Saga


Saga - 2007, Side 232

Saga - 2007, Side 232
síðar. Árið eftir flutti hún til Vesturheims en Valtýr fór ekki með heldur eyddi unglingsárunum á ýmsum stöðum í Húnaþingi, fór í raun bæ af bæ. Sextán ára flutti hann svo í Skagafjörð og réð sig í vinnu. Þrátt fyrir þessa erfiðleika tókst honum að uppfylla óskir sínar um að afla sér menntunar. Það sést best á því að sautján ára gamall hélt hann til Reykjavíkur þess albúinn að hefja nám í Lærða skólanum. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1883 og sigldi um haustið til Kaupmannahafnar til að nema norræn fræði. Hann lauk meistaraprófi á aðeins fjórum árum, en lét ekki þar við sitja heldur varði doktorsritgerð um húsagerð og híbýlahætti á Íslandi á miðöldum aðeins tveimur árum síðar, eða 1889. Skömmu seinna fór hann svo að kenna við Hafnarháskóla og var formlega ráðinn þangað sem dósent í íslenskri sögu og bókmenntum árið 1890. Hann var svo gerður að prófessor í sömu greinum árið 1920. Hann sinnti rannsóknum, eins og vera bar, og samdi rit og greinar á dönsku, þýsku og íslensku um víðfeðm efni, einkum þó um íslenska málfræði, sögu og bókmenntir. Þekktastur varð hann þó fyrir atriði sem ekki tengdust aðalstarfi hans, nefnilega stjórnmál, en áhugi hans á þeim kviknaði eftir að hann kom til Kaupmannahafnar. Hann gegndi þingmennsku í allmörg ár, eða á tímabilunum 1894–1901, 1903–1908 og 1911–1913. Þá stofnaði hann menningar- og þjóðmála tíma - ritið Eimreiðina 1895 og ritstýrði því í mörg ár, eða til 1917. Hann bjó í Kaup - mannahöfn öll sín fullorðinsár og lést þar árið 1928. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið sannkallaður Hafnar-Íslendingur. Auðveldast væri að lýsa þessari ævisögu sem hefðbundinni. Bókin er t.d. að mestu byggð upp í tímaröð og því til áréttingar eru kaflarnir — 28 talsins — einungis tölusettir. Hér er vissulega um smekksatriði að ræða en lýsandi kaflaheiti hefðu þó getað auðveldað þeim lesendum sem einungis hafa áhuga á afmörkuðum þáttum í lífi dr. Valtýs að finna „sína“ staði í bókinni; í sumum tilfellum getur þó nafnaskráin komið í góðar þarfir við slíkar staðsetningar. Tímaröðin er þó ekki alráð í bókinni; t.d. segir fyrst af konu Valtýs, Önnu Jóhannesdóttur (1850–1903), í framhjáhlaupi (bls. 40); hins vegar segir ekki af kynnum þeirra tveggja fyrr en nokkru síðar (bls. 66). Þá má geta þess að mjög lítið er um sviðsetningar í bókinni, en höf und - ur reynir hins vegar öðru hverju að bregða upp mynd af umhverfi Valtýs hverju sinni, hvort sem það er bæjarbragurinn í Reykjavík eða borgarlífið í Kaupmannahöfn, einkenni danskra stjórnmála eða nútímavæðingin á 19. öld o.s.frv. Tilvitnanir í einkabréf, þingræður og greinaskrif Valtýs og andstæðinga hans framkalla einnig andrúmsloft aldamótanna, sem á köfl - um einkenndist af öllu hatrammari deilum en við eigum að venjast úr íslenskum samtíma. Þessi bók um dr. Valtý er vissulega mikilvægt framlag til stjórnmála - sögu áranna í kringum aldamótin 1900. Höfundi tekst að færa sögupersónu sína út úr skugganum af fyrsta innlenda ráðherranum, bæði með því að draga upp mynd af persónunni Valtý og rekja með allítarlegum hætti þátt hans á opinberum vettvangi, bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Höfund - ritdómar232 Saga haust 2007 nota:Saga haust 2004 - NOTA 11/19/07 4:33 PM Page 232
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.