Skírnir - 01.04.2017, Side 105
105„frá sóleyjum“
um Hawai til Japans. Leiðin heim lá yfir Síberíu þannig að úr varð
hnattreisa, mögulega sú fyrsta sem Íslendingur réðst í.48
Verslunarskýrslur sýna að fyrstu vörurnar bárust beint frá Japan
árið 1930 og eru flokkaðar sem „trjávörur“ og „aðrar vörur“. Ætla
má að Jóhann hafi staðið fyrir þessum innflutningi, en verslunin
hófst þó fyrir alvöru með Japansferð hans árið 1931. Í sendibréfum
Jóhanns til viðskiptafélaga síns, Björns Arnórssonar, má sjá að hann
lagði mikið í undirbúning Japansferðarinnar. Hann heimsótti m.a.
verslunardeild japanska sendiherrans í New York og í bréfi skrifar
hann: „… fékk þar að sjá addressubók yfir verksm. og útflytjendur
í Japan og sá nöfn þeirra, sem aðallega selja til Evrópu og Norður-
landanna.“49 Jóhann var einnig í sambandi við starfsmann hjá Gen -
eral Motors, sem var kunnugur í Japan, og deildi með honum
reynslu sinni. Í Japansferðum sínum (1931 og 1933) kom Jóhann
víða við, m.a. í Tókýó, Osaka, Kobe og Nagoya. Hann heimsótti
fjölda postulínsverksmiðja en ekki var hlaupið að því að finna fram-
leiðslu sem hentaði fyrir íslensk heimili enda þótt postulín væri þá
ein af helstu útflutningsvörum Japana. Jóhann taldi henta best að
kaupa heil stell með öllum hefðbundnum fylgihlutum og að sama
skapi þurfti lag, hönnun, litaval o.fl. að falla að íslenskum smekk og
verðið að vera viðráðanlegt. Nóg var af handmáluðu postulíni af
fínustu gerð en illa gekk í fyrstu að finna hefðbundin „evrópsk“
stell eins og skrif Jóhanns frá Osaka eru til vitnis um:
Ég er búinn að vera hér í 5 daga og heimsækja margar postulínsverksmiðjur,
en ekki fundið neina enn verulega góða. Þær eru ógurlega gamaldags, en
ódýrar á vel skreyttu postulíni, sérstaklega á „Luster“ líkt og Versl. J.Þ.
fékk frá Höfn. Bollar ýmist of litlir eða of stórir, flestir mjög lágir og víðir,
og kaffikönnur af gömlu japönsku gerðinni; annað lag varla til. Sykursett
ekki góð tilheyrandi og bollar stemma ekki vel við kaffisettin. Súkkul.
könnur eru til, en alveg önnur gerð en kaffik. og koma ekki til mála, svo ól-
ánlegar eru þær. Hitti á morgun stærstu verksmiðjuna, og sé ekkert þar, þá
er Japan ekki með, nema mjög takmarkað.50
skírnir
48 Vestur-Íslendingurinn sr. Octavíus Thorláksson fór líklega einnig í heimsreisu
þegar hann heimsótti Ísland og Bandaríkin árið 1931.
49 Bréf frá Jóhanni Ólafssyni til Björns Arnórssonar, New York 18. janúar 1931 (í
eigu fjölskyldu Jóhanns).
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 105