Skírnir - 01.04.2017, Side 28
persóna í Roklandi Hallgríms Helgasonar glímir við aðrar spurn -
ingar en Ragnar leigubílstjóri og Páll Jónsson blaðamaður. Listin
endurskapar sjálfa sig í sífellu, en ekki í tómarúmi.8
V
Góðar sögur endurspegla það sem mönnum er hugstætt á hverjum
tíma, hugmyndir lifa lengur en aðstæðurnar sem skópu þær, rit-
höfundar sem lifa breytingatíma og ólust upp meðal fulltrúa gamla
tímans líta gjarnan um öxl, stundum með söknuði, tilfinningar æsk-
unnar sitja djúpt. Kynslóðir sem ekki þekkja breytingar nema af
afspurn, en eru mótaðar af ástandinu sem kom á eftir, eiga sér önnur
hugðar- og viðfangsefni.
Löng hefð af ýmsu tagi hlýtur að vera undanfari þess að skrifuð
er bók eins og Njáls saga. Blómaskeið konungasagna virðist vera á
fyrri hluta 13. aldar, þótt ritunin hefjist fyrr og frumsamdar kon-
ungasögur verði til fram yfir miðja öldina. Egils saga, hinar skálda-
sögurnar, og jafnvel Laxdæla, eru tengdari konungasögum en Njála,
Eyrbyggja og Hrafnkels saga. Aðrar Íslendingasögur standa býsna
nálægt munnlegri geymd, t.d. austfirsku sögurnar, eins og Gísli Sig-
urðsson (2002: 129–247) hefur sýnt fram á. Nærtæk ályktun er að
sögur sem skarast við konungasögur eða eru tiltölulega einfaldar og
markaðar af munnlegri geymd myndi brú á milli merkustu kon-
ungasagna og Njálu og fleiri sagna sem ég hef nefnt klassískar. Á
síðasta fjórðungi 13. aldar og jafnvel eitthvað fram yfir aldamótin
höfðu bestu höfundar Íslendingasagna fullt vald á listinni að segja
sögur af hinum fornu Íslendingum. Þeir litu um öxl til tíma sem
stóðu þeim nærri, samfélags sem hafði alið þá, og voru sér þess
meðvitaðir að hefndin orkar oftast tvímælis, að falls er von að fornu
tré.
Ósennilegt er að meira en í mesta lagi þriðjungur Íslendinga-
sagna hafi verið saminn síðar en svo sem 1310 í þeirri mynd sem
28 vésteinn ólason skírnir
8 Eftir að þessi texti var fullfrágenginn kom út greinin „Íslenska sveitasagan og þrí-
leikur Jóns Kalmans,“ eftir Inga Björn Guðnason. Þar er áhugaverð úttekt á sveita-
söguhefðinni og breytingum hennar í tímanna rás.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 28