Skírnir - 01.04.2017, Blaðsíða 27
27sturlungaöld og ritun íslendingasagna
Íslenskt bændasamfélag var í föstum skorðum um aldir, alveg
fram um aldamótin 1900. Þá fór ný tækni að breyta því með sí-
auknum hraða, og nú er öldin allt önnur. Hugmyndafræði og list-
ræn tjáning hennar hefur fylgt þessum breytingum eftir, en yfirleitt
með nokkurri seinkun. Smásagan Gamla heyið eftir Guðmund
Friðjónsson bónda á Sandi er gott dæmi um ritverk sem gefur mynd
af sveitasamfélaginu gamla, gildum þess og áhyggjuefnum, þótt at-
vinnuhættir og viðhorf hafi verið farin að breytast allmikið á dögum
Guðmundar. Þetta er vel skrifuð saga, og vel má lesa hana sér til
ánægju enn í dag, af því að hún fjallar um fleira en mikilvægi hey-
fyrninga; ótti bænda við heyleysi var afleiðing af aldagömlum ótta
við matarskort og hungursneyð sem ætíð ógnaði einstaklingum og
öllu mannlífi fyrr á öldum. En það er óhugsandi að saga Guð -
mundar gæti verið skrifuð á seinni hluta 20. aldar, hvað þá á þeirri
tuttugustu og fyrstu.
Hugtakið „flóttinn úr sveitunum“ — með ásakandi og harm-
rænum undirtón — lifði lengi eftir að öllum hefði átt að vera ljóst
að búsetubyltingin var óhjákvæmileg og að engu síður mætti tala
um „sóknina í þéttbýlið“ með jákvæðum formerkjum. Um og upp
úr miðri síðustu öld voru skrifaðar sögur sem birta hin huglægu
átök milli sveitar og borgar. Sem dæmi mætti taka 79 af stöðinni
eftir Indriða G. Þorsteinsson og Gangvirkið eftir Ólaf Jóhann Sig-
urðsson, báðar frá árinu 1955. Þær segja frá sveitapiltinum í kaup -
staðnum, tjá söknuð eftir samfélagi í faðmi náttúrunnar, samfélagi
sem er að hverfa og gildum þess, gildum sem eru sýnd sem andstæða
hins hættulega og spillta borgarsamfélags, án þess að sveitasam-
félagið sé fegrað. Þessar sögur spegla hugmyndafræðileg átök og
eru tilvísun í baráttu sem í raun var töpuð þegar þær voru skrifaðar,
og það var höfundunum ljóst, en þeir höfðu í bernsku og æsku
skynjað átökin í eigin lífi og hjá þeim sem þeir áttu náin samskipti
við. Varla mundi nokkur nema ófrumlegur eftirlíkjandi skrifa slíkar
sögur í einlægni í dag, þótt vel megi hugsa sér póstmódernískar
eftir líkingar. Sögur Ólafs Jóhanns og Indriða verða ekki verri fyrir
það. Þar er glímt við djúprættar og að hluta ómeðvitaðar tilfinn-
ingar söguhetjanna. Skagfirðingurinn ungi, kennarinn sem er aðal-
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 27