Skírnir - 01.04.2017, Síða 111
111„frá sóleyjum“
oftar en ekki vitnað í það sem Íslendingar og Japanir eiga sameigin -
legt, svo sem eyjamenningu, eldgos, jarðvarma, fiskveiðar- og fisk-
neyslu, en þessi samkennd hafði greinilega ekki myndast þegar hér
var komið sögu. Í augum Nonna var Japan t.d. fyrst og fremst fram-
andi ævintýraland sem helst af öllu minnti á heim Þúsund og einnar
nætur. Einnig er áberandi að viðhorf þeirra Íslendinga sem kynnt-
ust Japan og Japönum af eigin raun og á þeirra heimaslóð fyrir stríð
héldust jákvæð til æviloka. Þannig náðu persónuleg kynni og upp-
lifun einstaklinga að gefa aðra sýn á Japan en þá neikvæðu mynd
sem Japanir sköpuðu sér sjálfir í heimsstyrjöldinni síðari. Nonni,
Octavíus, Jóhann og jafnvel Ólafur lýstu allir hlýhug í garð Japans
síðar á ævinni.
Heimildir
Bækur og fræðigreinar
Árni Magnússon. 1945. Ferðasaga Árna Magnússonar frá Geitastekk: 1753–1797.
Ritstj. Björn K. Þórólfsson. Reykjavík: Heimdallur.
Benedikt Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Guðni Th. Jóhannesson, Hjörtur Gíslason,
Hreinn Ragnarsson, Jakob Jakobsson, Jón Þ. Þór og Steinar J. Lúðvíksson.
2007. Silfur hafsins — gull Íslands: Síldarsaga Íslendinga. Reykjavík: Nes -
útgáfan.
Bjarni Vilhjálmsson. 1944. Langt út í löndin: Úrval utanfarasagna. Bjarni Vil-
hjálmsson valdi kaflana og sá um útgáfu. Reykjavík: Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu.
Eggert Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Kristján Karlsson og Ríkarður Jónsson.
1963. Gunnlaugur Blöndal. Reykjavík: Helgafell.
Eiríkur Björnsson. 2007. Víðferlissaga [endurútg.].
Gelfer-Jørgensen, Mirjam. 2013. Japanisme på dansk: Kunst og design 1870–2010.
København: Arkitektens Forlag.
Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magnússon og Hallgrímur Snorrason. 1997. Hag -
skinna: sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík: Hagstofa Íslands.
Gunnar F. Guðmundsson. 2012. Pater Jón Sveinsson: Nonni. Reykjavík: Opna.
Hagstofa Íslands. 1923–1942. Verzlunarskýrslur. Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg.
Helgi Skúli Kjartansson. 2002. Ísland á 20. öld. Reykjavík: Sögufélag.
Hildigunnur Hjálmarsdóttir. 2007. Danska frúin á Kleppi: Bréf Ellenar Kaaber
Sveinsson. Reykjavík: Skrudda.
Hjalti Einarsson, Ólafur Hannibalsson, Jón Hjaltason og Gísli Jónsson. 1996. Sölu -
miðstöð hraðfrystihúsanna í 50 ár. Reykjavík: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 111