Skírnir - 01.04.2017, Blaðsíða 257
257landaparís fyrir augu
engu að síður handa við að fjarlægja vegginn.3 Fljótlega komu í ljós
korkflísar, og höfðu nokkrar þeirra verið fjarlægðar í heilu lagi og
málað í eyðurnar með sterkum litum: rauðum, bláum, grænum,
appelsínugulum og svörtum. Um miðbik veggjarins höfðu mjóir
renningar, einfaldir og tvöfaldir, verið skornir í burtu og síðan
málað í eyðurnar hvítum eða gráum litum. Þessir renningar liggja
yfir vegginn þveran og endilangan, mynda því eins konar burðar-
virki eða „bindingsverk“ hans. Hurðarop hægra megin á veggnum,
þar sem gengið var inn á kennarastofu, en staðsetning og hlutföll
opsins benda til þess að það hafi verið hluti af veggmyndinni. Ekki
er nákvæmlega vitað hvenær — og hvers vegna — tekin var ákvörð -
un um að byrgja myndina með klæðningu úr tréplötum, en Viktor
Smári Sæmundsson, forvörður, sem fenginn var til að meta ástand
hennar, telur að það hafi sennilega verið á öndverðum níunda ára-
tugnum (Viktor Smári Sæmundsson 2016).
Vert er að vitna beint í skýrslu Viktors Smára um myndina, en
þar segir m.a.: „[Hún] er gerð úr staðlaðri stærð af korkflísum, sem
límdar eru á steinvegg. Nokkrar flísanna eru tilskornar til að þjóna
byggingu verksins. [Málað er] beint á steinvegginn með olíumáln-
ingu. Eitt til þrjú málningalög eru yfir upprunalegu málningunni,
þ.e. síðari tíma yfirmálun. Verkið er staðsett í anddyri skólabygg-
ingarinnar og þekur það stóran vegg gegnt inngangi í bygginguna.
Blámáluð hurð í dyrum að fyrrverandi kennarastofu skólans er hluti
verksins. Þegar horft er á verkið virðist sem hluti þess, neðst til
vinstri, hafi vikið fyrir ofni sem þar hefur verið … Ummerki eftir
bolta, skrúfur og nagla eru á myndinni. Margar korkflísanna eru illa
farnar, nánast ónýtar og fjórar eru fallnar af veggnum. Mislitun og
slit er komið fram á yfirborði“ (Viktor Smári Sæmundsson 2016).
Við Sveinn Þórhallsson grennsluðust báðir fyrir um tildrög
þessarar veggmyndar á Siglufirði. Hvorugur okkar var í minnsta
vafa um að hún væri höfundarverk Harðar Ágústssonar. Skyldleiki
við myndina í Arnarhváli fór ekki á milli mála, hvort sem litið var
til efniviðar, vinnubragða eða einingakerfisins. Notkunin á frum-
litum í Siglufjarðarmyndinni var sömuleiðis í anda bæði Harðar
sjálfs og listrænna forvera hans, listamanna í De Stijl-hreyfingunni.
Samanburður á yfirbragði og formgerð korkveggmyndanna tveggja
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 257