Skírnir - 01.04.2017, Side 256
við að það var einmitt háttur áðurnefnds Vasarely að brjóta upp lá-
rétt/lóðrétt snið veggmynda sinna með sporbaugsflötum eða sam -
síðungum sem ganga þvert á hrynjandi þeirra.
Að öðru leyti virðist þessi veggmynd Harðar í Arnarhváli ganga
út á taktfast samspil rétthyrndra eininga sem dreifast í báðar áttir út
frá miðbikinu, þrívíðum bitanum með áfestu hringforminu, og
mynda til samans öfluga heild. Einingar svipaðrar stærðar — og
svipaðrar lögunar — kallast á beggja vegna bitans, og reikna má með
því að jafnræði sé einnig með litunum sem dreifðir eru um vegginn.
Þótt ljósmyndirnar einar séu nú til vitnis um þessa mynd, er engu
að síður ljóst að hún hefur verið með merkustu framlögum til ís-
lenskrar strangflatalistar á sjötta áratugnum. Eyðilegging hennar
flokkast því undir menningarslys.
II
Árið 2015 keyptu tveir burtfluttir Siglfirðingar, bræðurnir Sveinn og
Þröstur Þórhallssynir, grunnskóla bæjarins, sem þá hafði verið af-
lagður, í því augnamiði að breyta honum í íbúðir. Skólabyggingin
var upprunalega teiknuð af embætti húsameistara ríkisins árið 1946,
undir yfirstjórn þáverandi húsameistara, Guðjóns Samúelssonar.
Hann fól síðan aðstoðarmanni sínum, Bárði Ísleifssyni, að leiða
verkið til lykta. Skólinn var lengi í smíðum, og það var ekki fyrr en
1956 að fjármagn fékkst til að taka hann í notkun, þótt ekki væri
hann fullbúinn fyrr en mun síðar. Í riti um skólastarf á Siglufirði í
eitt hundrað ár, sem gefið var út svo seint sem árið 1999, stendur að
enn vanti „talsvert á að skólahúsið sé fullgert“ (Þ. Ragnar Jónasson
1999: 138–139).
Í ágúst 2015, þegar nýir eigendur tóku til við að breyta húsnæði
skólans, hafði fyrrverandi kennari við hann, Guðný Róbertsdóttir,
samband við Svein Þórhallsson og benti honum á að undir trévegg
í anddyri væri varðveitt lítt skemmd veggmynd eftir Hörð Ágústs-
son. Sveinn, sem haft hefur lifibrauð sitt af því að selja myndlist,
m.a. eftir Hörð, þótti þetta einum of gott til að vera satt, en hófst
256 aðalsteinn ingólfsson skírnir
3 Frásögn af fundi veggmyndarinnar er að finna í Morgunblaðinu, 7.8.2016.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 256