Skírnir - 01.04.2017, Síða 118
þýðingu og skáldverki Valdimars sjálfs liggur beinast við að álykta
að formálinn sé einnig hugarsmíð hans. Ekki er útilokað að hann
hafi átt í samskiptum við Bram Stoker, ekki síst vegna undarlegra
hliðstæðna milli útstrikaðra hugmynda Stokers sem birtast áþekkar
í texta Valdimars, eins og síðar er vikið að, en þar er líkast til um til-
viljun að ræða. Hæpið er að gera ráð fyrir að höfundur skrifi inn-
gang að útúrsnúningi úr verki sínu og aðlagi efni slíks formála að
tilbúningnum eftir pöntun og lýsingu þess sem umturnaði verkinu.
Höfundur sem þannig undirskipaði sig afbökun annars manns á
verki sem honum er þó hjartfólgið væri kominn inn á sérkennilega
braut.6 Drakúla var ekki frægt verk þegar Valdimar fékkst við
þýðingu/túkun sína á því, og Bram Stoker ekki frægur maður, svo
spurning er hvaða fengur það hefði verið fyrir Valdimar að fá sér-
stakan formála höfundar að útgáfu sinni. Það er í samræmi við upp-
stokkun verksins í aðlögun Valdimars að hann hafi einnig umbreytt
formálanum og því þarf sönnun fyrir því að formálinn sé eftir Bram
Stoker sjálfan áður en gengið er að því sem vísu.7 Slíka sönnun hafa
engir fundið, hvorki sá sem hér ritar né aðrir.8
Þau rök sem sést hafa að á formálanum sé annar stíll og ensku-
skotnari en í textanum almennt, og því líklega þýðing á formála
beint frá Bram Stoker, eru ekki trúleg.9 Stíllinn er ekki stirðari í for-
118 bjarni bjarnason skírnir
6 “Ásmundsson actually anchored his story in an existing historical context, in
order to enhance its dramatic appeal. Furthermore, Stoker, as the author of the pre-
face, must have been familiar at least with Ásmundsson’s plot concept, so that his
remarks about this unforgotten, repulsive crime series, about Jack the Ripper,
about the glamorous group of foreign aristocrats and about its disappeared mem-
ber match Ásmundsson´s modified content, instead of being merely “empty or
“misplaced” references” (Corneel de Roos 2014: 11).
7 Þetta er umdeilanlegt atriði og um það segir Ásgeir Jónsson í eftirmála sínum að
Makt myrkranna: „Þegar miðað er við skáldaleyfið, sem Valdimar tekur sér við
þýðingu á megintexta bókarinnar, er ekki grunlaust um, að hann hafi einnig tekið
sér töluvert leyfi við þýðingu formálans, eða jafnvel frumsamið hann. Ekkert skal
þó fullyrt í því efni.“ (Ásgeir Jónsson 2011: 206).
8 “Unfortunately, I could not yet find any correspondence between Stoker and
Ásmunsson documenting their cooperation or maybe even friendship” (Corneel
de Roos 2014: 8).
9 Þetta hefur Hans Corneel de Roos eftir Ásgeiri Jónssyni: “The translation of Dra-
cula itself, although not loyal to the original text, is written in an extremely vivid
and skillful way — that is why I decided to republish it. However, the preface is
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 118