Skírnir - 01.04.2017, Side 131
131venus helena
þykir ekkert sjálfsagðara en að aldrei hafi neitt komið fyrir hana,29
að hún eigi ekki neitt, að hún eigi ekki skilið að búa við lúxus eins
og rafmagn30 og að hún sé ekki nógu góð til að vera innandyra ef
mektarfólk flykkist að staðnum. Þá hyggist hún láta sig hverfa, en
sú ætlan, sem lýsir einu litlu, persónulegu uppreisninni í verkinu,
gerir hana einmitt sýnilega. Athygli vekur er persóna, sem leggur
sig fram um að vera lítið sem ekkert, hyggst bæta við það hlutskipti
að taka engan þátt í því sem fram fer: „… þá loka ég bænum og eing-
inn skal hafa neitt af mér hvorki lífs né liðinni og hafið þér það séra
Jón“ (Halldór Laxness 1998: 150).
Það eina sem Hnallþóra getur gert til að tjá sig að einhverju
marki er að segja að hún sé enn meira farin og ekki til staðar en
ævinlega. Ef til vill má ætla að það sé einmitt það sem undirmáls-
veran (e. subaltern) segði hefði hún rödd. Ef reynt er að gera Hnall -
þóru þó að því sem hún virðist vera, ráðskonu, segir hún: „Ég er
bara hérna. Ég fylgi staðnum“ (Halldór Laxness 1998: 27). Þegar
Umbi forvitnast um uppruna hennar þá kveðst hún bara vera ofan
úr fjallinu: „Ég er ekki komin af sérstakri ætt. Það eru aðrir það“
(Halldór Laxness 1998: 28).
Nötru í Makt myrkranna, sem einmitt er bara á staðnum, er lýst
sem daufri og dumbri og samskipti Harkers við hana rísa tæplega
undir nafni sem slík. Um Hnallþóru segir Umbi framarlega í „skýrsl -
unni“: „Óskar eftilvill eftir eilífri þögn og líður illa á sál og líkama
ef yrt er á hana að fyrra bragði“ (Halldór Laxness 1998: 26).
Natra og Hnallþóra eiga það sammerkt að vera konur með svo
sterka fjarveru, svo afgerandi enga eigin tilveru, skort á því sem í
daglegu tali kallast að eiga sitt eigið líf, að freistandi er að álykta sem
svo að höfundarnir dragi meðvitað með þeim fram hlutskipti
margra kvenna eins og það hefur löngum verið í gegnum tíðina og
er enn í ótal tilvikum. Hafi Laxness hrifist af Makt myrkranna og
sótt í hana innblástur þá hefur hann ekki aðeins heillast af per-
skírnir
29 Hnallþóra lýsir því í 5. kafla að hafa sem unglingsstúlka séð Hulduhrút, en endar
þá frásögn á að segja: „Og síðan hef ég sjálf aldrei séð neitt sem kallað er að sjá.
Og aldrei neitt komið fyrir mig“ (Halldór Laxness 1998: 32).
30 Reyndar má efast um að hún búi á því sem menn kalla heimili yfir höfuð: „Í
rauninni ekki um heimili að ræða heldur“ (Halldór Laxness 1998: 113).
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 131