Skírnir - 01.04.2017, Síða 233
23374 dagar í völundarhúsi valdsins
Þegar þarna var komið sögu var ástæða til að spyrja hvort stjórn-
arkreppa væri í vændum og hvort flokkarnir yrðu að íhuga það að
víkja frá sinni hörðustu afstöðu. Ég geymdi þá hugmynd í bak-
höfðinu að Björt framtíð gæti verið með í slíku kombói, DAVS-
ríkisstjórn gæti alveg orðið eitthvað ef fólk vildi. Ef örlögin höguðu
því svo að Samfylkingin yrði að starfa með Sjálfstæðisflokki til að
forða langvarandi stjórnarkreppu, kynni þetta að vera áhugavert
mynstur, tveir stærstu flokkarnir og tveir minnstu, stærri meirihluti
en á þyrfti að halda, en breiðari skírskotun en oftast áður í íslensk -
um stjórnmálum, blanda af íhaldssemi og frjálslyndi, gömlu og
nýju, hægri og vinstri. Það var ekki verri hugmynd en hvað annað
úr því sem komið var.
Þau ummæli Bjarna í fréttum að gera ætti vopnahlé í ýmsum
málum til að hægt væri að mynda ríkisstjórn hleyptu illu blóði í
Loga, formann Samfylkingarinnar, sem sagði við harðskeyttan
blaðamann Fréttablaðsins að Samfylkingin væri ekki til viðtals um
vopnahlé ef það þýddi að flokkurinn ætti að gefa afslátt af stefnu-
málum sínum. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem
eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin,
Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum
ekki gera vopnahlé um slík mál“ (Snærós Sindradóttir 2016). Á full-
veldisdaginn var þessum ummælum skellt á forsíðu Fréttablaðsins.
Sama dag tjáði Oddný þingflokksformaður sig með svipuðum hætti
á forsíðu Fréttatímans.
Þetta var ekki góð tímasetning á útspili að mati þess sem hér
skrifar. Það leit út fyrir að skilyrði Katrínar fyrir þátttöku Sam-
fylkingarinnar, ef viðræður við Sjálfstæðisflokkinn héldu áfram,
væri lítið að innihaldi vegna hinna ströngu krafna, sem formaður
og þingflokksformaður hennar settu opinberlega, og þess tóns sem
þau slógu. Þetta vakti takmarkaða gleði hjá þeim sem vildu byggja
brýr og leita lausna. Það leit út fyrir að atlagan að viðræðum Katr-
ínar og Bjarna væri skipulögð.
En á meðan Katrín átti í viðræðum við Bjarna í Austurstræti
hittust formennirnir fjórir í Alþingishúsinu, Birgitta, Óttarr, Bene-
dikt og Logi, og ræddu hugmynd Birgittu um að gera Katrínu
tilboð til að losa hana úr viðræðum við Bjarna og endurvekja hug-
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 233