Skírnir - 01.04.2017, Síða 85
85„frá sóleyjum“
Annað dæmi um stefnumót Íslands og Japan má rekja til Heims -
sýningarinnar í Chicago árið 1893 (oft kennd við Kólumbus), en
þar tefldu Japanir fram glæsilegri japanskri höll sem hafði þekkt
japanskt hof að fyrirmynd. A.m.k. tveir Íslendingar sóttu sýning -
una, þeir sr. Matthías Jochumsson skáld og Vestur-Íslendingurinn
sr. Runólfur Marteinsson. Um 1500 Vestur-Íslendingar styrktu
Matthías til ferðarinnar og eftir heimkomu skrifaði hann bókina
Chicagó-för mín. Heimssýningarnar voru eins konar heimsmeist-
aramót þjóðanna og helsti vettvangur þeirra til að kynna afrek sín
á sviði lista, vísinda og iðnaðar. Gegndu þær mikilvægu hlutverki í
því að kynna Japan og aðrar Asíuþjóðir á Vesturlöndum.8 Í bók
Matthíasar er dregin upp athyglisverð heimsmynd þar sem þjóð -
unum er skipað í aldursröð: Asía kemur honum fyrir sjónir sem
gömul, veik og kúguð en lesendur þurfa ekki að velkjast í vafa um
að Ameríka er sú heimsálfa sem hann telur að hafi yfirburði:
Í Chicagó eða á hennar heimssýningu mættist allur Vesturheimur, sem vildi
hann setja gjörðardóm yfir hinum gamla heimi með hans sögu, siðum og —
syndum. Einkum, má óhætt segja, hefir hin unga Ameríka eins og skorað
Evrópu gömlu á hólm, og þegjandi sagt við hana: „Kom hér, forna frænd-
kona, og reyn þig við mig; reynum nú, hver betur bíta vopnin, þín eða mín;
reynum, hverjir sigursælli eru, hetjurnar þínar, landsómagarnir, eða mínir
drengir og — fyrirgefðu! — stúlkur. Reyn nú og sjá, hvort hollara se fyrir
fólkið, fjötrarnir þínir eða frelsislögin mín. Við ömmu okkar, kerlinguna
hana Asíu, sem eltir þig, tala jeg ekki, því hún er fyrir löngu gamalær orðin
og gengin í barndóm, en Afríka er umskiptingur og aumingi, og er nú
komin á spítala hjá stórveldunum! (Matthías Jochumsson 1893: 130)
Munirnir sem Matthías sér frá Japan, Kína og Indlandi eru honum
afar framandlegir: „Er þar hagleikur allur með einskonar töfrablæ,
skírnir
8 Þess má geta að Japanir tóku einnig þátt í Heimssýningunni í London árið 1862
og ekki er útilokað að Íslendingar hafi kynnst japönsku sýningunum þar þótt ekki
hafi enn fundist heimildir um það. Elisabeth Oxfeldt fjallar á áhugaverðan hátt
um fyrstu kynni Norðmanna og Dana af hinum „raunverulegu Austurlöndum“
á fyrstu heimssýningunum sem haldnar voru í Evrópu. Þær voru oft fyrsta tæki-
færi Evrópubúa til að kynnast raunverulegum munum og fólki frá Austurlöndum
fjær sem fram að því hafði lifað í sögum og ævintýrum og í líflegu ímyndunarafli
fólks, sjá Oxfeldt 2005, einkum kaflann „Staged Cultural and Literaly Encounters
with the „Real“ Orient“.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 85