Skírnir - 01.04.2017, Blaðsíða 119
119venus helena
málanum en öðrum hlutum bókarinnar, og jafnvel má finna í
honum langar og margræðar setningar sem flæða lipurlega. Í bók-
inni má hins vegar á stöku stað sjá sérkennilegar setningar. Varðandi
þá athugasemd Halldórs Laxness sem vitnað er til hér að framan,
að texti Valdimars sé runninn úr stílvopni eins besta penna landsins,
þá er ekki til nein nánari útlegging á því hvað hann á við með þeim
orðum. Satt er að stíll Valdimars er fjörlegur og í augum nútíma-
manna ekki forn að sjá. En stíllinn er einnig misjafn og einstaka
sinnum eru lýsingar flatar,10 setningar einfeldningslegar11 eða
hroðvirknislegar12 og ofnotkun sömu orða gætir á stöku stað. Sem
dæmi má nefna að hlutir eru oft hálf-eitthvað í augum Valdimars:
„Hlerarnir voru hálfdregnir fyrir gluggana, og var því hálfdimmt
þar inni. Ég gekk hljóðlega inn í salinn. Hinum megin í salnum
stóðu tvær dyr hálfopnar“ (Stoker 2011: 77).
Að skeyta orðhlutanum hálf- framan við orð til að komast hjá
því að finna betri leið til að skapa stemningu er ekki þróað, út-
hugsað stílbragð höfundar sem hefur legið yfir setningunum. Veik-
leikar verksins hvað stílinn varðar eru þó ekki nægilega margir til að
spilla ánægjunni af lestri bókarinnar og virðast helst orsakast af
fljótfærni hins afkastamikla ritstjóra. Auðveldara er að finna dæmi
um lipran stíl, þar sem skrifað er af leikandi andagift um efni sem
erfitt er að lýsa. Hér virða Greifinn og gestur hans fyrir sér málverk
sem svipar til nafnlausu aðalskonunnar sem á til að stíga út úr
skuggum hallarganganna:
„En horfið nú á hana — takið eftir henni,“ sagði hann og lyfti kertastjak-
anum, sem var svo léttur í hendinni á honum sem vaxljós væri, þótt hann
væri afar þungur. „Þessi brjóst — skáldin mundu hafa líkt þeim við alab-
astur — mál ykkar hefur engin orð yfir það — blóðlausu vesalingar —
hvorki snjór né alabastur — og þessi húð, föst og mjúk, eins og dúnn undir
hendinni, og þessi óviðjafnanlegi vöxtur.“
skírnir
very clumsy, the sentences are very un-Icelandic and unlike Valdimar — they
have much more of an English character” (Corneel de Roos 2014: 12).
10 „Hann var svo veikur í höfðinu, að hann gat naumast lesið, og stafaði eins og
barn“ (Stoker 2011: 165).
11 „Maturinn yðar er á borðinu, en mér liggur á að flýta mér“ (Stoker 2011: 60).
12 „Ég veit ekki hvað langur tími leið, þar til ég rankaði úr eða veruleiki, sem fyrir
mig hafði komið“ (Stoker 2011: 71).
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 119