Skírnir - 01.04.2017, Blaðsíða 69
69sögurýnin og íslam
Af ofangreindu er ljóst að þessar rannsóknir við textagreiningu,
samtímaheimildir, fornleifafræði, uppgröft, gjaldmiðlaútgáfu o.fl.
draga upp allt aðra mynd af fyrstu öldum íslams en hefðbundin
íslömsk sýn vill miðla. Hópur gagnrýninna íslamsfræðinga hefur
því myndað teymi um þessar nýju nálganir undir yfirskriftinni
Inarah sem þýðir upplýsing á arabísku. Þessum hópi tilheyra m.a.
evrópskir og norður-amerískir fræðimenn eins og Karl-Heinz
Ohlig, Volker Popp, Gerd-Rüdiger Puin, Elisabeth Puin, Christoph
Luxenberg, Markus Groß, Ibn Warraq, Robert M. Kerr, Jan van
Reeth, Peter Sivers, Johannes Thomas, Sven Kalisch, Claude Gilliot,
Geneviève Gobillot, Raymond Dequin, Alba Fedeli, Tom Milo,
Keeth Small, Frank van der Velden og Piotr O. Scholz (Grodzki
2015). Þau eru sum hver tengd svonefndri Saarbrücken-stefnu sem
Karl-Heinz Ohlig og Gerd-Rüdiger Puin eru í forsvari fyrir en þeir
síðarnefndu beita svipuðum aðferðum og trúarbragðasögulegi skól-
inn (þ. religionsgeschichtliche Schule) styðst við innan biblíu fræð -
anna. En eins og gefur að skilja eru niðurstöður þeirra beggja
umdeildar innan fræðanna (Nagel 2008: 838–840; Neuwirth 2013:
96–104). Hafa ber þó í huga að um mikinn suðupott er að ræða og
einungis tíminn mun leiða í ljós hvaða kenningar verða ofan á og
hverjar ekki.
3.6 „Trúarbrögð falla ekki af himnum ofan“
Dæmi um nýja og umdeilda rannsókn innan þessa fræðasamfélags
er að finna í doktorsritgerð Andreas Goetze, Religion fällt nicht
von Himmel: Die ersten Jahrhunderte des Islams (Trúarbrögð falla
ekki af himnum ofan: Fyrstu aldir íslams). Í henni er viðfangsefnum
og helstu niðurstöðum nýjustu rannsókna innan gagnrýninna ís-
lamskra fræða gerð góð skil. Sjálfur telst Goetze til Saarbrücken-
stefnunnar og telur að elsta hluta Kóransins og þar með upphafs
íslams beri að leita innan sýrlensku kirkjunnar. Íslam hafi upphaf-
lega verið sértrúargrein innan þeirrar kirkju en á 8. og 9. öld tekið
að mynda sjálfstæð trúarbrögð (Goetze 2013: 63–66, 101–109).
Að mati Goetze styðst sýrlensk kristni í guðfræði sinni ekki við
hugtök og hugmyndaheim hellenískrar heimspeki þegar fjallað er
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 69