Skírnir - 01.04.2017, Page 220
því sem á leið áttaði Benedikt sig betur á leikritinu sem hann var
lentur í og sætti sig betur við stöðu sína.
Hörðustu hugmyndafræðingar Sjálfstæðisflokksins til langs
tíma höfðu mun meiri áhuga á samstarfi við Vinstri græna en Við -
reisn. Það var kannski loks kominn tími fyrir hinar „sögulegu
sættir“ milli gagnstæðra póla á dögum kalda stríðsins, sem Styrmir
Gunnarsson og Björn Bjarnason höfðu fyrst skrifað um fyrir 37
árum, í stjórnarkreppunni í desember 1979 (Styrmir Gunnarsson
1979; Björn Bjarnason 1979). Þeir sem töldu sig langt komna með
að ná samstarfi Sjálf stæðisflokks og Vinstri grænna eftir kosning-
arnar 2007 sáu nú tækifæri til að læsa því föstu sem ekki náðist þá.
Þjóðlegt íhald fengi sína stjórn þvert á fornar víglínur.
Sá böggull fylgdi skammrifi að þótt innan raða Vinstri grænna
væri hljómgrunnur fyrir því að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki
og Framsókn, einkum meðal þungavigtarmanna úr Norðaustur-
kjördæmi, Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda flokksins og Björns
Vals Gíslasonar, varaformanns, sem voru tilbúnir að beita sínum
miklu áhrifum til að ná þessu fram, þá naut sú leið alls ekki stuðn -
ings þingmanna flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Hún var einnig
óárennileg fyrir formanninn, Katrínu Jakobsdóttur. Hún hafði háð
skemmtilega kosningabaráttu með framsæknasta listafólki Íslands,
sem höfðaði sterkt til yngra fólks á höfuðborgarsvæðinu og átti síst
von á að vera með atkvæðum sínum að styðja varðstöðu um land-
búnað og fisk frekar en kerfisbreytingar.
Katrín var líka skeptísk á að málefnalega yrði hægt að ná saman
við Sjálfstæðisflokkinn. Að hennar mati þurfti mikla innspýtingu í
innviðina, fjárfestingu í heilbrigðis- og menntamál, fjármögnun á
samgöngubótum og til þess þyrfti að afla nýrra tekna fyrir ríkissjóð
sem Sjálfstæðisflokkurinn var hugmyndafræðilega andsnúinn. En
Katrín og frjálslyndari hluti þingflokksins voru undir miklum
þrýst ingi.
Það var kaldhæðni örlaganna að í tíu vikna menúett tækju allir
flokkar þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nema fyrr-
verandi Íslandsmeistari í stjórnarmyndun, Framsóknarflokkurinn.
Framsókn hafði mikinn áhuga á að sitja áfram í ríkisstjórn. Forysta
hennar var í góðu sambandi við Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna
220 kristján guy burgess skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 220