Skírnir - 01.04.2017, Síða 134
elskar mest, Úu, en hann hefur ekki meiri áhuga á henni upprisinni
en svo að þegar hún birtist í sögunni fer hann að gera við hraðfrysti-
hús. Það er aðeins gagnvart Dr. Godman sem Jón beitir sér eitthvað
sem kennimaður. Þótt hann segi ekki annað en að hann hafi þá
kenningu að vatn sé gott þá felur hún í sér að hann álíti sköpunar-
verkið gott og gilt í sjálfu sér. Það staðfestist í líkræðunni sem hann
heldur nauðugur yfir Grósseranum er hann vitnar í Rómverjabréfið
14. 7–8.36
Þau textatengsl milli Kristnihalds undir Jökli og Maktar myrkr-
anna, sem einfaldast er að rekja, varða Úu og nafnlausu aðalskon-
una. Þær eiga margt augljóslega sameiginlegt, eins og að vera
kyn bættar manneskjur.37 Til að sjá textasamsvörunina skýrt er best
að vitna fyrst í nokkra staði í Kristnihaldinu og síðan nokkra staði
í Makt myrkranna.
Í lok 37. kafla, eftir að Úa hefur kvittað fyrir móttöku á laxi,
segir í Kristnihaldinu: „… og setur eitthvert nafn undir, „systir
Helena“ eða þvíumlíkt sýnist mér“ (Halldór Laxness 1998: 232).
Í næsta kafla, þegar Umbi spyr út í hvaða nafn hún hripaði á
blaðið, segir Úa: „Ég var einusinni í spænsku klaustri og tók á móti
soðningu við portið og var kölluð Elena“ (Halldór Laxness 1998: 238).
Í 38. kafla er Umbi kominn inn í bungalóinn til hennar, horfir á
hana aðdáunaraugum og við fáum þessa lýsingu á henni: „Hún
hefur hárið sett uppí grískan hnút einsog Venus de Milo, það er
kallað þvottakonuhnútur hér á landi“ (Halldór Laxness 1998: 235).
Þegar hann sér Úu, fáklædda undir kufli sínum, greinir hann svo
frá: „… sýnist mér hún staðfesta þá kenningu að konur hafi ekki
náð fegurð sem skírskotar til steinaldarmanna samkvæmt reglu
Willendorfsvenusarinnar38 fyren þær eru komnar um fimtugt …“
(Halldór Laxness 1998: 271).
134 bjarni bjarnason skírnir
36 „Því að enginn okkar lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. Ef við lifum,
lifum við Drottni, ef við deyjum, deyjum við Drottni“ (Biblían. Nýja testa-
mentið. 2011: 201).
37 „… heppnast hið langa starf ef til vill einu sinni eða tvisvar í einni kynslóð — og
ættin blómgast — úrvalið kemur fram“ (Stoker 2011: 47). „Í karlsift ku þar alt fólk
hafa verið vanað nema úrvalslið“ (Halldór Laxness 1998: 62).
38 Skáletrun höfundar.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 134