Skírnir - 01.04.2017, Qupperneq 183
183að nema land með nafni
sig eiga hlutdeild í. Kannski má halda því fram að endurkoma
goðsögulegra nafna á 20. öld, þ.m.t. Surtsey, sé tákn nýrra tíma,
skilaboð frá nútímavæddri þjóð sem hefur á að skipa vísinda-
mönnum, lærðum álitsgjöfum og merkum menningararfi.
Flest örnefni, sem nú eru þekkt á Íslandi, eiga uppruna sinn í
fjarlægri fortíð og þótt þau setji svip sinn á landslagið höfum við
yfirleitt ekki forsendur til að skilja upphaflega merkingu þeirra ná-
kvæmlega eða samhengi við það samfélag sem þau spruttu úr. Sagan
af Surtsey getur varpað ljósi á slíkt samhengi. Kjarni málsins er
kannski sá að þegar örnefni verða til, sérstaklega á mikilvægum
stöðum, geta ólíkir hagsmunir skarast, ekki bara vegna hugmynda
um eignarhald. Í þessu tilviki eru það hagsmunir þeirra sem annars
vegar búa til nafn og hins vegar þeirra sem eiga eða þurfa að nota það
og eru ekki sáttir við skilaboðin sem fyrrnefndi hópurinn sendir
með nafngiftinni. Ekki hjálpaði til að landnámstilraun Vestmanna-
eyinga varð þeim ekki til frægðar og Vesturey féll fljótt í gleymsk-
unnar dá á sama hátt og Garðarshólmi rúmum þúsund árum fyrr.
Efni greinarinnar var upphaflega kynnt á fyrirlestri hjá Nafnfræðifélaginu í apríl
2014. Það er hluti af rannsókn um örnefni og samfélag sem nýtur styrks hjá Launa -
sjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna hjá Rannís.
Heimildir
Ainiala, T. 2012. „Place Names and Identities: The Uses of Names of Helsinki.“
Names and Identities. Oslo Studies in Language 4 (2): 7–15.
Alderman, D. 2008. „Place, Naming and the Interpretation of Cultural Landsca-
pes.“ The Ashgate Research Companion to Heritage and Identity. Ritstj. Brian
Graham, 195–213. Farnham, UK: Routledge.
Alderman, D. 2009. „Street Names as Memorial Arenas: The Reputational Politics
of Commemorating Martin Luther King Jr in a Georgia County.“ Critical To-
ponymies. The Contested Politics of Place Naming. Ritstj. Lawrence D. Berg
og Jani Vuolteenaho, 179–198. Farnham, UK: Ashgate.
Berg, L.D. og J. Vuolteenaho, ritstj. 2009. Critical Toponymies: The Contested Poli-
tics of Place Naming. Farnham, UK: Ashgate.
Bréf örnefnanefndar til nafnanefndar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps dags. 5. nóv-
ember 2015. Örnefnasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
„Bæjarfréttir. Árs afmæli.“ 1964. Fylkir, 6. nóvember, bls. 4.
„Eyja rís úr hafinu.“ 1963. Vísir, 15. nóvember,bls. 1 og 6.
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 183