Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 79

Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 leiki, sem vekur sífellt meiri athygli í öðrum löndum. Langflestar fyrirspurnir sem okk- ur berast nefnilega að utan tengjast heimildasafni okkar um frumkvæði listamanna hér, þessari samantekt á öllum galleríum og sýningarrýmum sem listamenn hafa opnað og rekið – og líka gjörninga-arkífið, sem er al- veg sérstakur handleggur. Og slíkt er hvergi til í öðrum söfnum.“ Sýnilegri í Marshall-húsinu Þorgerður segir ólíkar hugmyndir um það hvernig eigi að safna tíma- tengdri list, eins og Nýló gerir. „Við erum með ákveðnar hug- myndir um það og þær eru alltaf ræddar við listamennina sjálfa. Það er vitaskuld þó ekki hægt þegar listamennirnir eru fallnir frá en við höfum engu að síður góðar hug- myndir um þær gjörningaheimildir sem við eigum og sumir gjörning- anna hafa verið gefnir í kjölfarið á skráningunni á þeim. Það bætist alltaf í safnið. Og okkur finnst þessi væntanlega útgáfa um listamannareknu rýmin vera mikilvægt innlegg í íslenska listasögu. Þessi útgáfa hefur verið lengi í bígerð en við höfum ýtt henni á undan okkur vegna annarra að- kallandi verkefna eins og flutninga. það væri kjörið að gefa þessa bók út núna í lok ársins.“ En hvað stendur til að gera næstu tíu árin, fram að fimmtugsafmælinu? „Ef Nýló heldur áfram að hafa þriðja augað opið gagnvart samtím- anum og heldur áfram góðri teng- ingu við listasenuna, sem ég tel safn- ið hafa, þá eru bara spennandi tímar fram undan. Myndlistin hefur fengið sýnilegri stað í þessu húsi og sífellt fleiri gestir koma hingað að kynna sér samtímalist – og fá mikið í einni ferð,“ segir Þorgerður. Distant Matter, eða Fjarrænt efni, er heiti fyrstu sýningarinnar sem opnuð er í Nýlistasafninu á 40 ára afmælisárinu og er opnun kl. 17 á morgun, föstudag. Þar gefur að líta ný verk eftir Katrínu Agnesi Klar og Lukas Kindermann, í sýningarstjórn Becky Forsythe. Katrín og Lukas búa og starfa í München og Reykjavík og hafa sýnt verk sín víða í Evrópu og hér á landi en þetta er fyrsta yfirgrips- mikla sýning þeirra í Reykjavík. „Listamennirnir eru frá Þýskalandi og Íslendi en sjálf er ég frá Kanada. Sýningin snýst um hug- myndir um fjarlægðir og það hæfir vel,“ segir Becky, sem jafnframt er safneignarfulltrúi við safn- ið. „Margs konar fjarlægðir koma við sögu, svo sem efni sem berst úr fjarska eða fjarlægur tími, en það tengist einnig vinnuaðferðum listamannanna,“ segir hún, en þau Katrín og Lukas vinna að hennar sögn ólík verk og hvort í sínu lagi en eiga engu að síður í samtali og verkum þeirra er blandað á sýningunni. „Lokaútgáfa verka Katrínar verður oft til í fjar- lægð, því hún lætur aðra um það, svo sem með prentun, en Lukas vinnur mikið með efnivið úr vís- indum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listamennirnir Katrín Agnes Kla og Lukas Kindermann og sýningarstjórinn Becky Forsythe. Fjarlægðir á fyrstu sýningu ársins þessa sögu og fyrir mig sem leikkonu að fara heila ævi á hverju kvöldi.“ Þú ert á sviðinu nær alla sýningu og syngur mikinn fjölda laga. Hvern- ig hefur gengið að halda raddlegu út- haldi? „Þegar mest var vorum við að sýna sýninguna sex sinnum í viku og þá gerði ég ekki neitt annað. Ég var nán- ast eins og pökkuð inn í bómull, svaf alltaf til hádegis – enda næg hvíld nauðsynleg fyrir röddina, fór mikið í gufu og nýtti öll trix,“ segir Katrín og tekur fram að hún búi jafnframt að góðri söngtækni eftir söngnám sem nýtist vel. Nú eru að hefjast æfingar á Sýn- ingunni sem klikkar sem er fyrsta nýja sýningin þín frá frumsýningu Ellyjar. Hvernig leggst það í þig? „Ég hef ekki æft nýja sýningu í heilt ár, en hlakka til. Það verður spennandi að prófa eitthvað nýtt og halda áfram að þroskast sem leikari. Ég er samt mjög þakklát fyrir að við erum enn að sýna Elly, því það er skemmtilegasta hlutverk sem hægt er að takast á við að fá að leika þessa mögnuðu konu.“ Senn hefst annað sýningarhléið á Elly. Finnst þér það gagnast sýning- unni að hvíla hana um tíma? „Þegar við hófum sýningar á ný eftir sumarfrí ríkti mikil tilhlökkun í hópnum sem skilaði sér inn á Stóra sviðið. Þar sprakk sýningin út og nýt- ur sín til fulls í betra hljóðkerfi. Við fengum aukakraft eftir að hafa tekið okkur pásu og ég held að það sama eigi eftir að gerast núna.“ Ertu farin að leiða hugann að því hvernig verði að kveðja hlutverkið þegar sýningum á Elly lýkur end- anlega? „Það verður örugglega mjög skrýt- ið þegar sýningum lýkur – hvenær sem það verður, því eftirspurnin er enn svo mikil. Kannski sýnum við bara næstu árin,“ segir Katrín kímin. „Ég held að Elly verði alltaf með mér á einhvern hátt eftir að sýningum lýk- ur, enda vil ég ekki kveðja hana end- anlega. Þetta hlutverk mun alltaf lifa með mér.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Söngpar Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum Ellyjar og Ragnars Bjarnasonar. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Síðustu sýningar leikársins! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Medea (Nýja sviðið) Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 18/1 kl. 20:00 45. s Lau 20/1 kl. 20:00 47. s Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 19/1 kl. 20:00 46. s Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Allra síðustu sýningar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Hafið (Stóra sviðið) Fim 18/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Lau 20/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 4.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 19/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 20:00 Fös 19/1 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30 Lau 20/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 20:00 Fim 15/2 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Sun 21/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Fim 25/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Lau 27/1 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.