Skírnir - 01.04.2017, Síða 4
Frá rit stjór a
Í þessu hefti eru spunnir áfram ýmsir þeir þræðir og jafnan í Skírni. Hér er haldið
áfram hinni brýnu umræðu síðustu hefta um stöðu íslenskrar tungu og skrifar Hanna
Óladóttir um gamalkunnan fjanda allra máluppalenda, sjálfa þágufallssýkina. Niður -
staða hennar er að nú á dögum, þegar staða tungunnar veikist stöðugt í kjölfar tækni -
þróunar nýs tíma, sé það eins konar lúxusvandi, leifar frá þeim tíma þegar staða
tungunnar var sterk, að eyða orku í að berjast gegn þágufallssýkinni af sömu kröftum
og fyrr; þeim sé betur varið í hina raunverulegu baráttu sem nú stendur upp á líf eða
dauða íslenskunnar.
Merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, Íslendingasögurnar, eru
alltaf til umræðu og hér skrifar Vésteinn Ólason áhugaverða grein um ritunartíma
sagnanna.
Tvö helstu átakaefni samtímans; íslam og uppgangur fasisma og popúlisma, hafa
verið til umfjöllunar í síðustu heftum Skírnis. Í þessu hefti skrifar Eiríkur Bergmann
fróðlega grein um uppgang popúlistaflokka í Evrópu og horfir einkum til Dan-
merkur þar sem áhrif þeirra hafa verið hvað mest — og greinir orsakir þess. Sigur-
jón Árni Eyjólfsson heldur einnig áfram að freista þess að leggja fræðilegan grundvöll
þess að hægt sé að eiga hér upplýsta samræðu um íslam. Af öðru tagi er fróðleg sam-
antekt Kristínar Ingvarsdóttur um samskipti Íslands og Japans, og Birna Lárusdóttir
skrifar skemmtilega grein um aðdraganda þess að Surtsey fékk nafn sitt.
Tvær greinar spretta svo að segja beint út úr samtímanum; annars vegar grein Sal-
varar Nordal um siðferðileg álitaefni tengd nýlegum úrskurði Hæstaréttar um lífsýni
úr látnum afa hennar, og svo grein Kristjáns Guy Burgess um síðustu stjórnar-
myndun og framgöngu hins nýja forseta, en Kristján var einn þátttakenda sem fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skáld Skírnis er að þessu sinni Sigurður Pálsson og birt hans ágæta ávarp við
móttöku Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á liðnu ári. Af öðru bókmenntaefni má
nefna skemmtilega grein Péturs Gunnarssonar um ástmög þjóðarinnar, Jónas Hall-
grímsson, og tengsl hans við hið goðsagnakennda en skammlífa franska ljóðskáld,
Arthur Rimbaud. Einnig fylgja tvær ljóðaþýðingar, önnur eftir Sölva Björn Sig-
urðsson á ljóði Rimbauds sem tengist kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, og svo Pét-
urs sjálfs á Rene Char. Bjarni Bjarnason veltir svo fyrir sér tengslum Kristnihalds
undir Jökli og hinnar víðfrægu sögu Drakúla eftir Bram Stoker — og „þýðingu“
Valdimars Ásmundssonar á henni, Makt myrkranna, sem verið hefur til umræðu að
undanförnu.
Myndlistarmaður Skírnis að þessu sinni er enginn annar en Hörður Ágústsson,
sá magnaði lista- og fræðimaður, og fjallar Aðalsteinn Ingólfsson um nýuppgötvaða
veggmynd eftir Hörð í Grunnskólanum á Siglufirði.
Páll Valsson
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 4