Saga - 2007, Síða 232
síðar. Árið eftir flutti hún til Vesturheims en Valtýr fór ekki með heldur
eyddi unglingsárunum á ýmsum stöðum í Húnaþingi, fór í raun bæ af bæ.
Sextán ára flutti hann svo í Skagafjörð og réð sig í vinnu. Þrátt fyrir þessa
erfiðleika tókst honum að uppfylla óskir sínar um að afla sér menntunar.
Það sést best á því að sautján ára gamall hélt hann til Reykjavíkur þess
albúinn að hefja nám í Lærða skólanum. Hann lauk stúdentsprófi vorið
1883 og sigldi um haustið til Kaupmannahafnar til að nema norræn fræði.
Hann lauk meistaraprófi á aðeins fjórum árum, en lét ekki þar við sitja
heldur varði doktorsritgerð um húsagerð og híbýlahætti á Íslandi á
miðöldum aðeins tveimur árum síðar, eða 1889. Skömmu seinna fór hann
svo að kenna við Hafnarháskóla og var formlega ráðinn þangað sem dósent
í íslenskri sögu og bókmenntum árið 1890. Hann var svo gerður að
prófessor í sömu greinum árið 1920. Hann sinnti rannsóknum, eins og vera
bar, og samdi rit og greinar á dönsku, þýsku og íslensku um víðfeðm efni,
einkum þó um íslenska málfræði, sögu og bókmenntir. Þekktastur varð
hann þó fyrir atriði sem ekki tengdust aðalstarfi hans, nefnilega stjórnmál,
en áhugi hans á þeim kviknaði eftir að hann kom til Kaupmannahafnar.
Hann gegndi þingmennsku í allmörg ár, eða á tímabilunum 1894–1901,
1903–1908 og 1911–1913. Þá stofnaði hann menningar- og þjóðmála tíma -
ritið Eimreiðina 1895 og ritstýrði því í mörg ár, eða til 1917. Hann bjó í Kaup -
mannahöfn öll sín fullorðinsár og lést þar árið 1928. Það er því óhætt að
segja að hann hafi verið sannkallaður Hafnar-Íslendingur.
Auðveldast væri að lýsa þessari ævisögu sem hefðbundinni. Bókin er
t.d. að mestu byggð upp í tímaröð og því til áréttingar eru kaflarnir — 28
talsins — einungis tölusettir. Hér er vissulega um smekksatriði að ræða en
lýsandi kaflaheiti hefðu þó getað auðveldað þeim lesendum sem einungis
hafa áhuga á afmörkuðum þáttum í lífi dr. Valtýs að finna „sína“ staði í
bókinni; í sumum tilfellum getur þó nafnaskráin komið í góðar þarfir við
slíkar staðsetningar. Tímaröðin er þó ekki alráð í bókinni; t.d. segir fyrst af
konu Valtýs, Önnu Jóhannesdóttur (1850–1903), í framhjáhlaupi (bls. 40);
hins vegar segir ekki af kynnum þeirra tveggja fyrr en nokkru síðar (bls.
66). Þá má geta þess að mjög lítið er um sviðsetningar í bókinni, en höf und -
ur reynir hins vegar öðru hverju að bregða upp mynd af umhverfi Valtýs
hverju sinni, hvort sem það er bæjarbragurinn í Reykjavík eða borgarlífið í
Kaupmannahöfn, einkenni danskra stjórnmála eða nútímavæðingin á 19.
öld o.s.frv. Tilvitnanir í einkabréf, þingræður og greinaskrif Valtýs og
andstæðinga hans framkalla einnig andrúmsloft aldamótanna, sem á köfl -
um einkenndist af öllu hatrammari deilum en við eigum að venjast úr
íslenskum samtíma.
Þessi bók um dr. Valtý er vissulega mikilvægt framlag til stjórnmála -
sögu áranna í kringum aldamótin 1900. Höfundi tekst að færa sögupersónu
sína út úr skugganum af fyrsta innlenda ráðherranum, bæði með því að
draga upp mynd af persónunni Valtý og rekja með allítarlegum hætti þátt
hans á opinberum vettvangi, bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Höfund -
ritdómar232
Saga haust 2007 nota:Saga haust 2004 - NOTA 11/19/07 4:33 PM Page 232