Skírnir - 01.04.2017, Side 152
Tíu einkenni
Í fyrsta lagi eru þjóðernispopúlistar vitaskuld þjóðernissinnar, upp-
hefja gjarnan nostalgískar þjóðargoðsagnir utan um hinn afmarkaða
hóp.
Í öðru lagi, og kannski augljósast, berjast þeir gegn fjölmenn-
ingu og vilja stöðva eða takmarka verulega straum innflytjenda.
Í þriðja lagi er þjóðernispopúlismi yfirleitt einangrandi og úti lok-
andi. Greint er á milli okkar sem tilheyrum samfélaginu, þjóðinni,
og hinna sem standa, eða ættu að standa, fyrir utan hinn skilgreinda
hóp. Þessir hinir geta til dæmis verið innflytjendur, hælisleitendur,
þjóðernisminnihluti, trúarminnihluti og jafnvel stjórnmálaelítan. Í
umræðunni eru þessir hinir— hverjir svo sem þeir eru hverju sinni
— gjarnan gerðir að óvinum sem ógna okkur, einkennum okkar og
menningu eða misnota okkur, til dæmis með aðgangi að velferðar-
kerfi okkar.
Í fjórða lagi hrífast þjóðernispopúlistar af sterku yfirvaldi fremur
en miklu dreifræði og upphefja gjarnan hinn sterka og karismatíska
leiðtoga — sem oft er álitinn eiga í sérstökum tengslum við almenn-
ing — að hann skynji betur en aðrir aðstæður, þrár og langanir hins
almenna manns, nokkuð sem elítan hafi glatað tengslum við.
Í fimmta lagi og þessu nátengt búa popúlistar gjarnan til elítu úr
andstæðingum sínum sem þeir síðan snúast gegn. Þetta gera þeir
oft, jafnvel þótt þeir sjálfir komi úr sömu forréttindahópum og hin
heimatilbúna elíta. Popúlistar telja sig tala í nafni fólksins, almenn-
ings, og greina gjarnan á milli heiðarlegs almennings og spilltrar
elítu.
Í sjötta lagi færa popúlistar gjarnan fram einfaldar lausnir við
flóknum úrlausnarefnum. Þeir kippa sér oft minna en margir aðrir
upp við mótsagnir, svo sem þá að lækka skatta en snarauka um leið
velferðarþjónustu.
Í sjöunda lagi fylgir popúlisma oft siðaboðskapur fremur en
praktísk nálgun og þeir höfða gjarnan fremur til tilfinninga en
kaldrar rökhyggju.
Í áttunda lagi segjast þeir oft í orði kveðnu vera frjálslyndir en
reynast þó yfirleitt aðhyllast verndarstefnu, til dæmis í milliríkja -
152 eiríkur bergmann skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 152