Skírnir - 01.04.2017, Side 251
251landaparís fyrir augu
á Bifröst, myndin frá Reykjalundi er glötuð og Arnarhválsmyndin
er nú einungis til á ljósmyndum.
Í stórum dráttum endurspeglar formgerð fyrirliggjandi vegg-
mynda þau viðhorf sem hæst ber í strangflataverkum Harðar á
sjötta áratugnum. Listamaðurinn lýsir þessum viðhorfum best sjálf -
ur í viðtali árið 1987: „ [Lögð var] höfuðáhersla á hina tvívíðu eig-
ind myndflatarins, lögð var rækt við hið hreina form, hinn hreina lit,
án skírskotunar til ytri veruleika, mikið var lagt upp úr hrynjand-
inni sem slíkri, andstæðum hvers konar, milli ljóss og myrkurs, milli
hins beina og bogna, lárétta og lóðrétta, hins smáa og stóra. Ótæpi-
lega var vísað til tónlistarinnar og sagt: af hverju má ekki nota liti og
form til listsköpunar líkt og tónskáldin nýta sér hljómana.“ (Konkret
i Norden 1987: 178–179) Um leið kallast veggmyndir Harðar víða
á við verk listamanns sem Hörður hafði í hávegum á þeim árum,
fransk-ungverska listamannsins Victors Vasarely (m.a. tók Hörður
við hann viðtal fyrir tímaritið Birting). Þess má geta að Vasarely var
afkastamikill höfundur veggmynda víðsvegar um Frakkland og
víðar.
Í tveimur veggmyndum sínum byggir Hörður upp voldug form
á stórum flötum þar sem óreglulega lagaðar og misjafnlega fleygaðar
einingar hreyfast taktfast og skáhallt frá vinstri til hægri. Dansliljan
og Vorgleði eru báðar málaðar myndir í þeim dúr. Hér má kannski
bæta því við að síðara verkið er sýnu litríkast þessara veggmynda
Harðar, enda er það öðrum þræði hylling til „vormanna Íslands“,
ungs menntafólks á Bifröst. Litrófið í Danslilju Búnaðarbankans er
hins vegar kalt og hófstillt og formgerðin skipuleg, eins og sæmir
virðulegri fjármálastofnun.
Ónefnd veggmyndin í Arnarhváli, þar sem ríkisstarfsmenn sátu
og véluðu um fjárlög og landsins nauðsynjar, er annarrar gerðar,
þar eð hún er að mestu samsett fremur en máluð. Ef um mynd-
höggvara væri að ræða mundi aðferðin kallast „súbtraktíf“, þ.e.
hluti efniviðarins er numinn í burtu, eins og gerist þegar höggvið
er í stein eða tré („additíft“ er það hins vegar þegar þrívíð verk eru
byggð upp ab nihilo). Og í þetta sinn helgast aðferðin af efniviðnum
— korkflísunum. Þær eru að öllum líkindum kveikjan að vinnu-
brögðum Harðar.
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 251