni Elías Árnason spari- sjóðsstj. í Bolungavík, síðar skrifstofum. í Rvík Árni Árnason skrif- stofustj. hjá Ríkis- endur- skoðun í Rvík Árni Ármann Árnason hrl., á Sel- tjarnar- nesi Petrína Helga Einarsdóttir húsfr. á Fossá á Barðaströnd Jónas Guðmundsson b. á Fossá á Barðaströnd Ólöf Sigríður Jónasdóttir húsfr. á Ísafirði Ingólfur Árnason framkvstj. á Ísafirði Halldóra Á. Ólafsdóttir húsfr. í Bolungarvík Árni Árnason útgerðarm. í Bolungarvík Úr frændgarði Ingólfs Árnasonar Árni Ingólfsson læknir í Rvík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framkvæmdastjórinn Með athafna- líf við Reykjavíkurhöfn í baksýn. ÍSLENDINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 ALLT FYRIR HÁR & HÚÐ harvorur.is Modus Hár- og Snyrtistofa - Smáralind | Modus Hársnyrtistofa - Glerártorgi Sími: 527 2829 harvorur.is Stefán Magnús Jónsson fæddistí Reykjavík 18.1. 1852. For-eldrar hans voru Jón Eiríks- son, bókhaldari í Reykjavík, og Hólmfríður Bjarnadóttir Thor- arensen húsfreyja. Jón var sonur Eiríks Grímssonar, bónda í Skinnalóni, og k.h., Þor- bjargar Scheving húsfreyju, en Hólmfríður var dóttir Bjarna Frið- rikssonar Thorarensen, stúdents og bónda á Bæ í Hrútafirði og á Stóra- Ósi í Miðfirði, og f.k.h., Önnu Jóns- dóttur húsfreyju. Fyrri kona Stefáns var Þorbjörg, dóttir Halldórs Sigurðssonar, stúd- ents og hreppstjóra á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, og k.h., Hildar Ei- ríksdóttur húsfreyju. Meðal barna Stefáns og Þor- bjargar voru Hilmar Stefánsson, bankastjóri Búnaðarbankans, faðir Stefáns, bankastjóra þar; Björn, prófastur á Auðkúlu, faðir Ólafs. hagfræðiprófessors og alþing- ismanns og Ásthildar, konu Steins Steinars; Hildur, móðir Jens mann- fræðings og myndlistarmannanna Ólafar og Þorbjargar Pálsdætra, og Sigríður, móðir Árna Gunnarssonar, deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu. Seinni kona Stefáns var Þóra, dóttir Jóns Þórðarsonar, prófasts á Auðkúlu, og var dóttir þeirra Sigríð- ur, húsfreyja á Æsustöðum. Stefán lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1873 og embættis- prófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1875. Stefáni voru veittir Bergsstaðir í Svartárdal 1876, varð prestur á Auð- kúlu í Svínadal 1885 og var þar prestur til 1921. Stefán var sýslunefndarmaður í Húnavatnssýslu 1886-1908 og í Austur-Húnavatnssýslu 1909-1910. Hann var fulltrúi á Þingvallafundi 1888 og varaamtsráðsmaður í Norð- uramtinu fyrir Húnavatnssýslu 1901-1907. Hugvekjur eftir Stefán komu út á Akureyri 1885 og hann skrifaði greinar í Bjarma, Kirkju- blaðið, Morgunn og Óðinn. Stefán lést 17.6. 1930. Merkir Íslendingar Stefán M. Jónsson 95 ára Dóra Magnúsdóttir 90 ára Einar Þ. Hjaltalín Árnason Tryggvi Árnason 85 ára Sigrún Jónsdóttir 80 ára Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir 75 ára Alma V. Sverrisdóttir Edda M. Halldórsdóttir Jónína Á. Hallgrímsdóttir Kristín Hermannsdóttir Margrét Schram Sigurður Jóhannsson Tómas Sigurðsson 70 ára Anna Björgvinsdóttir Anna S. Carlsdóttir Eiríkur Birkir Helgason Hera K. Hermannsdóttir Jóna I. Guðmundsdóttir Sigurbjörn R. Helgason 60 ára Ásdís Leifsdóttir Ebeneser A. Jónsson Emil Örn Kristjánsson Hafdís Magnúsdóttir Ingi Bjarnar Guðmundsson Ingólfur Árnason Joy Portilla Magnús Rúnar Erlingsson Robert Tóth Sigurður Elías Hjaltason Stefán Steinsson Sævar Skaptason 50 ára Andrius Mockus Ásta Birna Gunnarsdóttir Berglind Fríða Viggósdóttir Brynjar Zophoníasson Guðbjörg Anna Jónsdóttir Guðmundur Guðmundsson Halldór A. Þorvaldsson Heiðar Ingi Svansson Helga I. Þráinsdóttir Jóhanna K. Snævarsdóttir Kristinn Hjalti Hafliðason Sigfús Davíðsson Sigursteinn Gunnarsson Sverrir Norðfjörð Bergsson Valgeir Jensson Þorsteinn Björgvinsson 40 ára Andrea K. Sigurðardóttir Anna Marín Kristjánsdóttir Bjarki Guðjónsson Elínborg H. Lúðvíksdóttir Guðjón Birgir Þórisson Gústaf Anton Ingason Ingi Jarl Sigurvaldason Janis Kozlovskis Justinas Gaucys Kristján Arnarsson Maribel Malasa Quinones Óðinn Örn Sigurðsson Reynir Reynisson Rúnar Magnússon Sigurður Jóhann Ringsted Vladimir Zincenko 30 ára Alma Jónsdóttir Bernadetta Slupik Fergus Lloyd Mason Hjörtur Jón Hjartarson Írena Lilja Haraldsdóttir Kristján Ingvarsson Mariusz Artur Karlak Ólafur Þór Stefánsson Ómar Þór Yngvason Sigrún Elín Haraldsdóttir Tomas Daubara Þórdís Gyða Magnúsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Þórdís ólst upp í Vestmannaeyjum, býr þar, lauk stúdentsprófi og prófi sem svæðisnuddari og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Baldvin Þór Sig- urbjörnsson, f. 1986, vél- stjóri á Sigurði VE. Dætur: Anna Rakel, f. 2014, og Sigrún Arna, f. 2017. Foreldrar: Sigrún Hjör- leifsdóttir, f. 1962, og Magnús Örn Guðmunds- son, f. 1956. Þórdís Gyða Magnúsdóttir 30 ára Ómar býr á Sel- fossi og er lærður blikk- smiður. Maki: Katrín Þrast- ardóttir, f. 1989, starfs- maður hjá ART-teyminu á Selfossi. Dóttir: María Þórs, f. 2014. Foreldrar: Ingvi Þór Magnússon, f. 1963, verk- taki, og Þorbjörg Hlín Guðmundsdóttir, f. 1963, aðstoðarverslunarstjóri við Vínbúðina á Selfossi. Ómar Þór Ingvason 40 ára Sigurður ólst upp á Akureyri, lauk BSc-prófi í sjávarútvegsfræði frá HA og rekur stálsmiðjuna Út- rás á Akureyri. Maki: Kristín Mjöll Bene- diktsdóttir, f. 1982, sölu- fulltrúi hjá Samherja. Börn: Sigurður Gísli, f. 2004; María Rún, f. 2012, og Katrín Mjöll, f. 2013. Foreldrar: Sigurður Gísli Ringsted, f. 1949, og Sig- rún Skarphéðinsdóttir, f. 1950. Sigurður Jóhann Ringsted
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.