Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Því er sannarlega ekki komið að auð-
um kofunum þegar hið sjóðheita um-
ræðuefni matarsóun ber á góma. „Ég
er ansi dugleg við að nýta það hráefni
sem ég vinn með og er útsjónarsöm
með hvernig best sé að nýta afganga.
Þannig getum við slegið tvær flugur í
einu höggi, lagt okkar af mörkum til
að sporna við matarsóun og fengið
meira fyrir peninginn.“
Ásdís segist öflug við að kaupa inn
vörur sem sérmerktar eru verkefn-
inu Minni sóun og fáist í verslunum
Nettó, þar sem ýmiskonar vörur sem
farnar eru að nálgast síðasta söludag
eða eru gengisfelldar fyrir útlitsgall-
aðar umbúðir, séu á sannkölluðum
spottprís – þó nákvæmlega ekkert sé
að þeim. „Þetta eru allskonar vörur,
allt frá þurrvöru upp í stórsteikur
sem eru á 20-70% afslætti, svo það
borgar sig að skoða hvað er í boði.
Ekki bara fyrir umhverfið heldur
líka veskið,“ útskýrir hún létt í
bragði.
Ásdís dregur hér fram tvær upp-
skriftir þar sem hún býður lesendum
upp á að nýta það sem til er og töfra
fram dásemdarmáltíðir fyrir lítinn
pening. „Súpan kostar um 500 krón-
ur þegar ég nýti mér Minni sóunar-
vörurnar eins og ég get og þessar
möffins kosta um 800 krónur en ég
fæ um 12 stykki út úr þessari upp-
skrift. Ætli möndlusmjörið hafi ekki
kostað mest í þessum uppskriftum
og þó er það ekki dýrt – og endist
auk þess mjög lengi,“ segir hún að
lokum.
Bláberja- & bananamúffur
2 þroskaðir bananar
½ b. möndlusmjör (má nota hnetu-
smjör, það er talsvert ódýrara)
¼ b. möndlumjólk
½ b. hunang
2 tsk. vanilluduft/dropar
2 ¼ b. hafraflögur
1 tsk. vínsteinslyftiduft
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. sjávarsalt
½ b. fersk/frosin bláber
2 egg
Aðferð:
Hitið ofn í 175°C og smyrjið eða
spreyið 12 múffu form.
Blandið fyrst saman blautefnum
nema bláberjum og setjið í blandara
eða matvinnsluvél og bætið svo þurr-
efnum út í og blandið vel saman þar
til mjúkt.
Hellið í skál og hrærið bláberj-
unum út í deigið rólega með skeið.
Hellið deiginu í form og fyllið hvert
form um ¾. Bakið í ofni í 20 mín. þar
til hæfilega gyllt á lit.
Leyfið þessu að kólna í um 10-15
mín. áður en þið gæðið ykkur á þess-
um gómsætu múffum!
Það er til dæmis mjög sniðugt að
eiga þessar heilsumúffur í frysti til
að grípa í þegar tíminn er naumur og
hægt að nota þær í morgunmat eða
millimál. Einnig er hægt að gera þær
glúteinlausar og nota þá glúteinlausa
hafra í staðinn.
Papriku- & linsubaunasúpa
4 stk. rauðar paprikur
3 stk. gulrætur
2 hvítlauksrif
1 laukur
2 ½ b. vatn
½ msk. kókosolía
2 dósir hakkaðir tómatar
1 bolli rauðar linsubaunir
1 gerlaus grænmetisteningur
1 dós kókosmjólk
1-2 tsk. Tandoori-krydd
½ tsk. Herbamere krydd
¼-½ tsk. sjávarsalt
Smá pipar
Hitið ofn í 180°C. Saxið paprikur
og setjið í eldfast mót, kryddið þær
aðeins og setjið smá olíu ef vill. Ofn-
ristið í ofni í ca. 20-30 mín. eða þar til
ristaðar.
Hitið olíu í potti og steikið saxaðar
gulrætur, lauk og hvítlauk, kryddið
og hrærið reglulega og leyfið þessu
að malla saman í nokkrar mínútur.
Bætið vatni, grænmetistening,
kókosmjólk, linsubaunum og hökk-
uðum tómötum saman við og látið
suðuna koma upp, lækkið hitann og
látið malla í 20-25 mín.
Hægt að mauka súpuna í blandara
eða matvinnsluvél til að gera hana
meira kremkennda. Bætið við hrein-
um fetaosti eða rifnum veganosti og
smá sítrónusafa áður en þið berið
súpuna fram.
Afar ljúffeng súpa sem gefur okk-
ur góða næringu og fyllingu í amstri
dagsins.
Að borða sig frá matarsóun
Ásdís Ragna Einarsdóttir, eða Ásdís grasalæknir eins og flestir kalla hana, er býsna snjöll í eldhúsinu og hefur ráð undir rifi hverju
þegar kemur að stórkostlegri matseld – hvort sem er til að seðja hungrið eða vinna bug á hverskyns kvillum.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Hræódýr Súpan er bæði gómsæt og afskaplega ódýr.
Einfaldar Muffurnar eru í senn einfaldar og góðar.
Lifir enn Paprikan er í góðu lagi þótt
komin sé fram yfir síðasta söludag.
Meistarasnillingur Ásdís
grasalæknir er frábær kokkur
og þykir afar útsjónarsöm.
Leitar þú að traustu
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 | www. motorstilling.is
ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Lífslíkur bílsins margfaldast
ef hugað er reglulega
að smurningu.ENGAR
tímapantanir
MÓTORSTILLING
fylgir fyrirmælum
bílaframleiðanda um
skipti á olíum og síum.
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Merkivélarnar
frá Brother eru
frábær lausn
inná hvert
heimili og
fyrirtæki
Komdu og kíktu
á úrvalið hjá okkur