Skírnir - 01.04.2017, Side 167
167að nema land með nafni
lýst“ 1965: 10). Ferðir almennings í eyjuna voru þar með bannaðar
og alla tíð síðan hefur hún verið vöktuð af vísindamönnum, enda eru
þeir svo að segja eina fólkið sem þangað kemur, og þarf leyfi Um-
hverfisstofnunar til að stíga þar á land. Árið 2008 var eyjan
samþykkt á heimsminjaskrá UNESCO á grundvelli vöktunar og
rannsókna. Þrátt fyrir þessa afgerandi skiptingu milli mannlegra og
náttúrulegra þátta eru þar óhjákvæmilega nokkur mannvirki: Gam-
all viti, þyrlupallur, veðurathugunarstöð og skáli, Pálsbær II sem
tók við af Pálsbæ I, en hann stóð á þeim hluta eyjarinnar sem nú er
horfinn (Surtsey: Verndar- og stjórnunaráætlun 2014: kafli 2.2.4). Í
Pálsbæ dvelja vísindamenn stundum við rannsóknir að fengnu leyfi.
Það er fágætt að ítarlegar heimildir séu til um það hvernig nöfn
verða til líkt og í tilviki Surtseyjar. Miklar umræður og skoðana-
skipti fóru fram um nafn á eylandið meðan á gosinu stóð og eru
skrif af ýmsu tagi varðveitt í blöðum og tímaritum, bæði dagblöðum
sem bárust um allt land, t.d. Morgunblaðinu, Vísi og Þjóðviljanum,
en einnig í útgáfum í Vestmannaeyjum, ekki síst Fylki, málgagni
sjálfstæðismanna. Þetta eru mikilsverðar heimildir og fjalla einmitt,
ef grannt er skoðað, mest um mannlega þáttinn og hvernig ónumið
land tekur smám saman á sig mynd í menningarlegum skilningi.
Umræður um nafngiftir, sem hér er gengið út frá að séu á einhvern
hátt táknrænar fyrir mótunarsögu eyjar innar og hugmyndir um
landnám, eru helsta viðfangsefni þessarar greinar.
„Reis úr hafi óvænt eyja“: Upphaf gossins
Fyrst varð vart við gosið að morgni 14. nóvember 1963. Þá fór
Ólafur Vestmann, kokkur á Ísleifi II sem var á línuveiðum suð -
vestur af Geirfuglaskeri, upp á þilfar. Honum þótti óeðlileg hreyf-
ing á bátnum og kom svo auga á reykjarstrók sem reis upp úr hafinu
þar skammt frá. Fyrst taldi hann að skip væri að brenna en brátt
kom í ljós að eldgos var hafið („Þekkti ekkert fjall …“ 1963: 5).
Fréttir af viðburðinum bárust hratt á þess tíma mælikvarða og vakti
hann gríðarlega athygli, ekki aðeins á Íslandi heldur um allan heim,
enda heimsviðburður. Menn eygðu fljótt einstakt tækifæri til að
skoða hvernig land verður til, einkum í efnislegri merkingu þess
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 167