Skírnir - 01.04.2017, Síða 89
89„frá sóleyjum“
Vér lágum þrjár vikur á höfninni [á Port Arthur] og bjuggumst á hverjum
degi við að stríðið byrjaði og vér yrðum króaðir inni í lengri tíma af
japönskum herskipum og lentum seinast í fangelsum í Japan, ef vér ekki
yrðum skotnir með fallbyssum. (Steingrímur Matthíasson 1904: 54)
Ári eftir að Steingrímur ritaði þessa færslu braust stríðið í Austur-
Asíu út með skyndiárás Japana á flota Rússa í Port Arthur. Japanir
sökktu nær öllum rússneska flotanum í frægri lokaorrustu síðla árs
1905. Viðburðurinn markaði tímamót þar sem asísk þjóð hafði í
fyrsta sinn unnið sigur á Evrópuríki; sigurinn var forsíðufrétt um
allan heim og á Íslandi var fjallað um málið frá ýmsum hliðum.15
Þegar Steingrímur kom til Japans í febrúar 1904 var þó allt með
kyrrum kjörum og hans beið fögur sjón þegar skipið nálgaðist
Japanseyjar. Heimsókninni til smábæjanna Moji og Shimonoseki í
Suður-Japan lýsir Steingrímur svo:
Svo sigldum vér til Japan, til smábæjanna Moji og Shimonoseki, sem liggja
sitt hvoru megin við mjóa sundið milli eyjanna Hondo og Kinshu16, og eru
lítið stærri en Oddeyri og Akureyri. Vér vorum rúma 3 daga á leiðinni, því
snemma morguns fjórða daginn, sást landið með háum, fögrum fjöllum,
sem fríkkuðu því nær sem dró. Þau voru þakin skógi upp á efstu tinda.
Hvergi var snjór í hnjúkunum, en í þess stað hópur af háum trjám, sem líta
út líkt og mannsöfnuðir, sem horfa út yfir hafið. Milli skóganna grösugar
hlíðar, en undirlendi lítið. Alstaðar með ströndum fram fult af bátum, segl-
skipum og gufuskipum. Blíðviðri, sólskin og heiðríkja. Niður við strönd-
ina hús við hús, lítil og lág, með stórum þökum. (Steingrímur Matthíasson
1904: 54)
skírnir
15 Í íslenska tímaritinu Óðni birtist t.d. u.þ.b. fimm síðna grein, „Japanskir her-
menn“, aðeins nokkrum vikum eftir sigur Japana. Textinn er endursögn á grein
eftir Þjóðverjann Erwin Bälz sem m.a. var læknir japönsku keisarafjölskyld-
unnar. Í greininni eru færð rök fyrir því að það sem geri Japani að góðum her-
mönnum sé ekki líkamlegt atgervi enda hafi þeir fyrir aðeins nokkrum áratugum
verið m.a. „óálitlegir, bringumjóir og flatbrjósta“, „margir hjólbeinóttir, og flestir
með gleraugu“. Það sem veiti þeim sérstöðu sé „hið merkilega kæringarleysi
þeirra um líf og dauða“ sem eigi sér djúpar rætur í austurlenskum trúarbrögðum
og menningu, sbr. „Japanskir hermenn“ 1905a: 61–63 og framhald í næsta hefti
1905b: 70–72.
16 Hér er á Steingrímur að öllum líkindum við eyjuna Kyushu sem er syðst stóru
eyjanna í Japan.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 89