Skírnir - 01.04.2017, Side 11
11verðlaun jónasar hallgrímssonar
allt er nú sem orðið nýtt
ærnar, kýr og smalinn.
Endurnýjun, fögnuður yfir endurnýjun. Og það mikilvægasta hjá
Jónasi og Fjölnismönnum er vissulega endurnýjun tungumálsins,
það er ekki bara ærnar, kýr og smalinn sem eru orðin sem ný,
heldur tungumálið og skáldleg vídd þess, ljóðlistin.
Oft er Jónas bestur í hárnákvæmum einfaldleika þar sem stefnt
er að kjarna tilfinningar og tungumáls.
Skoðum tvær alþekktar ljóðlínur þar sem hann tekur nokkur
einföld orð og lætur reyna á þau. Ekkert nema sáraeinföld orð,
þ.e.a.s. lýsingarorðin glaður, góður og hýr — nafnorðin vinur,
fundur, gleði, von, brá — sögnin að skína …
Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur
er gleðin skín á vonar hýrri brá
Með þessum einföldu orðum náði þessi meistari inn í kjarna góð -
viljaðrar gleði, lífsgleðinnar, og þeim kjarna miðla þessar alkunnu
ljóðlínur í stórkostlegum einfaldleik sínum.
Það er hljómur og það er rýtmi í þessum línum, inngróinn í vit-
und allra Íslendinga sem gleðjast saman.
Og það sem öllu skiptir er hugljómun hátíðarinnar sjálfrar,
mann fagnaðarins, hugljómun söngsins, hugljómun dansins.
Þarna er engin ráðning á neinni gátu annarri en þeirri aðdáun-
arverðu, heilögu lífsgátu sem felst einmitt í unaði hljómfallsins, tón-
anna, rýtma líkamans.
Það er nefnilega eitthvað af helgi lífsins sjálfs fólgið í dansi,
fólgið í söng, eitthvað sem tengist þeirri ljúfu skyldu að örva lífs -
gleðina.
Stundum heyrist kvartað yfir því að íslenskan sé hálfómerkilegt
tungumál af því að það séu svo fáir sem nota það. Í raun er þetta
mikil blessun eða getur verið það.
Sá sem á sér móðurmál sem fáir skilja er í þeirri eftirsóknarverðu
stöðu að neyðast til þess að læra önnur tungumál. Sú nauðung er
bæði ljúf og gefandi.
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 11