Skírnir - 01.04.2017, Side 121
121venus helena
ingar og nokkrir erlendir aristókratar eins og Koromezzo fursti,
markgreifinn Caroman Rubiano og frú Saint Amand. Valdimar
leggur svo mikla vinnu í sköpun mannapa, sem „voru að allri vöðva-
gerð líkari öpum en mönnum“ (Stoker 2011: 99) og halda til í kjall-
ara hallarinnar í Karpatafjöllum, að í umfjöllun um þá er hægt að
virða fyrir sér eigin skáldsögutexta hans fremur en þýðingu. Djöfla-
messan sem fram fer í hallarkjallaranum að mannöpunum ásjáandi
er dæmi um atriði sem Valdimar spinnur upp, fyrstur í röð fjölda
seinni tíma túlkenda sögunnar.15 Af lýsingunni á djöflamessunni
má ráða að Drakúla eigi samræði við vel vaxna og yndislega stúlku,
eins og það er orðað, sem er afmynduð af skelfingu, en hverrar varir
ljúkast þó upp í munaðarbrosi áður en hún er bitin á barkann
(Stoker 2011: 100–101). Lesandinn fær mynd af konu sem hefur
verið rænt, er viti sínu fjær af hræðslu innan um á annað hundrað
mann apa, virðist nauðgað af hvíthærðum manni sem hluta af ritúali
en nær þó að slaka á og njóta kynlífsins síðustu andartökin. Þetta
atriði má taka sem dæmi um það að frásögn Valdimars verður
stundum of hröð því lesandi fær á tilfinninguna að ef konan ætti
mögulega að geta upplifað munað við þessar kringumstæður, þá
vanti að minnsta kosti einhvers konar skýringu inn í textann. Þessa
tilfinningu, að sums staðar hefði mátt staldra við, hugsa hlutina
betur og jafnvel segja meira, fær lesandi ekki við lestur frumtext-
ans, og er það eitt af því sem skilur verkin að.
Drakúla Valdimars Ásmundssonar er það frábrugðinn Drakúla
Brams Stoker að kannski er viðeigandi að hann gefur honum nafn
sem hvergi er að finna í frumgerðinni, Barón Székély16, og skírir
seinni hluta bókarinnar eftir honum.
Af öllum tilbúnum persónum Valdimars eru tvær áhuga-
verðastar, bæði í sjálfum sér og vegna þess að hliðstæður þeirra má
finna í Kristnihaldi undir Jökli. Er þar um að ræða nafnlausa hefðar-
skírnir
15 “Another innovative feature is that for the first time ever, the Count has a clan
or family (uncle, daughter, etc) and a crowd of followers, he even leads group
ceremonies and satanic rites — an idea showing up in Dracula movies only much
later” (Corneel de Roos 2014: 14). Atriðið er dæmi um það hve frumlegur Dra-
kúlatúlkandi Valdimar var langt á undan öðrum slíkum.
16 Nafn á landsvæði í Rúmeníu, en einnig til sem mannsnafn.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 121