Skírnir - 01.04.2017, Side 261
261landaparís fyrir augu
III
Einungis er þá eftir að viðra nokkrar tilgátur um nákvæma tíma-
setningu veggmynda Harðar, í ljósi þeirra upplýsinga sem við
höfum. Fyrst þessara mynda, Dansliljan, var sannarlega gerð á árinu
1953. Fjórum árum seinna, 1957, gerir Hörður síðan veggmynd-
irnar þrjár, Vorgleði að Bifröst, Arnarhválsmyndina úr korki og
myndina nýuppgötvuðu á Siglufirði. Eðlilegast er að gera ráð fyrir
að Vorgleði hafi orðið til fyrst á þessu umrædda ári. Hún er máluð
með olíulitum á vegg, rétt eins og Dansliljan, næsta verk á undan, á
ýmislegt sammerkt með henni, t.a.m. óreglulega formgerð og hreyf-
ingu skáhallt yfir myndflötinn. Auk þess er ýmislegt að gerast í mál-
verkum Harðar á árunum 1954–1955 sem kallast á við það sem
gerist í Vorgleði. Þá er tæpast nokkrum vafa undirorpið að Arnar-
hváls myndin og myndin á Siglufirði eru náskyldar.
En hvor þeirra varð til á undan? Frá myndrænu og aðferðar -
fræðilegu sjónarmiði ætti myndin á Siglufirði að vera sú fyrri í
röðinni. Bygging hennar er stórum einfaldari en það sem við sjáum
í Arnarhválsmyndinni, áherslur hennar eru alfarið láréttar og lóð -
réttar og geómetrískt myndmálið einskorðast við ferhyrning — af-
skorinn eftir þörfum. Í Arnarhválsmyndinni er öllu meira að gerast,
grunneiningar eru að vísu ferhyrndir, en þeir eru brotnir upp á
frjálslegri hátt en á Siglufirði og samsíðungarnir (rhomboids) í fyrri
myndinni ganga gegn eindreginni tvívídd heildarinnar með því að
þykjast vera þrívíð form. Í fljótu bragði virðist Arnarhválsmyndin
— með öllum fyrirvörum um ófullnægjandi heimildir — því öllu
þroskaðra og metnaðarfyllra myndverk en það á Siglufirði.
Þessi samanburður segir e.t.v. ekki alla söguna. Ekki er úr vegi að
líta til þess að veggmyndin á Siglufirði var gerð fyrir annan „markhóp“
en Arnarhválsmyndin, nefnilega óharðnaða unglinga. Skýrir það
ekki, a.m.k. að hluta, einfalda byggingu og glaðlegt litróf myndar-
innar? Við höfum hins vegar öllu áreiðanlegri vísbendingu um það
hvenær Siglufjarðarmyndin var gerð, nefnilega vitnisburð áðurnefnds
Jóns Dýrfjörð. Hann segir að hún hafi orðið til vorið 1957 eftir að
skólastarfi lauk. (Jón Dýrfjörð 2016) Meðan ekki finnast óyggjandi
heimildir um tilurð myndarinnar í Arnarhváli, er ekki óeðlilegt —
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 261