Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 55

Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 55
55 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Það er komið að næsta áskoranda í Fimm eða færri og að þessu sinni er það Magnús Már Byron Haralds- son sem er einn eigenda og jafnframt matreiðslumaður á veitingastaðnum RIO REYKJAVIK sem var ný- lega opnaður við gömlu höfn- ina í Reykjavík. Á RIO er matseldin undir áhrifum frá Suður-Ameríku, einna helst Perú, Mexíkó og Brasilíu og leitast er við að nota sem mest ferskt, íslenskt hráefni í suðrænum og nýstárlegum búningi, matreitt á nýjan og spennandi hátt. „Þar sem sumarið er að byrja fannst mér við hæfi að koma með léttan og sum- arlegan rétt sem kallast tostadas. Tostadas er í raun ekkert annað en ristuð tor- tilla með mismunandi hráefni skemmir ekki fyrir að rífa par- mesan yfir í lokin. Grillaður kjúklingur með mangó Kjúklingur Tómatpestó Rucola Tortilla Mangó Ristuð eða grilluð tortilla smurð með tómatpestó, kjúk- lingnum, mangóinu og rucola stráð yfir. Humar og epli Steiktur humar Hvítlauksrjómaostur Græn epli Rucola Tortilla Ristuð tortilla smurð með hvítlauksrjómaosti, rucola sett ofan á, steiktum humrinum raðað ofan á og eplum stráð yf- ir, ágætt að dressa eplið í sí- trónusafa. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Allt í öllu Magnús Már Haraldsson, matreiðslumaður og einn eiganda RIO Reykjavík. ofan á. Tostadas dregur nafn sitt frá orðinu „toasted/ ristaðar“ og þess vegna er tortillan stökk. Þær voru fyrst gerðar til að forðast matarsóun þegar tortil- lurnar voru ekki nógu fersk- ar til að nota í taco. Þá var farið að rista þær eða grilla. Þessi réttur passar við öll tækifæri og er hægt að út- færa hann hvernig sem mann lystir, en hér koma mínar hugmyndir að tos- tada,“ segir Magnús. Hráskinka og geitaostur Hráskinka Mjúkur geitaostur rucola Sultaðar fíkur eða fíkjusulta Tortillan ristuð eða grill- uð, pensluð með ólífuolíu, geitaosturinn smurður á tortilluna, rucola stráð yfir, skinkunni raðað ofan á og fíkjusultunni smurt yfir, Sumarlegar tostadas / tóstaðas MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.